Líf gefur áfram kost á sér í oddvitasætið Eiður Þór Árnason skrifar 18. janúar 2022 17:26 Líf Magneudóttir vill leiða lista Vinstri grænna áfram. Aðsend Líf Magneudóttir gefur aftur kost á sér í oddvitasæti Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Líf hefur verið borgarfulltrúi flokksins og áður varaborgarfulltrúi frá árinu 2014. Þetta tilkynnti Líf í dag en hún er eini sitjandi borgarfulltrúi Vinstri grænna. Líf segir í framboðstilkynningu sinni að síðustu fjögur ár hafi verið krefjandi á margan hátt, ekki síst vegna heimsfaraldursins og afleiðinga hans. Þau hafi þó líka verið gjöful og lærdómsrík. „Verkefni borgarfulltrúa eru óþrjótandi og líklega klárast þau aldrei að fullu. Við erum alltaf að leita leiða til að gera enn betur í síbreytilegu samfélagi. Ég vil halda áfram að vinda ofan af mistökum fortíðarinnar í skipulagsmálum, ég vil þétta byggðina inn á við í stað þess að dreifa henni, hætta orkusóun og nýta land skynsamlega. Við verðum að snúa af braut ósjálfbærs neyslusamfélags.“ Þurft að gera málamiðlanir Líf segir að meirihlutasamstarf Vinstri grænna með Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn í borginni hafi gengið nokkuð vel. Hins vegar hafi flokkurinn einnig þurft að gera málamiðlanir „eins og gengur og gerist á stóru heimili.“ Á meðan hún sé stolt af mörgum verkum meirihlutans séu líka mál sem hún hafi viljað sjá þróast á annan máta. „Vil ég þar nefna menntamálin og umgjörð þeirra, viðhaldsmál húsnæðis, fjármögnun málaflokks fatlaðs fólks, fyrirkomulag borgaralýðræðis og að gerðar séu enn meiri kröfur í hönnun borgarinnar m.t.t almannarýma og fagurfræði. Eins mun ég beita mér fyrir enn fleiri breytingum á Aðalskipulagi Reykjavíkur til auka rými fyrir vistvæna ferðamáta og fletta upp malbiki. Þá vil ég fella út fyrirhuguð göng í gegnum Öskjuhlíð og gera mislæg gatnamót víkjandi í skipulaginu,“ segir Líf í tilkynningu sinni. Hyggst hún leggja meiri áherslu á þessi atriði á næsta kjörtímabili. „Ég brenn fyrir öllum þeim verkefnum sem gera Reykjavík að mannvænni, sjálfbærri og safaríkri borg menningar, menntunar og lista fyrir fjölbreytt fólk og áhugamál og lífsviðurværi þess. Þess vegna býð ég áfram fram krafta mína, þolgæði og eldmóð til að leiða Reykjavík inn í framtíðina með öllu því sem hún hefur upp á bjóða, fyrirséðu og ófyrirséðu.“ Reykjavík Vinstri græn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þetta tilkynnti Líf í dag en hún er eini sitjandi borgarfulltrúi Vinstri grænna. Líf segir í framboðstilkynningu sinni að síðustu fjögur ár hafi verið krefjandi á margan hátt, ekki síst vegna heimsfaraldursins og afleiðinga hans. Þau hafi þó líka verið gjöful og lærdómsrík. „Verkefni borgarfulltrúa eru óþrjótandi og líklega klárast þau aldrei að fullu. Við erum alltaf að leita leiða til að gera enn betur í síbreytilegu samfélagi. Ég vil halda áfram að vinda ofan af mistökum fortíðarinnar í skipulagsmálum, ég vil þétta byggðina inn á við í stað þess að dreifa henni, hætta orkusóun og nýta land skynsamlega. Við verðum að snúa af braut ósjálfbærs neyslusamfélags.“ Þurft að gera málamiðlanir Líf segir að meirihlutasamstarf Vinstri grænna með Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn í borginni hafi gengið nokkuð vel. Hins vegar hafi flokkurinn einnig þurft að gera málamiðlanir „eins og gengur og gerist á stóru heimili.“ Á meðan hún sé stolt af mörgum verkum meirihlutans séu líka mál sem hún hafi viljað sjá þróast á annan máta. „Vil ég þar nefna menntamálin og umgjörð þeirra, viðhaldsmál húsnæðis, fjármögnun málaflokks fatlaðs fólks, fyrirkomulag borgaralýðræðis og að gerðar séu enn meiri kröfur í hönnun borgarinnar m.t.t almannarýma og fagurfræði. Eins mun ég beita mér fyrir enn fleiri breytingum á Aðalskipulagi Reykjavíkur til auka rými fyrir vistvæna ferðamáta og fletta upp malbiki. Þá vil ég fella út fyrirhuguð göng í gegnum Öskjuhlíð og gera mislæg gatnamót víkjandi í skipulaginu,“ segir Líf í tilkynningu sinni. Hyggst hún leggja meiri áherslu á þessi atriði á næsta kjörtímabili. „Ég brenn fyrir öllum þeim verkefnum sem gera Reykjavík að mannvænni, sjálfbærri og safaríkri borg menningar, menntunar og lista fyrir fjölbreytt fólk og áhugamál og lífsviðurværi þess. Þess vegna býð ég áfram fram krafta mína, þolgæði og eldmóð til að leiða Reykjavík inn í framtíðina með öllu því sem hún hefur upp á bjóða, fyrirséðu og ófyrirséðu.“
Reykjavík Vinstri græn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira