Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kántrístjarnan Charley Pride lést úr Covid-19

Bandaríski kántrísönvarinn Charley Pride er látinn, 86 ára að aldri, af völdum covid-19. Pride lést í gær en söngvarinn gerði garðinn frægan með tónlist sinni vestanhafs á miklum umrótatímum á sjöunda áratugnum en greint er frá andlátinu á heimasíðu söngvarans.

Snýst um miklu meira en bara áfengi í blóðinu

Myndin fjallar ekki aðeins um að vera með nokkur prómíl í blóðinu heldur um eitthvað miklu meira. Þetta segir danski stórleikarinn Mads Mikkelsen um upplifun sína af því að fara með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Druk í leikstjórn Thomas Vinterberg sem frumsýnd var fyrr á árinu. Mikkelsen hlaut í gær Evrópsku kvikmyndaverðlaunin sem besti leikarinn í aðalhlutverki fyrir leik sinn í myndinni.

„Alvarlegt hvernig farið er með Landspítalann“

Þingmaður Samfylkingarinnar segir alvarlegt að gerð sé aðhaldskrafa á heilbrigðisstofnanir nú á tímum heimsfaraldurs kórónuveiru. Formaður fjárlaganefndar segir að krónutölur þurfi að skoða í stærra samhengi hvað varðar aðhaldskröfur á Landspítalann. Hann vill að því verði hætt að setja almennar aðhaldskröfur og vill að tekin verði upp ný aðferðafræði í staðinn.

Vopnaðir piltar veittust að manni í undirgöngum og höfðu í hótunum

Íbúi í Garðabæ slapp með skrekkinn síðastliðið föstudagskvöld þegar að honum veittust tveir ungir piltar í undirgöngum og hótuðu honum með hnífi og hnúajárni. Maðurinn varaði við piltunum á Facebook-síðu íbúa Garðabæjar. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við fréttastofu að málið sé komið inn á borð lögreglu.

Skólum og verslunum lokað í Þýskalandi

Angela Merkel Þýskalandskanslari boðaði í dag verulega hertar aðgerðir í Þýskalandi vegna covid-19. Meðal annars stendur til að loka verslunum, skólum og barnadaggæslu. Nýjar reglur munu taka gildi frá og með næsta miðvikudegi að því er Deutsche Welle greinir frá.

Dóttir Stefaníu komin í heiminn

Annað barn söngkonunnar Stefaníu Svavarsdóttur er komið í heiminn. Stefanía birti myndskeið af sér og nýfæddri dóttur sinni á Instagram í gær. Fyrir á Stefanía tveggja ára gamlan son.

„Ísland vill sýna gott fordæmi“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti ný markmið Íslands í loftslagsmálum á sérstökum leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í dag. Fundurinn fór fram rafrænt en þar kynnti Katrín meðal annars ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sem greint var frá í vikunni, um að stefnt skuli að því að draga hraðar úr losun gróðurhúsalofttegunda en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir.

Hvetur ríki heims til að lýsa yfir neyðarástandi

António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hvatti í dag ríki heims til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Þetta kom fram í opnunarávarpi hans á sérstökum leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna sem fram fór rafrænt í dag í tilefni af fimm ára afmæli Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum.

Icelandair gæti átt erfitt með að manna vélar ef eftir­spurn eykst

Icelandair hefur lítið svigrúm til að bregðast við aukinni eftirspurn á nýju ári að sögn formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Ástæðan sé sú að félagið verði að óbreyttu með mjög fáa flugmenn í vinnu í byrjun nýs árs að því er fram kemur í frétt á vef Túrista. Félagið geti aðeins mannað tvær til fimm farþegaþotur eftir áramót.

Sjá meira