Minnst tólf hafa verið myrtir í gíslatöku á hóteli Minnst tólf hafa verið drepnir af gíslatökumönnum á hóteli í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Árásarmennirnir eru sagðir tengjast hryðjuverkahópnum al Qaeda en þeir hafa haldið hótelgestum í gíslingu í meira en tuttugu klukkustundir. 20.8.2022 10:47
Telja manninn sem lést hafa verið skotmark árásarmannsins Kona sem liggur þungt haldin á sjúkrahúsi í Malmö eftir að hafa verið skotin í verslunarmiðstöðinni Emporia í gær var almennur vegfarandi að sögn lögreglu. Konan er enn á sjúkrahúsi en ástand hennar sagt stöðugt og hún ekki lengur talin í lífshættu. Maður sem lést af sárum sínum í gær er talinn hafa verið skotmark árásarmannsins. 20.8.2022 09:41
Fyrrverandi ríkissaksóknari Mexíkó handtekinn vegna hvarfs stúdenta Fyrrverandi ríkissaksóknari Mexíkó hefur verið handtekinn í tengslum við hvarf 43 stúdenta árið 2014. Saksóknarinn er sakaður um mannrán, pyntingar og að hafa hindrað framgang réttvísinnar. 20.8.2022 09:17
Þórdís Kolbrún sækist eftir endurkjöri Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins hyggst sækjast eftir endurkjöri á landsfundi flokksins í haust. 20.8.2022 08:41
Tæplega hundrað fluttir af gossvæðinu vegna meiðsla eftir að eldgos hófst Gosórói mælist minni en áður við Meradali og hraunrennsli sömuleiðis. Það nemur nú um fjórum rúmmetrum á sekúndu. Nýtt hraun hefur haldist innan Meradala en gæti með tímanum farið yfir slóða sem viðbragðsaðilar hafa notað til að komast á gosstöðvarnar. 20.8.2022 08:21
Draumadrengur bandarísks fjármálaheims sakaður um kynferðisofbeldi Dan Price forstjóri Gravity Payments í Bandaríkjunum hefur verið kærður fyrir kynferðisofbeldi. Price hefur lengi vel verið andlit hins andkapítalíska forstjóra í bandarísku samfélagi og vinsæll meðal margra. Hann hefur nú stigið til hliðar vegna ásakana um kynferðisofbeldi. 20.8.2022 08:06
Gul viðvörun með rigningu og roki Gul veðurviðvörun er í gildi á Breiðafirði, Vestfjörður, Ströndum og Norðurlandi vestra vegna úrhellisrigningar og hvassviðris. 20.8.2022 07:35
Eldur brann í fjölbýlishúsi í Laugardalnum í nótt Eldur kviknaði í þaki fjölbýlishúss í hverfi 104 í Reykjavík síðdegis í gær og slökkvilið kallað út. Rjúfa þurfti þak til að komast í glæðurnar. Ekki er ljóst hversu umfangsmiklar skemmdir urðu á húsinu vegna brunans. 20.8.2022 07:21
Eldræða Kristínar Tómasdóttur: „Þið eruð að pakka þessu inn í óskiljanlegar tölur“ Kristín Tómasdóttir, sem farið hefur fyrir hópi foreldra í mótmælum í ráðhúsi Reykjavíkur vegna neyðarástands sem skapast hefur í leikskólamálum, segir tillögur meirihlutans sem kynntar voru í dag ekki nægja. Þar sé engin svör að fá um hvenær börnin þeirra komist á leikskóla. 18.8.2022 14:42
Stefnt á að opna Ævintýraborg strax í september Meirihlutinn í borginni hefur kynnt tillögur sínar, sem voru samþykktar á borgarráðsfundi nú um hádegisbil, að bráðaaðgerðum í leikskólamálum. Tillögurnar eru sex, þar á meðal að opna Ævintýraborg í Öskjuhlíð strax í september. 18.8.2022 13:17
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent