Tekjur Íslendinga: Lítil hreyfing á lista fjölmiðlafólks þar sem RÚVarar mega vel við una Eiður Þór Árnason skrifar 19. ágúst 2021 07:00 Kunnugleg andlit prýða listann nú líkt og síðustu ár. Samsett Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, var tekjuhæsti fjölmiðlamaður landsins á síðasta ári samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar með 5,47 milljónir króna á mánuði að jafnaði. Hluti þeirra tekna eru eftirlaun frá tíma hans sem ráðherra, þingmaður og seðlabankastjóri. Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, fylgir á eftir Davíð með 3,87 milljónir króna í útsvarsskyldar tekjur. Starfsmenn Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, mbl.is og K100, eru fyrirferðamiklir í efstu sætum listans en í því þriðja og fjórða koma Haraldur Johannessen, annar ritstjóri Morgunblaðsins og framkvæmdastjóri Árvakurs, með 3,24 milljónir og Logi Bergmann Eiðsson, þáttastjórnandi á K100 og Sjónvarpi Símans, með 2,45 milljónir á mánuði. Næstur er Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla Sýnar sem rekur meðal annars Stöð 2 og Vísi, með 2,17 milljónir en fast á hæla hans kemur Bogi Ágústsson, fréttamaður á RÚV, með 1,91 milljón króna á mánuði. Lítil hreyfing hefur verið á toppi listans en í síðasta Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út árið 2019 fylltu sömu fjölmiðlamenn efstu fjögur sætin. Líkt og þá eru karlmenn nú mun fyrirferðameiri í fyrri hluta listans. Tólf með yfir milljón í Efstaleiti Athygli vekur að tólf starfsmenn RÚV eru með yfir milljón á mánuði samkvæmt Tekjublaðinu en á eftir Boga kemur Broddi Broddason, varafréttastjóri RÚV, með 1,43 milljónir króna. Þá var Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri með 1,39 milljónir í mánaðartekjur í fyrra og Egill Helgason dagskrárgerðarmaður með 1,26 milljónir. Sigmar Guðmundsson, fyrrverandi dagskrárgerðarmaður, Baldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóri nýmiðla og Rásar 2, Gísli Marteinn Baldursson dagskrárgerðarmaður, Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður og formaður Blaðamannafélags Íslands, Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fréttamaður, Sigríður Hagalín Björnsdóttir varafréttastjóri og Anna Lilja Þórisdóttir fréttamaður voru með á bilinu 1,05 til 1,25 milljónir í áætlaðar mánaðartekjur í fyrra. Tekjuhæsta fjölmiðlafólkið í Tekjublaði Frjálsrar verslunar Davíð Oddsson, ritstj. Morgunblaðsins – 5.469 þúsund Björn Ingi Hrafnsson, ritstj. Viljans – 3.868 þúsund Haraldur Johannessen, framkvæmdastj. Árvakurs - 3.238 þúsund Logi Bergmann Eiðsson – fréttamaður hjá Árvakri – 2.446 þúsund Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastj. miðla Sýnar – 2.172 þúsund Bogi Ágústsson, fréttamaður á RÚV – 1.914 þúsund Jóhanna Helga Viðarsdóttir, fyrrv. framkvæmdastj. Torgs – 1.836 þúsund Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður - 1.714 þúsund Sölvi Tryggvason, fjölmiðlamaður – 1.503 þúsund Kristjón Kormákur Guðjónsson, fyrrv. vefritstj. Fréttablaðsins – 1.474 þúsund Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í gær en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2020 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2019 sem var greiddur árið 2020. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Fjölmiðlar Tekjur Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Tekjur Íslendinga: Onlyfans-stjarna er tekjuhæsti áhrifavaldurinn Samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar Verslunar sem kom út í dag þénaði Klara Sif Magnúsdóttir rúmlega eina milljón króna á mánuði árið 2020. Helsta tekjulind Klöru Sifjar er vefsíðan Onlyfans, en hún selur áskrifendum sínum aðgang að erótísku efni í gegnum síðuna. 18. ágúst 2021 12:01 Tekjur Íslendinga: Tekjur forstjóra allt að 36 milljónir króna á mánuði Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels og Árni Harðarson, forstjóri Salt Investments raða sér í efstu sæti á lista Frjálsrar verslunar yfir tekjuhæstu forstjóra fyrirtækja í fyrra. Sá fyrrnefndi var að jafnaði með 35,94 milljónir króna í útsvarsskyldar tekjur á mánuði og nafni hans með góða 26,31 milljón í mánaðartekjur. 18. ágúst 2021 11:55 Tekjur Íslendinga: Tekjuhæsti listamaður landsins er klippari Elísabet Ólafía Ronaldsdóttir klippari var með rúmlega sex milljónir króna í mánaðartekjur árið 2020 samkvæmt tekjublaði Frjálsar Verslunar sem kom út í dag. 18. ágúst 2021 11:30 Tekjur Íslendinga: Guðni Th. tekjuhæsti stjórnmálamaðurinn Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er tekjuhæsti stjórnmálamaður landsins í tekjublaði Frjálsrar verslunar með 2,80 milljónir króna í mánaðarlaun. 