fréttamaður

Berghildur Erla Bernharðsdóttir

Berghildur er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Brugðið eftir alvarlegar hótanir

Varaborgarfulltrúi Miðflokksins sætti alvarlegum hótunum af hálfu sama manns og er grunaður um að hafa skotið á bíl borgarstjóra fyrr á árinu á þriðjudag. Sérsveit ríkislögreglustjóra vaktaði Ráðhús Reykjavíkur meðan borgarstjórnarfundur stóð yfir vegna hótananna. 

Atvinnuleysi á hraðri niðurleið

Ríflega sex þúsund manns hafa fengið störf í gegnum átakið Hefjum störf hjá Vinnumálastofnun. Forstjóri stofnunarinnar segir átakið hafa gengið vonum framar en um 45% þeirra sem hafa fengið störf í gegnum það er fólk með erlent ríkisfang. Hún segir að atvinnuleysistölur stefni hratt niður á við.

Búist við að flóðið nái yfir stórt svæði

Mikið hefur hægt á vexti  Skaftárhlaupsins við Sveinstind síðan í gærkvöldi en búist er við að vatn flæði  yfir stórt svæði á næstu dögum. Mikil úrkoma á svæðinu auk hlaups úr vestari katlinum geri að verkum að flóðasvæðið sé mettað af vatni sem  auki líklega útbreiðslu hlaupsins. 

Reiknað með stærra hlaupi en 2018

Almannavarnir vara fólk við að vera á ferli við Skaftá en gert er ráð fyrir að hlaupvatn úr Eystri- Skaftárkatli nái að vatnshæðarmæli við Sveinstind síðdegis í dag. Íshellan  á katlinum hefur nú þegar sigið um 25 metra. Veðurstofan útilokar ekki að að hlaupið fari yfir þjóðveg 1.

Stjórn­endur Kviku greiddu 70 prósent lægri fjárhæðir fyrir hluta­bréfin

Sex æðstu stjórnendur Kviku banka seldu hlutabréf í bankanum fyrir hundruð milljóna króna á gengi dagsins í gær. Á sama tíma nýttu stjórnendur sér áskriftaréttindi og keyptu fyrir um  hundrað og fimmtíu milljónir króna í bankanum. Almennir kaupendur greiddu þannig um þrisvar sinnum meira fyrir hlutabréfin í bankanum í gær en stjórnendurnir. 

Rannsókn að ljúka í fimm kannabismálum: Málin tengjast

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fimm málum sem tengjast skipulagðri kannabisframleiðslu, lýkur á næstu tveimur vikum. Fimm hafa réttarstöðu sakbornings. Málin tengjast öll með einum eða öðrum hætti að sögn yfirlögregluþjóns.

Tæpar þrjár vikur í aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu

Stefnt er á að aðalmeðferð í hinu svokallaða Rauðgerðismáli fari fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 13. september. Fjórir eru ákærðir í málinu vegna morðsins á Armando Beqiri, fjölskylduföður á þrítugsaldri, sem skotinn var til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar.

Misskiptingin gæti ekki verið skýrari

Framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar tekur undir með Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni um að ríkari þjóðir aðstoði þær fátækari mun betur í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Á meðan aðeins nokkur prósent séu bólusett í Eþíópíu sé rætt um að gefa fólki örvunarskammt hér á landi.

Sjá meira