Þessi vörumerki voru útnefnd bestu íslensku vörumerkin Vörumerkjastofan brandr útnefndi „Bestu íslensku vörumerkin“ í þriðja sinn í dag. Viðurkenningar voru veittar í fjórum flokkum en sigurvegararnir voru Controlant, Blush, Ikea og Krónan. 8.2.2023 13:19
Myndi stela apa aftur ef hann gæti Karlmaður sem grunaður er um að hafa stolið tveimur öpum úr dýragarðinum í Dallas segir að hann myndi stela fleiri öpum ef honum yrði sleppt úr haldi. Maðurinn er ekki talinn tengjast grunsamlegum dauðdaga hrægamms í sama dýragarði. 8.2.2023 13:12
Lítur út fyrir að Daði verði sjálfkjörinn Allt lítur út fyrir að Daði Már Kristófersson verði sjálfkjörinn varaformaður Viðreisnar á komandi landsþingi flokksins. Daði Már hefur gegnt embættinu síðan í september árið 2020. 8.2.2023 12:01
Fjögurra bíla árekstur á Sæbraut Fjögurra bíla árekstur varð á Sæbraut við Skeiðarvog í Reykjavík skömmu fyrir klukkan ellefu í dag. Einn var fluttur til skoðunar á slysadeild en er ekki talinn vera alvarlega slasaður. 8.2.2023 11:42
Treysta sér ekki til að drekka kranavatn á slökkvistöðinni Starfsmenn slökkviliðs Borgarbyggðar treysta sér ekki til þess að drekka vatn úr krönum á kaffistofu slökkvistöðvarinnar. Sjáanlegar rakaskemmdir eru á svæðum á kaffistofunni en myglu má finna í skrifstofuhluta stöðvarinnar. Gert er ráð fyrir að endurnýjun á húsnæðinu ljúki árið 2025. 8.2.2023 10:51
Dæmdir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Tveir karlmenn voru í lok janúar dæmdir í fangelsi og til að greiða miskabætur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í nóvember árið 2020. Mennirnir tveir réðust þá að þriðja manni og börðu. 8.2.2023 09:10
Valbjörg Elsa heiðursiðnaðarmaður ársins Valbjörg Elsa Haraldsdóttir hársnyrtimeistari var um helgina útnefnd heiðursiðnaðarmaður ársins á nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík. Böðvar Páll Ásgeirsson var gerður að heiðursfélaga en forseti Íslands er verndari hátíðarinnar og afhenti verðlaunin. 7.2.2023 16:39
Dreifing á nektarmyndum af eiginmanni ekki „lostugt athæfi“ Kona var í dag sýknuð af ákæru um að hafa aflað sér og dreift nektarmynd af þáverandi eiginmanni sínum og tveimur nektarmyndum af annarri konu sem maðurinn var í samskiptum við. Samkvæmt dómi telst háttsemin ekki „lostugt athæfi“. 7.2.2023 16:08
Þóra Arnórsdóttir til Landsvirkjunar Þóra Arnórsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun. Þóra hætti störfum hjá RÚV fyrr í vikunni eftir 25 ára starf í fjölmiðlum. 7.2.2023 15:55
Fyrsta trans persóna veraldar Harry Potter Í nýjum tölvuleik um Hogwarts-skólann má finna fyrstu trans persónu veraldarinnar í kringum galdramanninn Harry Potter. J.K. Rowling, höfundur bókanna um Potter, hefur verið gagnrýnd fyrir að afneita tilvist trans fólks. 7.2.2023 13:47