Ætla að rannsaka áhrif Covid-19 bóluefna á tíðahring kvenna Til stendur að hefja rannsókn á áhrifum bóluefna gegn Covid-19 á tíðahring kvenna hér á landi. Rannsóknin verður unnin undir forystu Lyfjastofnunar og í samvinnu við landlækni og sóttvarnalækni. 30.7.2021 12:27
Tvöfalt fleiri hótelgistinætur en í fyrra Greiddum gistinóttum á öllum tegundum gististaða fjölgaði um 64 prósent í júní síðastliðnum samanborið við sama mánuð í fyrra. Þar af fjölgaði gistinóttum á hótelum um 108 prósent milli ára, um 62 prósent á gistiheimilum og um 37 prósent á öðrum tegundum skráðra gististaða á borð við tjaldsvæði og orlofshús. 30.7.2021 10:12
Bára ætlar í framboð fyrir Sósíalistaflokkinn Bára Halldórsdóttir, aðgerðarsinni og uppljóstrari, hyggst gefa kost á sér á lista Sósíalistaflokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Bára vakti mikla athygli árið 2018 þegar hún steig fram sem uppljóstrarinn á Klausturbar þar sem hún tók upp afdrifaríkar samræður þingmanna. 30.7.2021 08:40
Vilhjálmur hættur með mál Ingós Veðurguðs Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður fer ekki lengur með mál Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns. 30.7.2021 07:33
580 milljóna króna viðsnúningur hjá Valitor Hagnaður greiðslumiðlunarfyrirtækisins Valitor nam 19,9 milljónum króna á fyrri helmingi ársins 2021. Um er að ræða tæplega 580 milljóna króna viðsnúning milli ára en félagið skilaði 560 milljóna króna tapi á sama tíma í fyrra. 29.7.2021 13:56
Tíu á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu Tíu sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19, þar af tveir á gjörgæsludeild. Þrír hafa verið lagðir inn frá því snemma í gær og fjölgaði um einn á gjörgæslu. 29.7.2021 11:09
Minnst 118 greindust innanlands Í gær greindust minnst 118 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 34 óbólusettir og fjórir hálfbólusettir. 67 eða rúmur helmingur var utan sóttkvíar við greiningu. 29.7.2021 10:43
Óska eftir fólki án heilbrigðismenntunar vegna álags í sýnatöku Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar nú eftir liðsinni fólks sem getur aðstoðað við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli og á Suðurlandsbraut. Ekki er gerð krafa um menntun á sviði heilbrigðisvísinda. 29.7.2021 10:14
Enginn jarðskjálfti að stærð 5,0 í morgun Athygli vakti að jarðskjálfti að stærð 5,0 var skráður á vef Veðurstofunnar norðaustur af Flatey klukkan 6:25 í morgun. Ekki var um raunverulegan skjálfta að ræða heldur námu jarðskjálftanemar bylgjur frá öflugum skjálfta sem mældist í Alaska um tíu mínútum fyrr. 29.7.2021 08:50
Flóðbylgjuviðvörun í gildi eftir að jarðskjálfti að stærð 8,2 skók Alaska Jarðskjálfti að stærð 8,2 mældist við strendur Alaska í morgun, samkvæmt tölum frá bandarísku jarðvísindastofnuninni. Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út fyrir hluta ríkisins. 29.7.2021 07:19