25 hjúkrunarfræðingar hætt eða sagt upp störfum á bráðamóttöku Alls hafa 25 hjúkrunarfræðingar hætt störfum eða sagt upp á bráðamóttöku Landspítalans á þessu ári. Þar af hafa þrettán þegar hætt störfum og nokkrir lækkað starfshlutfall sitt en tólf til viðbótar hafa sagt upp á allra síðustu vikum. 18.6.2022 07:28
Varla útskrifaður þegar hausaveiðari frá Apple hafði samband Þrír dagar liðu frá því að Edvard Dagur Edvardsson útskrifaðist sem hönnuður frá listaháskóla í San Francisco í Bandaríkjunum þar til að starfsmaður tæknirisans Apple hafði samband og bauð honum að starfa hjá fyrirtækinu. 18.6.2022 07:00
Icelandair hyggst bæta við sig fjórum Boeing 737 MAX þotum Icelandair hefur undirritað viljayfirlýsingu um kaup á fjórum Boeing 737 MAX flugvélum. Vélarnar eru framleiddar árið 2018 og gert er ráð fyrir að þær verði afhentar haustið 2022. Með þessari viðbót verður félagið með átján 737 MAX vélar í rekstri. 16.6.2022 17:20
Alvarlegt umferðarslys austur af Vík Alvarlegt umferðarslys varð á Þjóðvegi 1 við Kúðafljót austur af Vík um klukkan 15:50 í dag þar sem bifreiðar úr gagnstæðum áttum rákust saman. 16.6.2022 17:09
Bensínverð ekki náð methæðum að raunvirði og geti enn hækkað Þrátt fyrir að bensínverð hafi aldrei verið hærra í krónum talið í kjölfar umtalsverðra hækkana er enn nokkuð í að bensínverð nái hæstu hæðum á Íslandi. 16.6.2022 16:10
Áslaug Thelma hafði betur gegn Orku náttúrunnar í Landsrétti Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar (ON), gegn fyrirtækinu. ON hyggst una niðurstöðunni og ætlar ekki að áfrýja. 16.6.2022 14:58
Hækkað vexti íbúðalána þrisvar á einum mánuði Landsbankinn hækkaði í dag fasta vexti á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum í þriðja sinn á einum mánuði. Einnig voru fastir vextir á nýjum verðtryggðum íbúðalánum hækkaðir í fyrsta sinn frá því í mars. 16.6.2022 13:20
ÁTVR setur bindindisfólk út í kuldann Vínbúðin hefur hætt sölu á óáfengu víni og hyggst ekki bjóða upp á neina áfengislausa kosti í náinni framtíð. Aðstoðarforstjóri ÁTVR segir það ekki hlutverk þess að vera í samkeppni við matvöruverslanir um sölu á þessum tegundum drykkja. 16.6.2022 10:57
Spá 0,75 prósenta hækkun stýrivaxta Bæði hagfræðideild Landsbankans og Greining Íslandsbanka spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 0,75 prósentustig í næstu viku. Gangi spárnar eftir fara meginvextir bankans úr 3,75 í 4,5 prósent. 16.6.2022 09:22
350 króna múrinn fallinn Bensínlítrinn er nú víða kominn yfir 350 krónur í kjölfar umtalsverðra hækkana seinustu misseri. Samkvæmt gögnum frá Gasvaktinni reið Orkan á vaðið á mánudag og hækkaði verð á flestum stöðvum sínum um 11,5 krónur úr 343,4 krónum í 354,9 krónur á lítrann. 15.6.2022 17:24