18. ágúst 2021 11:02 Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, fylgir á eftir Davíð með 3,87 milljónir króna í útsvarsskyldar tekjur. Starfsmenn Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, mbl.is og K100, eru fyrirferðamiklir í efstu sætum listans en í því þriðja og fjórða koma Haraldur Johannessen, annar ritstjóri Morgunblaðsins og framkvæmdastjóri Árvakurs, með 3,24 milljónir og Logi Bergmann Eiðsson, þáttastjórnandi á K100 og Sjónvarpi Símans, með 2,45 milljónir á mánuði. Næstur er Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla Sýnar sem rekur meðal annars Stöð 2 og Vísi, með 2,17 milljónir en fast á hæla hans kemur Bogi Ágústsson, fréttamaður á RÚV, með 1,91 milljón króna á mánuði. Lítil hreyfing hefur verið á toppi listans en í síðasta Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út árið 2019 fylltu sömu fjölmiðlamenn efstu fjögur sætin. Líkt og þá eru karlmenn nú mun fyrirferðameiri í fyrri hluta listans. Tólf með yfir milljón í Efstaleiti Athygli vekur að tólf starfsmenn RÚV eru með yfir milljón á mánuði samkvæmt Tekjublaðinu en á eftir Boga kemur Broddi Broddason, varafréttastjóri RÚV, með 1,43 milljónir króna. Þá var Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri með 1,39 milljónir í mánaðartekjur í fyrra og Egill Helgason dagskrárgerðarmaður með 1,26 milljónir. Sigmar Guðmundsson, fyrrverandi dagskrárgerðarmaður, Baldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóri nýmiðla og Rásar 2, Gísli Marteinn Baldursson dagskrárgerðarmaður, Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður og formaður Blaðamannafélags Íslands, Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fréttamaður, Sigríður Hagalín Björnsdóttir varafréttastjóri og Anna Lilja Þórisdóttir fréttamaður voru með á bilinu 1,05 til 1,25 milljónir í áætlaðar mánaðartekjur í fyrra. Tekjuhæsta fjölmiðlafólkið í Tekjublaði Frjálsrar verslunar Davíð Oddsson, ritstj. Morgunblaðsins – 5.469 þúsund Björn Ingi Hrafnsson, ritstj. Viljans – 3.868 þúsund Haraldur Johannessen, framkvæmdastj. Árvakurs - 3.238 þúsund Logi Bergmann Eiðsson – fréttamaður hjá Árvakri – 2.446 þúsund Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastj. miðla Sýnar – 2.172 þúsund Bogi Ágústsson, fréttamaður á RÚV – 1.914 þúsund Jóhanna Helga Viðarsdóttir, fyrrv. framkvæmdastj. Torgs – 1.836 þúsund Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður - 1.714 þúsund Sölvi Tryggvason, fjölmiðlamaður – 1.503 þúsund Kristjón Kormákur Guðjónsson, fyrrv. vefritstj. Fréttablaðsins – 1.474 þúsund Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í gær en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2020 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2019 sem var greiddur árið 2020. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði.
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í gær en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2020 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2019 sem var greiddur árið 2020. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði.
Fjölmiðlar Tekjur Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Tekjur Íslendinga: Onlyfans-stjarna er tekjuhæsti áhrifavaldurinn Samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar Verslunar sem kom út í dag þénaði Klara Sif Magnúsdóttir rúmlega eina milljón króna á mánuði árið 2020. Helsta tekjulind Klöru Sifjar er vefsíðan Onlyfans, en hún selur áskrifendum sínum aðgang að erótísku efni í gegnum síðuna. 18. ágúst 2021 12:01 Tekjur Íslendinga: Tekjur forstjóra allt að 36 milljónir króna á mánuði Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels og Árni Harðarson, forstjóri Salt Investments raða sér í efstu sæti á lista Frjálsrar verslunar yfir tekjuhæstu forstjóra fyrirtækja í fyrra. Sá fyrrnefndi var að jafnaði með 35,94 milljónir króna í útsvarsskyldar tekjur á mánuði og nafni hans með góða 26,31 milljón í mánaðartekjur. 18. ágúst 2021 11:55 Tekjur Íslendinga: Tekjuhæsti listamaður landsins er klippari Elísabet Ólafía Ronaldsdóttir klippari var með rúmlega sex milljónir króna í mánaðartekjur árið 2020 samkvæmt tekjublaði Frjálsar Verslunar sem kom út í dag. 18. ágúst 2021 11:30 Tekjur Íslendinga: Guðni Th. tekjuhæsti stjórnmálamaðurinn Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er tekjuhæsti stjórnmálamaður landsins í tekjublaði Frjálsrar verslunar með 2,80 milljónir króna í mánaðarlaun. 18. ágúst 2021 11:02 Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira
Tekjur Íslendinga: Onlyfans-stjarna er tekjuhæsti áhrifavaldurinn Samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar Verslunar sem kom út í dag þénaði Klara Sif Magnúsdóttir rúmlega eina milljón króna á mánuði árið 2020. Helsta tekjulind Klöru Sifjar er vefsíðan Onlyfans, en hún selur áskrifendum sínum aðgang að erótísku efni í gegnum síðuna. 18. ágúst 2021 12:01
Tekjur Íslendinga: Tekjur forstjóra allt að 36 milljónir króna á mánuði Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels og Árni Harðarson, forstjóri Salt Investments raða sér í efstu sæti á lista Frjálsrar verslunar yfir tekjuhæstu forstjóra fyrirtækja í fyrra. Sá fyrrnefndi var að jafnaði með 35,94 milljónir króna í útsvarsskyldar tekjur á mánuði og nafni hans með góða 26,31 milljón í mánaðartekjur. 18. ágúst 2021 11:55
Tekjur Íslendinga: Tekjuhæsti listamaður landsins er klippari Elísabet Ólafía Ronaldsdóttir klippari var með rúmlega sex milljónir króna í mánaðartekjur árið 2020 samkvæmt tekjublaði Frjálsar Verslunar sem kom út í dag. 18. ágúst 2021 11:30
Tekjur Íslendinga: Guðni Th. tekjuhæsti stjórnmálamaðurinn Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er tekjuhæsti stjórnmálamaður landsins í tekjublaði Frjálsrar verslunar með 2,80 milljónir króna í mánaðarlaun. 18. ágúst 2021 11:02