Boris biðst afsökunar á partýstandi Bjarki Sigurðsson skrifar 19. apríl 2022 16:25 Boris Johnson forsætisráðherra var sektaður í seinustu viku eftir að hafa verið gestur í samkvæmum sem fóru í bága við sóttvarnalög. AP/Jessica Taylor Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ávarpaði breska þingið í fyrsta skiptið í dag síðan hann var sektaður fyrir veisluhöld í miðjum heimsfaraldri. Johnson var sektaður ásamt Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, og fjölda annarra þingmanna fyrir að mæta í samkvæmi við Downingstræti þar sem fólksfjöldi fór yfir þær takmarkanir sem þá voru í gildi. Johnson baðst afsökunar samdægurs en stjórnarandstæðingar hafa krafist afsagnar þeirra beggja. Fyrr í dag var ákveðið að þingið skildi kjósa um hvort mál forsætisráðherrans yrðu rannsökuð frekar og fer sú kosning fram seinna í vikunni. Þingmenn Verkamannaflokksins segja að þeir þingmenn Íhaldsflokksins, flokks Johnson, sem kjósa gegn rannsókninni séu að kjósa með yfirhylmingu. Mætti seint eftir fund með þjóðarleiðtogum Johnson hafði nýlega lokið fundi með þjóðarleiðtogum á við Joe Biden, Bandaríkjaforseta, Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, og Olaf Scholz, kanslara Þýskalands þegar hann ávarpaði þingið. Johnson endurtók afsökunina sem hann gaf bresku þjóðinni fyrir viku síðan þegar hann var sektaður. „Um leið og mér barst sektin gerði ég mér grein fyrir reiðinni. Ég sagði þá að fólk ætti rétt á því að búast við meiru af forsætisráðherra þeirra,“ sagði Johnson. Gerði sér ekki grein fyrir lögbrotinu Hann segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að fundur í Downingstræti þar sem rætt var um hvernig ætti að tækla faraldurinn, gæti verið brot á lögunum. Hann segir það þó ekki vera afsökun á gjörðum sínum. „Ég mun bera virðingu fyrir ákvörðunum [lögreglunnar] í málinu og ávallt taka viðeigandi skref. Ég hef nú þegar breytt því hvernig hlutirnir virka í Downingstræti 10,“ sagði Johnson áður en hann fór að ræða málin í Úkraínu. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson og Sunak verða sektaðir vegna veisluhaldanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, verða sektaðir vegna veisluhalda í Downingstræti á meðan Covid faraldrinum stóð en þetta staðfestir talsmaður ríkisstjórnarinnar við breska fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar krefjast afsagnar þeirra. 12. apríl 2022 13:18 Aðstoðarráðherra segir af sér vegna veisluhalda Aðstoðarráðherra í dómsmálaráðuneyti Bretlands hefur ákveðið að segja af sér vegna veisluhalda í Downingstræti. Veisluhöldin voru haldin á meðan Covid faraldrinum stóð. Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt veisluhöldin harðlega og krafist afsagnar forsætisráðherra og fjármálaráðherra. 15. apríl 2022 09:50 Lögreglan á Bretlandseyjum sektar 20 vegna partýstands í Downing-stræti Lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum munu sekta að minnsta kosti 20 einstaklinga vegna sóttvarnabrota þegar samkomur voru haldnar í Downing-stræti í miðjum kórónuveirufaraldrinum. 29. mars 2022 08:54 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fleiri fréttir Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Sjá meira
Johnson var sektaður ásamt Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, og fjölda annarra þingmanna fyrir að mæta í samkvæmi við Downingstræti þar sem fólksfjöldi fór yfir þær takmarkanir sem þá voru í gildi. Johnson baðst afsökunar samdægurs en stjórnarandstæðingar hafa krafist afsagnar þeirra beggja. Fyrr í dag var ákveðið að þingið skildi kjósa um hvort mál forsætisráðherrans yrðu rannsökuð frekar og fer sú kosning fram seinna í vikunni. Þingmenn Verkamannaflokksins segja að þeir þingmenn Íhaldsflokksins, flokks Johnson, sem kjósa gegn rannsókninni séu að kjósa með yfirhylmingu. Mætti seint eftir fund með þjóðarleiðtogum Johnson hafði nýlega lokið fundi með þjóðarleiðtogum á við Joe Biden, Bandaríkjaforseta, Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, og Olaf Scholz, kanslara Þýskalands þegar hann ávarpaði þingið. Johnson endurtók afsökunina sem hann gaf bresku þjóðinni fyrir viku síðan þegar hann var sektaður. „Um leið og mér barst sektin gerði ég mér grein fyrir reiðinni. Ég sagði þá að fólk ætti rétt á því að búast við meiru af forsætisráðherra þeirra,“ sagði Johnson. Gerði sér ekki grein fyrir lögbrotinu Hann segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að fundur í Downingstræti þar sem rætt var um hvernig ætti að tækla faraldurinn, gæti verið brot á lögunum. Hann segir það þó ekki vera afsökun á gjörðum sínum. „Ég mun bera virðingu fyrir ákvörðunum [lögreglunnar] í málinu og ávallt taka viðeigandi skref. Ég hef nú þegar breytt því hvernig hlutirnir virka í Downingstræti 10,“ sagði Johnson áður en hann fór að ræða málin í Úkraínu.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson og Sunak verða sektaðir vegna veisluhaldanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, verða sektaðir vegna veisluhalda í Downingstræti á meðan Covid faraldrinum stóð en þetta staðfestir talsmaður ríkisstjórnarinnar við breska fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar krefjast afsagnar þeirra. 12. apríl 2022 13:18 Aðstoðarráðherra segir af sér vegna veisluhalda Aðstoðarráðherra í dómsmálaráðuneyti Bretlands hefur ákveðið að segja af sér vegna veisluhalda í Downingstræti. Veisluhöldin voru haldin á meðan Covid faraldrinum stóð. Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt veisluhöldin harðlega og krafist afsagnar forsætisráðherra og fjármálaráðherra. 15. apríl 2022 09:50 Lögreglan á Bretlandseyjum sektar 20 vegna partýstands í Downing-stræti Lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum munu sekta að minnsta kosti 20 einstaklinga vegna sóttvarnabrota þegar samkomur voru haldnar í Downing-stræti í miðjum kórónuveirufaraldrinum. 29. mars 2022 08:54 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fleiri fréttir Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Sjá meira
Johnson og Sunak verða sektaðir vegna veisluhaldanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, verða sektaðir vegna veisluhalda í Downingstræti á meðan Covid faraldrinum stóð en þetta staðfestir talsmaður ríkisstjórnarinnar við breska fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar krefjast afsagnar þeirra. 12. apríl 2022 13:18
Aðstoðarráðherra segir af sér vegna veisluhalda Aðstoðarráðherra í dómsmálaráðuneyti Bretlands hefur ákveðið að segja af sér vegna veisluhalda í Downingstræti. Veisluhöldin voru haldin á meðan Covid faraldrinum stóð. Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt veisluhöldin harðlega og krafist afsagnar forsætisráðherra og fjármálaráðherra. 15. apríl 2022 09:50
Lögreglan á Bretlandseyjum sektar 20 vegna partýstands í Downing-stræti Lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum munu sekta að minnsta kosti 20 einstaklinga vegna sóttvarnabrota þegar samkomur voru haldnar í Downing-stræti í miðjum kórónuveirufaraldrinum. 29. mars 2022 08:54