Viðræður halda áfram: „Góðir hlutir koma hægt og rólega“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. desember 2024 11:56 Inga Sæland, Guðmundur Ingi og Áshildur Lóa voru í stuði á kosningavöku Flokks fólksins liðna helgi. Vísir/Vilhelm Stjórnarmyndunarviðræður þriggja flokka halda áfram eftir hádegi dag og er góður taktur sagður í viðræðunum. Þingflokkar Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks fólksins hafa allir fundað um gang viðræðnanna en gefa lítið upp um það hvaða málefni eru helst til umræðu. Þingflokkar Viðreisnar og Samfylkingarinnar funduðu hvor um sig síðdegis í gær þar sem formenn flokkanna upplýstu þingmenn um gang viðræðnanna. Ekki hefur náðst í þingflokksformenn né varaþingflokksformenn flokkanna tveggja í morgun. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði hins vegar í samtali við fréttastofu í morgun að góður taktur sé í viðræðunum og að samtalið gangi vel. Formenn flokkanna muni funda á ótilgreindum stað nú eftir hádegið. Ræða „allan pakkann“ Þá kom þingflokkur Flokks fólksins kom saman til fundar klukkan ellefu í morgun til að ræða stöðu mála. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður flokksins sagðist fyrir fundinn vera bjartsýnn um framhaldið. „Mér heyrist bara takturinn vera góður, ég veit ekki annað og ég er bjartsýnn,“ segir Guðmundur Ingi. Áttu von á að þið munið ræða einhver ákveðin málefni ykkar í milli í þingflokknum? „Við munum ræða þetta allt saman. Ég held að það sé bara ekkert um annað að ræða en að taka allan pakkann og mér lýst bara mjög vel á þetta eins og ég segi. Eins og ég hef alltaf sagt, góðir hlutir koma hægt og rólega.“ Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði í gær að formennirnir þrír hafi þegar rætt ýmis málefni, bæði sameiginlega fleti og sem og ágreiningsefni. Aðspurður vill hann lítið tjá sig um hvað hann telur að helst gæti valdið ágreiningi í viðræðunum. „Nei ég held að það sé ekki tímabært að tala neitt um það. Við bara látum þetta ganga,“ svarar Guðmundur Ingi. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Þingflokkar Viðreisnar og Samfylkingarinnar funduðu hvor um sig síðdegis í gær þar sem formenn flokkanna upplýstu þingmenn um gang viðræðnanna. Ekki hefur náðst í þingflokksformenn né varaþingflokksformenn flokkanna tveggja í morgun. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði hins vegar í samtali við fréttastofu í morgun að góður taktur sé í viðræðunum og að samtalið gangi vel. Formenn flokkanna muni funda á ótilgreindum stað nú eftir hádegið. Ræða „allan pakkann“ Þá kom þingflokkur Flokks fólksins kom saman til fundar klukkan ellefu í morgun til að ræða stöðu mála. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður flokksins sagðist fyrir fundinn vera bjartsýnn um framhaldið. „Mér heyrist bara takturinn vera góður, ég veit ekki annað og ég er bjartsýnn,“ segir Guðmundur Ingi. Áttu von á að þið munið ræða einhver ákveðin málefni ykkar í milli í þingflokknum? „Við munum ræða þetta allt saman. Ég held að það sé bara ekkert um annað að ræða en að taka allan pakkann og mér lýst bara mjög vel á þetta eins og ég segi. Eins og ég hef alltaf sagt, góðir hlutir koma hægt og rólega.“ Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði í gær að formennirnir þrír hafi þegar rætt ýmis málefni, bæði sameiginlega fleti og sem og ágreiningsefni. Aðspurður vill hann lítið tjá sig um hvað hann telur að helst gæti valdið ágreiningi í viðræðunum. „Nei ég held að það sé ekki tímabært að tala neitt um það. Við bara látum þetta ganga,“ svarar Guðmundur Ingi.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira