Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fjölskylduhjálp segir meirihluta skjólstæðinga vera af erlendum uppruna

Fjölskylduhjálp Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana sem fram hafa komið í fjölmiðlum þess efnis að samtökin hafi mismunað skjólstæðingum sínum á grundvelli uppruna. Í yfirlýsingunni sem birtist á vef Fjölskylduhjálpar í gær er tekið fram að 58% skjólstæðinga séu með erlent ríkisfang og að gagnrýnin byggi á „staðreyndavillum.“

Katrín ávarpar leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna í dag

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun á eftir ávarpa sérstakan leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna þar sem hún mun kynna ný markmið Íslands í loftslagsmálum. Fundurinn hófst klukkan tvö og fer fram rafrænt.

„Smassa kjötið“ niður á pönnu á nýjum hamborgarastað við Ægissíðu

Nýr hamborgarastaður, Smass, hefur verið opnaður við Ægissíðu. Hamborgarastaðurinn er rekinn samhliða mexíkóska veitingastaðnum Chido sem fyrir var í húsnæði veitingastaðarins við Ægissíðu 123. Rekstraraðilar staðarins fengu til liðs við sig reynslumikinn sérfræðing um hamborgara til að þróa uppskriftina en um um helgina verður prufuopnun staðarins.

Fimm greindust með covid-19 innanlands í gær

Fimm greindust með covid-19 innanlands í gær. Þar af voru þrír í sóttkví en tveir utan sóttkvíar. Í uppfærðum tölum á covid.is kemur fram að nú séu alls 292 í sóttkví og 178 í einangrun. Fjölgar þannig um nokkra sem eru í sóttkví milli daga en þeim fækkar um tíu sem eru í einangrun. Rúmlega 1.200 sýni voru tekin í gær.

Bóluefni Pfizer og BioNTech fær neyðarleyfi í Bandaríkjunum

Lyfja- og matvælastofnun Bandaríkjanna hefur samþykkt neyðarleyfi fyrir bóluefni Pfizer og BioNTech gegn covid-19. Stofnunin segir leyfið marka stórt skref í baráttunni við heimsfaraldurinn sem hefur kostað um 295 þúsund mannslíf í Bandaríkjunum.

Fundinum í Brussel lokið án niðurstöðu

Fundi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í Brussel er lauk í kvöld án niðurstöðu. Ennþá ber mikið í milli í samningaviðræðum Bretlands og Evrópusambandsins um viðskiptasamning sem markmiðið var að ná fyrir áramót. Viðræðurnar virðast vera í algjörum rembihnút.

Skattamál Hunters Biden til rannsóknar

Saksóknari í Delaware fer nú fyrir rannsókn á skattamálum Hunters Biden, sonar Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseta. Sjálfur segist Hunter Biden líta rannsóknina „mjög alvarlegum“ augum en kveðst fullviss um að „hlutlaus úttekt“ muni leiða í ljós að hann hafi staðið skil á sköttum og gjöldum „samkvæmt lögum og með viðeigandi hætti,“ að því er fram kemur í frétt BBC nú í kvöld.

Sjá meira