Herforingjastjórnin í Mjanmar ræktar sambandið við Rússland Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. september 2022 07:43 Min Aung Hlaing og sendinefnd hans mun funda með rússneskum kollegum á næstu dögum. Getty/Sefa Karacan Leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar lenti í Rússlandi í morgun þar sem hann er í annarri opinberu heimsókninni sinni í landinu á innan við tveimur mánuðum. Herforingjastjórnin hefur undafnarið lagt kapp á að rækta sambönd við þau fáu ríki sem enn eiga í samskiptum við Asíuþjóðina. Min Aung Hlaing, æðsta herforingja mjanmarska hersins, hefur verið bannað af flestum alþjóðastofnunum að fara fyrir mjanmörskum stjórnvöldum. Flest ríki heims og alþjóðastofnanir hafa fordæmt valdarán herforingjanna og ekki viðurkennt réttmæti þeirra sem stjórn landsins. Hlaing heimsótti Moskvu í fyrsta sinn í júní í fyrra en þá hétu bæði rússnesk og mjanmörsk stjórnvöld að styrkja hernaðarsamstarf sitt til muna. Þá heimsótti hann Rússland í júlí síðastliðnum en að hans sögn var það ekki opinber heimsókn. Rússland hefur séð mjanmarska hernum fyrir vopnum og öðrum hergögnum og var eitt af fyrstu ríkjunum til að lýsa yfir stuðningi við herforingjastjórnina eftir valdaránið. Þegar Rússland lýsti yfir stuðningi við hana leit alþjóðasamfélagið hryllingsaugum til landsins þaðan sem fréttir af ógnastjórn og ofbeldi bárust á sama tíma. Samkvæmt fréttum mjanmarskra fjölmiðla mun Hlaing sækja efnahagsráðstefnu, heimsækja þekkta staði, háskóla og verksmiðjur á ferð sinni um Rússland. Þá mun hann og sendinefnd hans, sem samanstendur af ráðherrum og herforingjum, funda með rússneskum kollegum sínum. Rússland hefur auk hergagna séð Mjanmar fyrir bóluefninu gegn Covid-19 og áætlað er að Mjanmar muni kaupa rússneskt eldsneyti, sem fáir vestan Rússlands vilja sjá. Það kemur mjanmörskum stjórnvöldum vel þar sem þau eiga það sameiginlegt með Rússlandi að hafa verið beitt víðtækum viðskiptaþvingunum undanfarin misseri. Sameinuðu þjóðirnar og ýmis mannréttindasamtök hafa sakað mjanmörsk stjórnvöld um mikil voðaverk og glæpi gegn mannkyni og hvatt alþjóðasamfélagið til að hætta vopnasölu til Mjanmar alfarið. Mjanmörsk stjórnvöld halda því fram að þau berjist gegn hryðjuverkamönnum og séu að reyna að endurheimta frið í landinu og koma aftur á lýðræði eftir, að þeirra sögn, víðtækt kosningasvindl og spillingu í þingkosningunum 2020. Mjanmar Rússland Tengdar fréttir Suu Kyi fær enn einn fangelsisdóminn Dómstóll í Mjanmar hefur dæmt Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga landsins, í þriggja ára fangelsi fyrir kosningasvindl í tengslum við þingkosningarnar í nóvember 2020. 2. september 2022 07:54 Bæta sex árum við fangelsisdóm Suu Kyi Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörinn leiðtogi Mjanmar, hefur verið sakfelld fyrir enn eitt spillingarmálið af herdómstóli þar í landi. Með dómnum bætist sex ára fangelsisvist við þann ellefu ára dóm sem hún afplánar nú. 15. ágúst 2022 11:26 Baráttufólk dæmt til dauða í Mjanmar Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur tekið fjóra baráttumenn fyrir auknu lýðræði af lífi en dauðarefsingum hefur ekki verið beitt í landinu í rúma fjóra áratugi, opinberlega í það minnsta. Þeir dauðadæmdu voru fyrrverandi þingmaður, rithöfundur og tveir aðgerðasinnar. 