Hundrað þúsund lítrar af dísilolíu í gegnum fráveitukerfi Hafnarfjarðar Bjarki Sigurðsson skrifar 24. febrúar 2023 07:21 Eldsneytið kom frá bensínstöð Costco í Garðabæ. Aðsent Um það bil 110 þúsund lítrar af dísilolíu fóru í gegnum fráveitukerfi Hafnarfjarðar og út í sjó eftir bilun við bensínstöð Costco í Garðabæ í desember. Bæjarfulltrúi segir að um sé að ræða gríðarlega alvarlegt mengunarslys. Fréttablaðið greinir frá þessu. Fjallað hefur verið um ólykt í Hafnarfirði síðustu mánuði hér á Vísi. Íbúar kvörtuðu yfir lyktinni og sögðust finna fyrir höfuðverk og ógleði vegna hennar. Lyktin barst hjá fjölmörgum upp úr niðurföllum og sturtubotnum og dreifði sér þannig um hús og íbúðir fólks. Fyrir einum og hálfum mánuði kom í ljós að bilun í hreinsibúnaði bensínstöðvar Costco hafi valdið ólyktinni. Í ljós kom að við tæmingu þann 9. desember hafi verið óeðlilega mikið magn í olíuskilju sem hefði átt að gefa vísbendingar um að eitthvað væri að en ekkert mátti finna um það í reglulegu eftirliti eða birgðabókhaldi Costco. Nú er komið í ljós að um 110 þúsund lítrar af dísilolíu hafi runnið úr hreinsistöðinni, í gegnum fráveitukerfi Hafnarfjarðar og endað úti í sjó. Í samtali við fréttablaðið segir Hildur Rós Guðbjargardóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, að það sé mildi að uppgufun á heimilum hafi ekki leitt til alvarlegs heilsutjóns. Þó sé um að ræða gríðarlega alvarlegt mengunarslys. Áhrifin á lífríkið í sjónum eru sennilega ekki mikil en á næstunni verða sýni tekin af sjávarbotninum til greiningar. Lítrinn af dísilolíu í Costco kostar 302,7 krónur. 110 þúsund lítrar eru því virði rúmlega 33 milljóna króna. Hafnarfjörður Garðabær Costco Umhverfismál Bensín og olía Tengdar fréttir Ólykt sem herjar á íbúa Hafnarfjarðar veldur höfuðverk og ógleði Megn ólykt herjar nú á íbúa Hafnarfjarðar. Fjölmargir íbúar hafa kvartað yfir lyktinni á samfélagsmiðlum, sem minnir á bensín-eða olíulykt. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að fólk finni fyrir höfuðverk og ógleði vegna þessa. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins segir stofnunina leita logandi ljósi að skýringum og það sé áhyggjuefni ef hreinsiefni kunni að hafa borist í skólplagnir. 22. desember 2022 16:05 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Sjá meira
Fréttablaðið greinir frá þessu. Fjallað hefur verið um ólykt í Hafnarfirði síðustu mánuði hér á Vísi. Íbúar kvörtuðu yfir lyktinni og sögðust finna fyrir höfuðverk og ógleði vegna hennar. Lyktin barst hjá fjölmörgum upp úr niðurföllum og sturtubotnum og dreifði sér þannig um hús og íbúðir fólks. Fyrir einum og hálfum mánuði kom í ljós að bilun í hreinsibúnaði bensínstöðvar Costco hafi valdið ólyktinni. Í ljós kom að við tæmingu þann 9. desember hafi verið óeðlilega mikið magn í olíuskilju sem hefði átt að gefa vísbendingar um að eitthvað væri að en ekkert mátti finna um það í reglulegu eftirliti eða birgðabókhaldi Costco. Nú er komið í ljós að um 110 þúsund lítrar af dísilolíu hafi runnið úr hreinsistöðinni, í gegnum fráveitukerfi Hafnarfjarðar og endað úti í sjó. Í samtali við fréttablaðið segir Hildur Rós Guðbjargardóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, að það sé mildi að uppgufun á heimilum hafi ekki leitt til alvarlegs heilsutjóns. Þó sé um að ræða gríðarlega alvarlegt mengunarslys. Áhrifin á lífríkið í sjónum eru sennilega ekki mikil en á næstunni verða sýni tekin af sjávarbotninum til greiningar. Lítrinn af dísilolíu í Costco kostar 302,7 krónur. 110 þúsund lítrar eru því virði rúmlega 33 milljóna króna.
Hafnarfjörður Garðabær Costco Umhverfismál Bensín og olía Tengdar fréttir Ólykt sem herjar á íbúa Hafnarfjarðar veldur höfuðverk og ógleði Megn ólykt herjar nú á íbúa Hafnarfjarðar. Fjölmargir íbúar hafa kvartað yfir lyktinni á samfélagsmiðlum, sem minnir á bensín-eða olíulykt. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að fólk finni fyrir höfuðverk og ógleði vegna þessa. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins segir stofnunina leita logandi ljósi að skýringum og það sé áhyggjuefni ef hreinsiefni kunni að hafa borist í skólplagnir. 22. desember 2022 16:05 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Sjá meira
Ólykt sem herjar á íbúa Hafnarfjarðar veldur höfuðverk og ógleði Megn ólykt herjar nú á íbúa Hafnarfjarðar. Fjölmargir íbúar hafa kvartað yfir lyktinni á samfélagsmiðlum, sem minnir á bensín-eða olíulykt. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að fólk finni fyrir höfuðverk og ógleði vegna þessa. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins segir stofnunina leita logandi ljósi að skýringum og það sé áhyggjuefni ef hreinsiefni kunni að hafa borist í skólplagnir. 22. desember 2022 16:05