Auðveldara að vera aðeins væmnari saman „Maður var kannski búinn að sakna þess innst inni að koma fram í tónlistinni,“ segir leikarinn og tónlistarmaðurinn Haraldur Ari, sem er að fara af stað með nýtt sóló verkefni. Hann og æskuvinur hans Unnsteinn Manúel voru að senda frá sér lagið Til þín en blaðamaður ræddi við þá um tónlistina og vináttuna. 28.6.2024 07:01
Enn að ná sér niður eftir að hafa hitt Miuccia Prada Feðginin Anna María Þorsteinsdóttir og Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson eru bæði tvö miklir tískuunnendur. Í vor barst þeim draumaboð á tískusýningu risans Prada og þurftu þau ekki að hugsa sig tvisvar um þó að þeim hafi reynst mis erfitt að velja klæðnað fyrir þennan stóra viðburð. Blaðamaður ræddi við Önnu Maríu um þennan eftirminnilega dag, þar sem þau rákust meðal annars á hin einu sönnu Miuccia Prada og Raf Simons. 27.6.2024 11:31
Kenndi Kelly Clarkson að bera fram Laufey og Björk Tónlistarkonan og þáttastjórnandinn Kelly Clarkson fékk rísandi súperstjörnuna Laufeyju í heimsókn til sín í þáttinn Kelly Clarkson Show á dögunum. Virtust þær stöllur ná vel saman en Clarkson átti þó ansi erfitt með framburð á nafni Laufeyjar. 27.6.2024 10:42
Gústi B fann ástina hjá Hafdísi Sól Útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Ágúst Beinteinn, jafnan þekktur sem Gústi B, er genginn út. Kærastan heitir Hafdís Sól, fyrrum fimleikadrottning og nemi í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Sömuleiðis er hún besta vinkona Friðþóru kærustu súkkulaðistráksins Patriks Atlasonar, sem er besti vinur Gústa B. 27.6.2024 10:02
Íslendingur áberandi í bandarískri raunveruleikaseríu Ingi Hilmar Thorarensen fór eins langt út fyrir þægindarammann og hann gat hugsað sér þegar hann ákvað að kýla á það að verða hluti af risastórri bandarískri raunveruleikaseríu ásamt kærustu sinni Coronu. 27.6.2024 07:00
DJ goðsögn stýrði trylltum dansi Plötusnúðurinn DJ Shadow kom fram í Gamla Bíói síðastliðið fimmtudagskvöld og skemmti troðfullum sal af dansþyrstum gestum. Uppselt var á tónleikana og var plötusnúðurinn í skýjunum með kvöldið. 26.6.2024 16:05
Leyfir bumbunni að njóta sín á meðgöngunni Fyrirsætan og förðunarmógúllinn Hailey Bieber er tískufyrirmynd margra en tæplega 53 milljónir fylgja henni á samfélagsmiðlinum Instagram. Hailey og Justin Bieber eiginmaður hennar eiga von á barni og hefur meðgöngustíll hennar vakið mikla athygli, þar sem hún fer eigin leiðir og er ótrúlega smart. 26.6.2024 14:00
„Hluti af heild sem við skiljum ekki“ „Í gegnum þessa rannsókn vonast ég til þess að draga fram ró og jafnvægi,“ segir myndlistarmaðurinn Unnar Ari Baldvinsson. Hann opnar sýningu í versluninni La Boutique Design að Mýrargötu næstkomandi föstudag. Blaðamaður ræddi við Unnar Ara en verk hans, sem einkennast gjarnan af einföldum formum og sterkri litanotkun, hafa vakið athygli á síðastliðnum árum. 26.6.2024 10:18
Féll kylliflatur fyrir einlægni Taylor Swift Ástarsamband ruðningsleikmannsins Travis Kelce og súperstjörnunnar Taylor Swift hefur vakið mikla athygli um allan heim enda er Swift ein frægasta kona jarðar um þessar mundir, með fjórtán Grammy verðlaun undir beltinu. Kelce ræddi opinskátt um ástina í hlaðvarpsviðtali á dögunum þar sem hann opnar sig meðal annars um það hvernig hann féll fyrir poppstjörnunni. 25.6.2024 15:22
Sjóðheit trend beint af tískupallinum í París Tískurisinn Chanel afhjúpaði nýja hátískulínu sína fyrr í dag á glæsilegri sýningu í óperuhúsinu Palais Garnier í París. 25.6.2024 14:30