„Ef verðbólga fer vaxandi í Bandaríkjunum þá fara vextir í heiminum upp“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. maí 2021 15:08 Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. vísir/vilhelm Gylfi Zoega hagfræðiprófessor segir að þróun efnahagsmála í Bandaríkjunum muni hafa gríðarleg áhrif á alþjóðahagkerfið í kjölfar heimsfaraldursins. Hann segir launahækkanir hér á landi hafa neikvæð áhrif á samkeppnisgreinar eins og ferðaþjónustu. Gylfi ræddi verðbólgu, atvinnuleysi og almennar horfur í efnahagsmálum í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir þróun efnahagsmála í Bandaríkjunum spila stórt hlutverk í kjölfar heimsfaraldursins. „Samfélagið þar mun væntanlega fara í eðlilegt horf þegar líður á sumar, með alveg gríðarlegum stimulus og láum vöxtum. Ef að það eina sem gerist þar er að atvinna eykst án þess að verðbólga fari upp þá fari upp þá verður þetta vel heppnað. Ef að verðbólga fer vaxandi í Bandaríkjunum þá fara vextir í heiminum upp og við erum auðvitað bara örlítið peð í því dæmi. Þá getum við búist við því að vaxtastig hér og annars staðar hækki,“ sagði Gylfi. Gríðarleg óvissa sé enn uppi í heimshagkerfinu. Hann segir að verðbólgan hér á landi nú stafi að miklu leyti af hækkandi fasteignaverði en Gylfi segir þó ljóst að komið verði í veg fyrir verðbólguskrið með einhverjum ráðum. Hann segir erfitt að útrýma atvinnuleysi á meðan það er eins mikið og raun ber vitni í ferðaþjónustu. Gylfi var jafnframt spurður um áhrif launa á efnahagsþróunina en kaupmáttur launa hér á landi hefur vaxið í niðursveiflunni. „Hlutdeild launa í þjóðartekjum hér á landi er mjög mikil, hún hefur ekki lækkað eins og hún hefur gert í ýmsum öðrum löndum,“ sagði Gylfi. Stærstur hluti hagkerfisins hafi þolað launahækkanir hingað til. „En tíu prósent hagkerfið, ferðaþjónustan, hún var orðin löskuð áður en covid kom vegna þess að hlutdeild launa í heildartekjum hafði ekki verið hærri síðan alla veganna 2003, svo að þessi launaþróun, hún gerir samkeppnisgreinunum mjög erfitt fyrir,“ sagði Gylfi en viðtalið við hann í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Gylfi ræddi verðbólgu, atvinnuleysi og almennar horfur í efnahagsmálum í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir þróun efnahagsmála í Bandaríkjunum spila stórt hlutverk í kjölfar heimsfaraldursins. „Samfélagið þar mun væntanlega fara í eðlilegt horf þegar líður á sumar, með alveg gríðarlegum stimulus og láum vöxtum. Ef að það eina sem gerist þar er að atvinna eykst án þess að verðbólga fari upp þá fari upp þá verður þetta vel heppnað. Ef að verðbólga fer vaxandi í Bandaríkjunum þá fara vextir í heiminum upp og við erum auðvitað bara örlítið peð í því dæmi. Þá getum við búist við því að vaxtastig hér og annars staðar hækki,“ sagði Gylfi. Gríðarleg óvissa sé enn uppi í heimshagkerfinu. Hann segir að verðbólgan hér á landi nú stafi að miklu leyti af hækkandi fasteignaverði en Gylfi segir þó ljóst að komið verði í veg fyrir verðbólguskrið með einhverjum ráðum. Hann segir erfitt að útrýma atvinnuleysi á meðan það er eins mikið og raun ber vitni í ferðaþjónustu. Gylfi var jafnframt spurður um áhrif launa á efnahagsþróunina en kaupmáttur launa hér á landi hefur vaxið í niðursveiflunni. „Hlutdeild launa í þjóðartekjum hér á landi er mjög mikil, hún hefur ekki lækkað eins og hún hefur gert í ýmsum öðrum löndum,“ sagði Gylfi. Stærstur hluti hagkerfisins hafi þolað launahækkanir hingað til. „En tíu prósent hagkerfið, ferðaþjónustan, hún var orðin löskuð áður en covid kom vegna þess að hlutdeild launa í heildartekjum hafði ekki verið hærri síðan alla veganna 2003, svo að þessi launaþróun, hún gerir samkeppnisgreinunum mjög erfitt fyrir,“ sagði Gylfi en viðtalið við hann í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira