Mikið verk fyrir höndum við uppbyggingu og lagfæringu Hreinsun rústa og björgun muna við Slippinn á Seyðisfirði er komin vel áleiðis eftir tjónið sem þar varð í aurskriðunum sem féllu á Seyðisfirði fyrr í vetur. Mikið verk er enn fyrir höndum við uppbyggingu og lagfæringu þrátt fyrir að nú sjái fyrir endann á hreinsunarstarfi. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Lögreglunnar á Austurlandi. 4.3.2021 17:47
Konan sem lýst var eftir komin í leitirnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir sjötugri konu sem síðast sást til í nágrenni við heimili sitt við Fjarðarás í Árbænum um hádegisbil í dag. 4.3.2021 16:29
Enn mælast snarpir skjálftar þótt ekki sé búist við gosi á næstu klukkustundum Enn er mikil skjáftavirkni á Reykjanesskaganum en ekki er þó byrjað að gjósa. Nýjustu gögn gefa ekki vísbendingar um að eldgos á Reykjanesskaga sé yfirvofandi á næstu klukkustundum. Ennþá eru þó merki um að kvikugangur sé að myndast á svæðinu á milli Fagradalsfjalls og Keilis. 4.3.2021 06:34
„Það er bara stöðug skjálftavirkni og óróavirkni áfram“ Sérfræðingar á Veðurstofu Íslands munu standa vaktina í alla nótt, venju samkvæmt, og fylgjast með jarðhræringunum á Reykjanesi. Unnið er á tvöföldum þessa dagana en staðan nú um miðnætti var óbreitt frá því fyrr í kvöld; Enn eru merki um óróa þótt nokkuð hafi dregið úr frá því síðdegis, en jarðskjálftavirkni er enn mikil. 4.3.2021 00:35
Mannauðsteymi konungshallarinnar rannsakar meint einelti Meghan gegn starfsfólki Embætti bresku konungsfjölskyldunnar í Buckingham höll ætlar að rannsaka ásakanir um að Meghan Merkle hertogainja af Sussex hafi lagt starfsfólk hallarinnar í einelti. Ásakanirnar séu litnar alvarlegum augum og hyggst embættið komast til botns í málinu. 3.3.2021 22:45
Dagurinn í myndum: „Þetta eru mjög spennandi tímar“ Þetta eru spennandi tímar fyrir jarðvísindin og á hverjum degi sem líður í þeim jarðhræringum sem nú standa yfir á Reykjanesi læra vísindamenn eitthvað nýtt. Þetta segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Síðast varð eldgos á svæðinu á þrettándu öld og nú er útlit fyrir að fljótlega kunni aftur að gjósa, þótt margt sé óljóst ennþá. 3.3.2021 22:11
Um sautján hundruð jarðskjálftar mælst frá miðnætti Óróamerki er einn vel greinanalegt á Reykjanesi suður af Keili við Litla Hrút og sést óróinn best á jarðskjálftastöðvum á Reykjanesskaga, þó það hafi heldur minkað eftir klukkan fimm í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvársérfræðingum Veðurstofunnar nú fyrir stundu. 3.3.2021 20:51
Þetta sá Kristján Már úr þyrlunni skammt frá Keili „Við erum svolítið smeykir,“ sagði Kristján Már Unnarsson fréttamaður þegar hann lýsti því sem fyrir augu bar í beinni útsendingu úr þyrlu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Kristján Már var staddur ásamt Arnari Halldórssyni tökumanni auk þyrluflugmanns skammt frá Keili á Reykjanesi, þar sem líklegt þykir að mögulegt eldgos komi til með að eiga upptök sín, ef til þess kemur. 3.3.2021 20:40
Minnir á tíma Kröflueldanna Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir jarðhræringarnar á Reykjanesi minna nokkuð á Kröflueldana á áttunda og níunda áratugnum. Páll var gestur í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann greindi stöðuna. Hann segir það ennþá vera nokkuð á reiki hvað rétt sé að kalla atburðina sem nú eru í gangi. 3.3.2021 19:25
Voru að undirbúa drónaflug yfir skjálftasvæðið þegar þær þurftu að snúa við Vísindakonurnar Ásta Rut Hjartardóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og Ester Hlíðar Jenssen, landmótunarfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, voru staddar á jarðskjálftasvæðinu við Keili síðdegis í dag þegar þeim barst tilkynning um að vart hafi orðið við gosóróa á svæðinu. Þær voru að undirbúa drónaflug yfir svæðið þegar tilkynningin barst og þurftu þá að snúa við. 3.3.2021 18:34