25. júlí 2022 07:18 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Min Aung Hlaing, æðsta herforingja mjanmarska hersins, hefur verið bannað af flestum alþjóðastofnunum að fara fyrir mjanmörskum stjórnvöldum. Flest ríki heims og alþjóðastofnanir hafa fordæmt valdarán herforingjanna og ekki viðurkennt réttmæti þeirra sem stjórn landsins. Hlaing heimsótti Moskvu í fyrsta sinn í júní í fyrra en þá hétu bæði rússnesk og mjanmörsk stjórnvöld að styrkja hernaðarsamstarf sitt til muna. Þá heimsótti hann Rússland í júlí síðastliðnum en að hans sögn var það ekki opinber heimsókn. Rússland hefur séð mjanmarska hernum fyrir vopnum og öðrum hergögnum og var eitt af fyrstu ríkjunum til að lýsa yfir stuðningi við herforingjastjórnina eftir valdaránið. Þegar Rússland lýsti yfir stuðningi við hana leit alþjóðasamfélagið hryllingsaugum til landsins þaðan sem fréttir af ógnastjórn og ofbeldi bárust á sama tíma. Samkvæmt fréttum mjanmarskra fjölmiðla mun Hlaing sækja efnahagsráðstefnu, heimsækja þekkta staði, háskóla og verksmiðjur á ferð sinni um Rússland. Þá mun hann og sendinefnd hans, sem samanstendur af ráðherrum og herforingjum, funda með rússneskum kollegum sínum. Rússland hefur auk hergagna séð Mjanmar fyrir bóluefninu gegn Covid-19 og áætlað er að Mjanmar muni kaupa rússneskt eldsneyti, sem fáir vestan Rússlands vilja sjá. Það kemur mjanmörskum stjórnvöldum vel þar sem þau eiga það sameiginlegt með Rússlandi að hafa verið beitt víðtækum viðskiptaþvingunum undanfarin misseri. Sameinuðu þjóðirnar og ýmis mannréttindasamtök hafa sakað mjanmörsk stjórnvöld um mikil voðaverk og glæpi gegn mannkyni og hvatt alþjóðasamfélagið til að hætta vopnasölu til Mjanmar alfarið. Mjanmörsk stjórnvöld halda því fram að þau berjist gegn hryðjuverkamönnum og séu að reyna að endurheimta frið í landinu og koma aftur á lýðræði eftir, að þeirra sögn, víðtækt kosningasvindl og spillingu í þingkosningunum 2020.
Mjanmar Rússland Tengdar fréttir Suu Kyi fær enn einn fangelsisdóminn Dómstóll í Mjanmar hefur dæmt Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga landsins, í þriggja ára fangelsi fyrir kosningasvindl í tengslum við þingkosningarnar í nóvember 2020. 2. september 2022 07:54 Bæta sex árum við fangelsisdóm Suu Kyi Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörinn leiðtogi Mjanmar, hefur verið sakfelld fyrir enn eitt spillingarmálið af herdómstóli þar í landi. Með dómnum bætist sex ára fangelsisvist við þann ellefu ára dóm sem hún afplánar nú. 15. ágúst 2022 11:26 Baráttufólk dæmt til dauða í Mjanmar Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur tekið fjóra baráttumenn fyrir auknu lýðræði af lífi en dauðarefsingum hefur ekki verið beitt í landinu í rúma fjóra áratugi, opinberlega í það minnsta. Þeir dauðadæmdu voru fyrrverandi þingmaður, rithöfundur og tveir aðgerðasinnar. 25. júlí 2022 07:18 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Suu Kyi fær enn einn fangelsisdóminn Dómstóll í Mjanmar hefur dæmt Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga landsins, í þriggja ára fangelsi fyrir kosningasvindl í tengslum við þingkosningarnar í nóvember 2020. 2. september 2022 07:54
Bæta sex árum við fangelsisdóm Suu Kyi Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörinn leiðtogi Mjanmar, hefur verið sakfelld fyrir enn eitt spillingarmálið af herdómstóli þar í landi. Með dómnum bætist sex ára fangelsisvist við þann ellefu ára dóm sem hún afplánar nú. 15. ágúst 2022 11:26
Baráttufólk dæmt til dauða í Mjanmar Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur tekið fjóra baráttumenn fyrir auknu lýðræði af lífi en dauðarefsingum hefur ekki verið beitt í landinu í rúma fjóra áratugi, opinberlega í það minnsta. Þeir dauðadæmdu voru fyrrverandi þingmaður, rithöfundur og tveir aðgerðasinnar. 25. júlí 2022 07:18
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent