109 tilkynningar borist vegna gruns um aukaverkun Alls hafa 109 tilkynningar borist Lyfjastofnun vegna gruns um aukaverkun í kjölfar bólusetningar við Covid-19. Þar af eru 75 vegna bóluefnis Pfizer/BioNTech og 34 vegna Moderna. Níu tilkynningar eru metnar alvarlegar, ein í tengslum við bóluefni Moderna. Búið er að bólusetja 5.725 einstaklinga hér á landi með fyrri skammti. 21.1.2021 20:41
Vanskil aldrei verið minni þrátt fyrir efnahagsáfall Vanskil einstaklinga og fyrirtækja hafa aldrei verið minni en á árinu 2020 samkvæmt tölum úr vanskilaskrá Creditinfo. Telur fyrirtækið líklegt að greiðslufrestir frá lánastofnunum og fyrirtækjum sem veittir voru vegna áhrifa heimsfaraldurs COVID-19 eigi stóran þátt í þessari þróun. 21.1.2021 18:32
Gjörólíkir persónuleikar Bidens og Trumps eigi eftir að hafa áhrif á stefnuna Albert Jónsson, alþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi sendiherra, segir viðbúið að margt muni breytast hvað varðar bandaríska utanríkisstefnu nú eftir að Joe Biden og hans stjórn hefur tekið við völdum í Bandaríkjunum að lokinni embættistíð Donalds Trump. Samkeppni Bandaríkjanna og Kína muni þó áfram vega þungt í bandarískri utanríkisstefnu. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, tekur undir þetta og sér fram á breytta stefnu í málefnum Norðurslóða og samskiptum við bandamenn í Evrópu. 21.1.2021 00:29
„Af hverju í ósköpunum þurfum við að láta leggja grasblett og berjarunna?“ Guðmundur Heiðar Helgason, markaðsstjóri Strætó og íbúi í Vogabyggð, furðar sig á vinnubrögðum Reykjavíkurborgar og segir ósveigjanleika hennar leiða til sóunar á tíma og peningum. 20.1.2021 23:16
Gáfust upp á biðinni eftir ferðamönnum Veitingastaðnum Eldsmiðjunni á Bragagötu í Reykjavík hefur verið lokað fyrir fullt og allt. Lauk þar með sögu eins elsta pítsustaðar landsins. Á síðasta ári fækkaði stöðum Eldsmiðjunnar úr fjórum í einn. 20.1.2021 21:10
Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. 20.1.2021 18:55
ESA tekur fyrsta skrefið í samningsbrotamáli gegn Íslandi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tók í dag fyrsta skrefið í meðferð samningsbrotamáls gegn Íslandi þegar formleg áminning var send stjórnvöldum með athugasemdum við lagaumhverfi leigubifreiðaksturs hér á landi. 20.1.2021 17:39
World Class hækkar verð í annað sinn á hálfu ári World Class hækkaði nýverið verðskrá sína og greiða viðskiptavinir í áskrift nú 8.260 krónur á mánuði fyrir að fá að heimsækja stöðvar fyrirtækisins, í stað 7.870 króna áður. 19.1.2021 23:38
Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á Norðurlandi Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á Norðurlandi. Nokkur snjóflóð hafa fallið í dag utan þéttbýlis og hefur Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarvegi verið lokað. 19.1.2021 21:56
Langþráðar rafrænar þinglýsingar verði að veruleika á þessu ári Rafrænar þinglýsingar verða að veruleika á þessu ári, að sögn Andra Heiðars Kristinssonar, stafræns leiðtoga fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þetta kom fram í máli hans á fundi sem Samtök fjármálafyrirtækja stóðu meðal annars fyrir í dag en Andri leiðir verkefnið Stafrænt Ísland. 19.1.2021 21:17
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent