Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Veðurgæðunum ekki skipt jafnt

Í dag er spáð suðlægri eða breytilegri átt og þremur til tíu metrum á sekúndu. Súld eða dálítil rigning með köflum öðru hverju sunnan- og vestantil, en yfirleitt þurrt og bjart norðaustan- og austanlands. Hiti tíu til tuttugu stig, hlýjast norðaustanlands.

Ringul­reið við flug­völlinn í Kabúl þar sem minnst tuttugu hafa látist

Sjö afganskir borgarar létust nýverið í troðningi við alþjóðaflugvöllinn í höfuðborginni Kabúl, að sögn breska hersins. Mikið öngþveiti og örvænting hefur ríkt þar síðustu daga eftir að Talibanar náðu völdum í landinu. Þúsundir keppast við að komast inn á flugvallarsvæðið og yfirgefa landið.

21,6 milljónum króna ríkari

Einn heppinn miðahafi vann 21.552.900 krónur í gær þegar hann hlaut fyrsta vinning í Lottóútdrætti kvöldsins. Miðinn var keyptur í Lottó-appinu en vinningstölur kvöldsins voru 15 21 23 33 40.

Hand­leggs­brotinn eftir að hafa verið laminn með kylfum

Ráðist var á einstakling í miðborg Reykjavíkur og hann laminn með kylfum. Að sögn lögreglu er árásarþoli handleggsbrotinn og var hann fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Árásarmennirnir voru farnir af vettvangi þegar lögregla kom á staðinn og er þeirra leitað.

Slegist um hjálpar­gögn á Haítí

Vika er liðin frá því að öflugur jarðskjálfti skall á Haítí og hækkar tala látinna og slasaðra dag frá degi. Mikil ólga ríkir í landinu og dæmi um að örvæntingarfullir íbúar berjist um þær litlu neyðarbirgðir sem eru til skiptanna.

Hoppaði á þaki bifreiða og olli skemmdum

Einstaklingur var handtekinn skömmu fyrir tvö í nótt eftir að hafa hoppað á þaki tveggja bifreiða í miðbæ Reykjavíkur og valdið skemmdum. Einstaklingurinn er sagður hafa verið í annarlegu ástandi og var hann vistaður í fangaklefa.

Sjá meira