Fréttamaður

Birgir Olgeirsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Yfirráð Talíbana verði aldrei viðurkennd

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir framsókn Talíbana í Afganistan grafalvarlegt mál sem alþjóðasamfélagið verði að bregðast við. Neyðarstjórn Nató fundaði um stöðuna í dag en yfirráð Talíbana verða aldrei viðurkennd af bandalaginu.

Fjöldi í sóttkví eftir að smit kom upp í sumarfrístund

Öll börn í sumarfrístund Hörðuheima í Hörðuvallaskóla, sem voru í frístund síðastliðinn þriðjudag, þurfa að fara í sóttkví frá og með deginum í dag til og með þriðjudags, því börnin voru útsett fyrir smiti vegna kórónuveirunnar síðastliðinn þriðjudag.

Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví

Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur.

„Langtímaáhrifin af Covid eru í fyrsta lagi svolítið ýkt“

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa haldið sig frá líkamsræktarstöðvum á eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst og bóluefni stóð ekki til boða. Nú þegar hann hefur verið fullbólusettur reynir hann að fara daglega í líkamsræktarstöð.

Kári fór yfir stöðuna á krossgötum í faraldrinum

Það má segja að þjóðin standi á krossgötum þegar kemur að áframhaldi í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Fjöldi smitaðra hefur aldrei verið meira en á móti kemur virðast bólusetningar koma í veg fyrir að margir veikist alvarlega af Covid.

Ferðamenn streyma í hitann á Austurlandi

Hitinn gæti náð allt að 27 stigum í Fljótsdalshéraði á Austurlandi í dag. Hnúkaþeyrinn hefur leikið við þann landshluta og mun halda því áfram fram að helgi. Ferðamenn hafa þefað uppi veðrið og þyrpast nú þangað.

Sjá meira