Nýr 11,5 milljarða vísisjóður vill fjárfesta í konum í tæknigeiranum Íslenski sprota- og vaxtasjóðurinn Crowberry Capital hefur stofnað og fjármagnað 11,5 milljarða króna vísisjóð sem ber heitið Crowberry II. Um er að ræða stærsta vísisjóð sem hefur verið settur saman á Íslandi. 9.9.2021 10:14
Átján sýrlenskir flóttamenn komu til landsins í dag Síðdegis í dag komu átján sýrlenskir flóttamenn frá Líbanon til Íslands og er von á 21 til viðbótar á morgun. Um er að ræða hluta þess hóps sem átti upphaflega að koma í fyrra en tafir urðu móttöku þeirra vegna faraldursins. 8.9.2021 18:20
Leiðréttur launamunur kynjanna 4,1 prósent Launamunur kynjanna hefur dregist saman frá árinu 2010 en kynbundin skipting í störf og atvinnugreinar skýrir að miklu leyti þann launamun sem enn er til staðar. Á sama tíma hafa áhrif menntunarstigs og lýðfræðilegra þátta á launamun minnkað. 8.9.2021 15:23
Slíta viðræðum sérfræðilækna við sjúkratryggingar Læknafélag Reykjavíkur hefur tilkynnt Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) að félagið líti svo á að viðræðum þess um samninga við sérfræðilækna sé slitið. 8.9.2021 12:21
Senda skýr skilaboð til næstu ríkisstjórnar Stjórnendur íslenskra iðnfyrirtækja telja mikilvægast að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á að einfalda laga- og reglugerðarumhverfi fyrirtækja. Einnig er mikið ákall eftir að skilvirkni verði aukin í framkvæmd eftirlits opinberra aðila. 8.9.2021 12:07
Kaupa allt hlutafé í íslenska sprotafyrirtækinu Sea Data Center Norska hugbúnaðarfyrirtækið Maritech hefur fest kaup á öllu hlutafé í íslenska sprotafyrirtækinu Sea Data Center, sem rekur upplýsingaveitu fyrir sjávarútveg. 8.9.2021 11:46
Tekur við stjórn Ilvu og fer beint í að flytja verslunina frá Korputorgi Kristján Geir Gunnarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri húsgagnaverslunarinnar Ilvu og hefur þegar hafið störf. Kristján Geir var áður framkvæmdastjóri Odda, Kassagerðar Reykjavíkur og sölu- og markaðssviðs Nóa Síríus. 8.9.2021 10:48
Loka í Aðalstræti og leggja minni áherslu á miðbæinn Te og kaffi hefur lokað kaffihúsi sínu við Aðalstræti í Reykjavík eftir níu ára rekstur. Aðstoðarframkvæmdastjóri segir að miðbærinn hafi tekið breytingum og keðjan leggi nú meiri áherslu á önnur svæði. 8.9.2021 08:00
Fækkaði um þrjá í þjóðkirkjunni Alls voru 229.714 einstaklingar skráðir í þjóðkirkjuna þann 1. september síðastliðinn samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands. Hefur skráðum í þjóðkirkjuna fækkað um þrjá einstaklinga frá 1. desember. 7.9.2021 16:33
Vonar að ráðherra sjái ljósið Sellerí er nú víða ófáanlegt í matvöruverslunum og beina innflutningsaðilar sökinni að innflutningstollum sem voru lagðir á sellerí um þarsíðustu mánaðamót. Á sama tíma hefur innlend uppskera gengið illa og íslenskt sellerí skilað sér stopult til verslana. 7.9.2021 15:43