Öryggi fólks hljóti alltaf að verða hærra sett heldur en trjáa Legið hefur fyrir í nokkra áratugi að tré í Öskjuhlíðinni myndu trufla flugöryggi þegar þau næðu ákveðinni hæð, að sögn innviðaráðherra. Isavia hefur gert þá kröfu að tvö þúsund og níu hundruð tré í Öskjuhlíð verði felld. Um er að ræða elstu og hæstu trén sem standa á suðvesturhluta hlíðarinnar. 27.8.2023 20:59
Eftirlýstur læsti sig inni í kjallara Háskóla Íslands Lögreglan hafði í dag afskipti af einstaklingi sem var búinn að læsa sig inni í kjallara í húsnæði Háskóla Íslands. Þegar lögregla kom á staðinn var ljóst að búið var að lýsa eftir honum og einstaklingurinn því handtekinn á staðnum. 27.8.2023 18:57
Lögregla kölluð til vegna mannlausrar bifreiðar sem olli miklu öngþveiti Mikið umferðaröngþveiti myndaðist vegna mannlausrar bifreiðar sem var skilin eftir á miðri Reykjanesbraut nærri Mjóddinni. Lögregla var kölluð til á staðinn og var bifreiðin að endingu fjarlægð af vettvangi með kranabíl. 27.8.2023 18:15
Fimm hjá hinu opinbera með hærri tekjur en forsetinn Forstjóri Landspítala raðar sér efst á lista yfir tekjuhæstu embættismenn, forstjóra og starfsmenn hins opinbera. Runólfur Pálsson var með 4,5 milljónir króna á mánuði að jafnaði í tekjur á síðasta ári, miðað við greitt útsvar en næstur er Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar með 4,1 milljón króna á mánuði. 19.8.2023 22:07
Samkeppniseftirlitið kannar hvort bankarnir leggi stein í götu Indó Samkeppniseftirlitið kannar hvort hertar reglur viðskiptabankanna um gjaldeyrisviðskipti feli í sér samkeppnishömlur gagnvart sparisjóðnum Indó sem er nýr aðili á markaði. Samkvæmt reglunum þurfa einstaklingar sem vilja skipta gjaldeyri að vera í viðskiptum við bankanna og hafa svarað áreiðanleikakönnun. 19.8.2023 16:01
Lögreglan rannsakar átökin við Vínbúðina Lögregla rannsakar nú slagsmál sem brutust út á bílastæðinu við Vínbúðina á Dalvegi í gærkvöld og hyggst taka skýrslur af tveimur einstaklingum sem voru handteknir í tengslum við málið. 19.8.2023 15:52
Hælisleitendur ekki fengið pláss í Konukoti Heimilislausar konur á flótta hafa leitað í Konukot í vikunni en ekki getað fengið þar inn. Forstöðukona segir húsið þéttsetið og ástandið oft erfitt. Hún segir skjólstæðinga þeirra sakna þess mjög að hafa aðgang að neyslurými. 19.8.2023 14:00
Fyrsta skipti í seinni tíð sem stjórnvöld hendi fólki meðvitað á götuna Áfram ríkir óvissa um það hver eigi að aðstoða flóttafólk sem hefur verið svipt þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Ráðherrar funduðu með fulltrúum sveitarfélaganna um stöðuna í gær en engin niðurstaða fékkst í málið. 19.8.2023 10:27
Óskar og Helgi Björns bera sig vel Óskar Magnússon, rithöfundur og bóndi var tekjuhæsti listamaður landsins á síðasta ári með 5,5 milljónir króna að jafnaði á mánuði, samkvæmt álagningarskrá Skattsins. Þá heldur Helgi Björnsson tónlistarmaður áfram að gera það gott og var að jafnaði með fjórar milljónir króna á mánuði, miðað við greitt útsvar. 18.8.2023 18:00
Guðni Th. og Jón Gunnarsson tekjuhæstu stjórnmálamennirnir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands var tekjuhæsti stjórnmálamaður landsins árið 2022. Næst á eftir koma Jón Gunnarsson, alþingismaður og þáverandi dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 18.8.2023 15:45