Farþega Condor-vélarinnar leið eins og íslensk stjórnvöld hafi tekið hann í gíslingu Farþegi um borð í flugvél sem lent var óvænt á Keflavíkurflugvelli á mánudag vegna sprengjuhótunar segist í fyrstu ekki hafa fengið neinar skýringar frá lögreglunni og liðið eins og hann hafi verið tekinn til fanga. 27.7.2022 16:21
Mcdonald's hækkar verð á ostborgara í fyrsta sinn í fjórtán ár Skyndibitakeðjan McDonald's hefur hækkað verð á ostborgurum sínum í Bretlandi og Írlandi í fyrsta sinn í meira en fjórtán ár til að bregðast við kostnaðarhækkunum. Verðbólga mælist nú 9,4 prósent í Bretlandi og hefur ekki verið meiri í yfir 40 ár. 27.7.2022 15:06
Búin að tilkynna skemmdarverkin á hinsegin fánanum til lögreglu Grafarvogskirkja hefur tilkynnt skemmdarverk sem gerð voru á hinsegin fána fyrir framan kirkjuna til lögreglu. Krotað hefur verið í tvígang yfir regnbogann á seinustu dögum sem er ætlað að vera til marks um samstöðu með réttindabaráttu hinsegin fólks. 27.7.2022 12:18
Óljóst hvort brúin við Jökulsá standi af sér vatnsflauminn Búast má við miklum vatnavöxtum á sunnanverðu landinu í dag vegna mikillar rigningar og er óljóst hvort bráðabirgðabrú við Jökulsá á Sólheimasandi standi af sér vatnsflauminn. 27.7.2022 10:11
Vill prófa að breyta klukkunni í Vestmannaeyjum Reglulega hefur komið til umræðu að seinka klukkunni á Íslandi um eina klukkustund til að færa hana nær sólartíma og samræma betur líkamsklukku Íslendinga. 26.7.2022 16:11
Átök Rússlands og vesturveldanna ná út í geim Rússar hyggjast slíta sig frá samstarfinu um Alþjóðlegu geimstöðina árið 2024 og byggja upp sína eigin geimstöð. Yuri Borisov, nýr yfirmaður rússnesku geimferðastofnunarinnar Roskosmos, segir Rússar ætla að efna allar skuldbindingar sínar fram að því en þeir hafa átt í samstarfi við Bandaríkin og fleiri ríki um rekstur Alþjóðlegu geimstöðvarinnar frá árinu 1998. 26.7.2022 16:08
Útskriftarnemar höfðu betur gegn Tripical Ferðaskrifstofunni Tripical Travel var óheimilt að hækka verð pakkaferða útskriftarnema til Krítar með vísan til breytinga á eldsneytisverði. Þetta er niðurstaða Neytendastofu sem hefur borist fjöldi kvartana vegna ferðarinnar. 26.7.2022 14:04
Skortur á Parkódín forte Verkjalyfið Parkódín forte 500 mg/30 mg er ófáanlegt hjá heildsala í tuttugu, þrjátíu, fjörutíu og hundrað stykkja pakkningum þar sem sendingar af lyfinu hafa ekki borist til landsins. Erfiðara hefur því reynst fyrir fólk að nálgast verkjalyfið í apótekum. 26.7.2022 12:04
Reglulegir lúrar tengdir við aukna hættu á heilablóðfalli og háum blóðþrýstingi Fólk sem fær sér oft lúr er líklegra til þess að þróa með sér háan blóðþrýsting og fá heilablóðfall, ef marka má niðurstöður nýrrar umfangsmikillar rannsóknar. Aðstandendur hennar segja niðurstöðurnar undirstrika mikilvægi þess að horfa til svefns þegar kemur að því að leggja mat á áhættuna. 25.7.2022 20:25
Minnst einn látinn í röð skotárása í Kanada Skotið var á nokkurn fjölda einstaklinga í röð skotárása í borginni Langley í Bresku-Kólumbíu í morgun að sögn kanadísku lögreglunnar. Minnst einn lést í árásunum og hefur karlmaður verið handtekinn grunaður um aðild að þeim. Langley er staðsett rétt utan við Vancouver, um 40 kílómetra suðaustur af borginni. 25.7.2022 15:21