Eitt barn á Landspítala með Covid-19 Tólf einstaklingar liggja nú á Landspítalanum vegna Covid-19, þar af eitt barn á barnadeild. Tveir sjúklingar eru á gjörgæslu og annar þeirra í öndunarvél. Af sjúklingunum tólf eru tíu með virka sýkingu og í einangrun. 21.12.2021 17:19
Eyjólfur í Epal með hæsta boð og leitar fólks sem á skilið að fá stólinn gefins Eyjólfur Pálsson, stofnandi og aðaleigandi Epal, átti hæsta boðið í danskan hönnunarstól sem Góði hirðirinn setti á uppboð á dögunum. 165 þúsund krónur fengust fyrir stólinn sem hannaður er af danska húsgagnahönnuðinum Arne Vodder en upphæðin rennur til Ljóssins. 21.12.2021 08:01
Metverð fékkst fyrir verk eftir Kjarval Metverð fékkst fyrir olíuverkið Fjölnismenn eftir Jóhannes S. Kjarval á uppboði hjá Gallerí Fold í kvöld en málverkið seldist á 10,8 milljónir króna. 20.12.2021 23:12
Almar Yngvi fannst látinn Almar Yngvi Garðarsson, sem lýst var eftir síðdegis í gær, fannst látinn í kvöld. Hann var 29 ára að aldri og lætur eftir sig sambýliskonu og son. 20.12.2021 22:36
Fundu bíl Almars í Hafnarfjarðarhöfn Bíll sem leitað var að í tengslum við leitina á Almari Yngva Garðarssyni fannst í Hafnarfjarðarhöfn í kvöld. 20.12.2021 21:06
Óli Björn greindist með Covid-19 Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, greindist í dag með Covid-19. Þetta staðfestir þingmaðurinn í samtali við fréttastofu en minnst sjö þingmenn og fjórir starfsmenn þingsins hafa greinst á seinustu dögum. 20.12.2021 20:43
Samstaða náðst um 53 þúsund króna aukagreiðslu til öryrkja Samstaða náðist í kvöld í fjárlaganefnd Alþingis um tillögu þess efnis að öryrkjum yrði greidd 53 þúsund króna aukagreiðslu til viðbótar við desemberuppbót sína. 20.12.2021 19:48
Suðurlandsvegur lokaður eftir harðan árekstur Harður tveggja bíla árekstur átti sér stað á Suðurlandsvegi um klukkan 18 í kvöld og er vegurinn nú lokaður rétt austan við Þingborg. Þrír einstaklingar voru fluttir á Landspítala og er talið að líklegt að einhverjir séu alvarlega slasaðir. 20.12.2021 19:03
Vilji að tveggja metra regla verði tekin upp aftur Sóttvarnalæknir hefur lagt til að tveggja metra nálægðarregla verði tekin upp á ný í stað eins metra reglu og að 200 manna hólf verði leyfð á viðburðum gegn framvísun neikvæðs hraðprófs eða annarra vottorða. 20.12.2021 18:33
Hjálpræðisherinn fellir niður jólaboð sitt á aðfangadag Hjálpræðisherinn hefur ákveðið að fella niður fyrirhugað jólaboð sitt á aðfangadag í ljósi stöðu kórónufaraldursins. Rúmlega 300 gestir og sjálfboðaliðar höfðu boðað komu sína, þar af um 150 börn. 20.12.2021 18:14