Veðurgæðunum ekki skipt jafnt Í dag er spáð suðlægri eða breytilegri átt og þremur til tíu metrum á sekúndu. Súld eða dálítil rigning með köflum öðru hverju sunnan- og vestantil, en yfirleitt þurrt og bjart norðaustan- og austanlands. Hiti tíu til tuttugu stig, hlýjast norðaustanlands. 22.8.2021 09:19
Ringulreið við flugvöllinn í Kabúl þar sem minnst tuttugu hafa látist Sjö afganskir borgarar létust nýverið í troðningi við alþjóðaflugvöllinn í höfuðborginni Kabúl, að sögn breska hersins. Mikið öngþveiti og örvænting hefur ríkt þar síðustu daga eftir að Talibanar náðu völdum í landinu. Þúsundir keppast við að komast inn á flugvallarsvæðið og yfirgefa landið. 22.8.2021 08:55
21,6 milljónum króna ríkari Einn heppinn miðahafi vann 21.552.900 krónur í gær þegar hann hlaut fyrsta vinning í Lottóútdrætti kvöldsins. Miðinn var keyptur í Lottó-appinu en vinningstölur kvöldsins voru 15 21 23 33 40. 22.8.2021 07:43
Handleggsbrotinn eftir að hafa verið laminn með kylfum Ráðist var á einstakling í miðborg Reykjavíkur og hann laminn með kylfum. Að sögn lögreglu er árásarþoli handleggsbrotinn og var hann fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Árásarmennirnir voru farnir af vettvangi þegar lögregla kom á staðinn og er þeirra leitað. 22.8.2021 07:29
Vilja að farið verði varlega í fulla bólusetningu á börnum Tveir hjartalæknar leggja til að varlega verði farið í fulla bólusetningu hjá börnum. Þeir skora á sóttvarnayfirvöld að gefa ekki fleiri skammta af bóluefnum en nauðsynlegt er með tilliti til ávinnings og áhættu. 21.8.2021 15:37
Nemendur Fossvogsskóla byrja í húsnæði Hjálpræðishersins á mánudag Yfirgnæfandi meirihluti foreldra og kennara sem tóku þátt í könnun borgarinnar um fyrirkomulag skólahalds í Fossvogsskóla vill að skólastarfið fari fram í húsnæði Hjálpræðishersins. 21.8.2021 14:44
Birtir nýjar leiðbeiningar: Gerir ráð fyrir að færri nemendur þurfi að sæta sóttkví Sóttvarnalæknir hefur endurskoðað leiðbeiningar um sóttkví á öllum skólastigum og í frístundastarfi og félagsmiðstöðvum. Með breytingunum má gera ráð fyrir að færri þurfi að sæta sóttkví ef smit kemur upp. 21.8.2021 14:30
Slegist um hjálpargögn á Haítí Vika er liðin frá því að öflugur jarðskjálfti skall á Haítí og hækkar tala látinna og slasaðra dag frá degi. Mikil ólga ríkir í landinu og dæmi um að örvæntingarfullir íbúar berjist um þær litlu neyðarbirgðir sem eru til skiptanna. 21.8.2021 12:08
Hoppaði á þaki bifreiða og olli skemmdum Einstaklingur var handtekinn skömmu fyrir tvö í nótt eftir að hafa hoppað á þaki tveggja bifreiða í miðbæ Reykjavíkur og valdið skemmdum. Einstaklingurinn er sagður hafa verið í annarlegu ástandi og var hann vistaður í fangaklefa. 21.8.2021 08:41
Tveir menn veittust að leigubílstjóra Tveir menn er sagðir hafa veist að leigubílstjóra í Reykjavík á ellefta tímanum í gærkvöldi eftir að hann neitaði þeim um far. 21.8.2021 08:30