Myndaveisla: Foreldrar og börn bíða aðgerða í leikskólamálum Fjöldi fólks hefur safnast saman í ráðhúsinu í Reykjavík þar sem borgarráðsfundur fer nú fram. Leikskólamálin eru í brennidepli á fundinum og reiknar meirihlutinn með að kynna tillögur sínar að bráðaaðgerðum í leikskólamálum að loknum fundi. 18.8.2022 09:58
Pop Idol stjarnan Darius látinn rétt rúmlega fertugur Söngvarinn og leikarinn Darius Campbell Danesh er látinn aðeins 41 árs gamall. Danesh skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann tók þátt í hæfileikaþáttunum Popstars og Pop Idol fyrir tveimur áratugum síðan. 16.8.2022 17:01
Fór að gosstöðvunum á inniskónum því gönguskórnir voru of ljótir Tugir þúsunda hafa lagt leið sína að gosstöðvunum í Meradölum frá því að eldgos hófst þar fyrir tæpum tveimur vikum. Göngufólk hefur þó verið misvel búið og sumir lagt í hann ekki betur skóaðir en í inniskóm. 16.8.2022 15:32
Í áframhaldandi gæsluvarðhald grunaður um brot gegn tveimur konum Karlmaður á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald en grunur er um að maðurinn hafi brotið á tveimur konum í aðskildum málum um verslunarmannahelgina. 16.8.2022 14:16
Helga Björg, Ingigerður og Páll Vignir í nýjum hlutverkum hjá Sýn Helga Björg Antonsdóttir, Páll Vignir Jónsson og Ingigerður Guðmundsdóttir hafa ýmist verið ráðin til starfa hjá Sýn eða taka við nýjum störfum hjá fyrirtækinu. Helga Björg hefur verið ráðin markaðsstjóri Vodafone, Ingigerður sem nýr öryggis- og gæðastjóri og Páll Vignir nýr forstöðumaður fjölmiðlalausna. 16.8.2022 14:09
Hús Kristínar og Arnars komið á sölu Arnar Grant og fyrrverandi eiginkona hans Kristín Hrönn Guðmundsdóttir hafa sett einbýlishúsið sitt á Arnarnesi á sölu. Húsið er rúmlega tvö hundruð fermetrar, með sjö herbergjum og er óskað eftir tilboðum í það. 16.8.2022 12:03
Guggan komin heim en er ekki lengur gul Hið landsfræga skip Guðbjörgin ÍS, eða Guggan, er komin aftur heim til Íslands eftir rúmlega tveggja áratuga útgerð erlendis. Guggan hefur hins vegar bæði fengið nýtt nafn, Snæfell EA, og tapað sínum einkennislit og er nú blá. 16.8.2022 11:35
Gular viðvaranir á Suðvesturhorninu á morgun Gular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Suðvesturhornið og Miðhálendið á morgun, miðvikudag. Suðaustan hvassviðri eða stormi og mikilli úrkomu er spáð á svæðinu. 16.8.2022 10:38
Myndaveisla: Gosstöðvarnar eftir tvær vikur af eldgosi Rétt tæpar tvær vikur eru liðnar síðan eldgosið í Meradölum hófst og hefur það þegar tekið talsverðum breytingum. Enn er umferð um gosstöðvarnar talsverð en ljósmyndari okkar, Vilhelm Gunnarsson, gerði sér ferð að gosstöðvunum í gær til að líta á síbreytilega náttúruna. 16.8.2022 10:28
Hraunið þekur rúman ferkílómetra í Meradölum Niðurstöður mælinga úr Pleiades gervitunglingu frá því í gær sýna að hraunið úr eldgosinu þekur 1,25 ferkílómetra í Meradölum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. 15.8.2022 12:14