Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur við Miklubraut Tveir bílar skullu saman við Miklubraut klukkan rúmlega þrjú í dag. Einn var fluttur á slysadeild. 22.4.2022 15:33
Macron eykur forskot sitt á Le Pen Emmanuel Macron, forseti Frakklands, virðist vera að stinga Marine Le Pen, mótframbjóðanda hans í forsetakosningunum, af samkvæmt könnunum. Frakkar kjósa á milli þeirra á sunnudaginn næstkomandi. 22.4.2022 14:15
Rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar jákvæð um rúma 23 milljarða Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta Reykjavíkurborgar var jákvæð um 23,4 milljarða króna á árinu 2021 og var niðurstaða beggja rekstrarhluta borgarinnar töluvert betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. 22.4.2022 12:23
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Arion banka Seðlabanki Íslands og íslenska ríkið voru sýknuð af öllum kröfum Arion banka vegna sektar sem Fjármálaeftirlit Seðlabankans (FME) lagði á Arion banka. Bankinn vildi fá sektina niðurfellda. 22.4.2022 11:14
Gefa engan afslátt í baráttunni fyrir heiðarlegum stjórnmálum Píratar kynntu stefnumál sín fyrir komandi borgarstjórnarkosningar á Kjarvalsstöðum í gær. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, segir að flokkurinn hafi skilað miklum árangri á líðandi kjörtímabili. 22.4.2022 10:17
Hífa flugvélarflakið af botni Þingvallavatns í dag Í dag stendur til að hífa flugvélina TF-ABB af botni Ölfusvatnsvíkur í Þingvallavatni. Björgunarmenn undirbúa sig nú við bakka vatnsins. 22.4.2022 09:45
Boris biðst afsökunar á partýstandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ávarpaði breska þingið í fyrsta skiptið í dag síðan hann var sektaður fyrir veisluhöld í miðjum heimsfaraldri. 19.4.2022 16:25
Framtíðarsýn Framsóknar falli á öllum lykilprófum Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, gagnrýnir orð sem Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, lét falla í samtali við Morgunblaðið. Einar vill meina að Dagur misskilji sig. 19.4.2022 13:19
Allar skerðingar til raforkukaupenda afnumdar Skerðingar á afhendingu rafmagns frá Landsvirkjun hafa verið afturkallaðar. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að vatnsstaðan í miðlunarlónum fari hratt batnandi. 19.4.2022 11:06
Fjármálaráðuneytið ráðist gegn flugmönnum Landhelgisgæslunnar Síðan 31. janúar 2019 hafa flugmenn Landhelgisgæslunnar verið án kjarasamnings. Í ályktun frá stéttinni segir að þeir séu nánast í vonlausri stöðu vegna fjármálaráðuneytisins. 19.4.2022 10:47