Fjóla Hrund hafði betur gegn Þorsteini í oddvitakjörinu Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins, bar sigur úr býtum í ráðgefandi oddvitakjöri flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og skákaði þar með Þorsteini Sæmundssyni, þingmanni flokksins. 24.7.2021 17:50
Vill að kennarar fái forgang þegar byrjað verður að gefa aukaskammta Stjórnendur grunnskóla fylgjast vel með þróun kórónuveirufaraldursins þessa dagana og óttast sumir að sóttvarnatakmakmarkanir muni varpa skugga á komandi skólavetur. 23.7.2021 15:10
Lokuðu eftir að smit greindist hjá starfsmanni Húsgagnaversluninni Módern var lokað í dag eftir að kórónuveirusmit greindist hjá einum starfsmanni verslunarinnar. Verða allir starfsmenn fyrirtækisins sem hafa ekki verið í sumarfríi síðustu vikuna sendir í skimun vegna þessa. 23.7.2021 14:51
Bein útsending: Ríkisstjórnin fundar um minnisblað Þórólfs á Egilsstöðum Boðað hefur verið til ríkisstjórnarfundar á Egilsstöðum klukkan 16 í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er reiknað með að fundurinn standi til um klukkan 18 og að ráðherrar kynni ákvörðun um aðgerðir að honum loknum. 23.7.2021 14:05
Endurvekja bakvarðasveitina í ljósi fjölgunar smita Ákveðið hefur verið endurvekja bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar vegna fjölgunar greindra smita af Covid-19 undanfarna daga. 23.7.2021 12:16
Foreldrar í uppnámi eftir að ógnandi hópur kastaði eggjum í þátttakendur ReyCup Mikil ókyrrð ríkir meðal keppenda og foreldra á fótboltamótinu ReyCup eftir að hópur ungmenna kastaði eggjum í keppendur á aldrinum 13 til 16 ára. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu. 23.7.2021 11:18
Boða til ríkisstjórnarfundar vegna minnisblaðs Þórólfs klukkan 16 Boðað hefur verið til ríkisstjórnarfundar á Egilsstöðum klukkan 16 í dag. Á fundinum verður rætt um minnisblað sóttvarnalæknis sem hann sendi heilbrigðisráðherra í gær. 23.7.2021 10:56
Verðbólga mælist 4,3 prósent Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,3% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 3,4%. Ársverðbólga mælist því 4,3% í júlí og stendur í stað milli mánaða. Verðbólga mældist 4,4% í maí og 4,6% í apríl en þá hafði hún ekki verið hærri í átta ár. 23.7.2021 09:48
Skólastarf verður í Fossvogi í vetur Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir að kennsla fyrir fyrsta til fjórða bekk Fossvogsskóla muni fara fram í Fossvogi næsta skólavetur. Á sama tíma munu börn í fimmta til sjötta bekk stunda nám í Korpuskóla. 22.7.2021 16:35
Annar stór dagur í sýnatöku Stór dagur hefur verið í Covid-sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag og stefnir í að hann verði sambærilegur gærdeginum þegar tekin voru sýni hjá um þrjú þúsund einstaklingum. Hefur fjöldinn ekki verið meiri frá því um miðjan apríl. 22.7.2021 15:52