Kæra Samtakanna '78: Ummæli Helga séu rógburður eða smánun og teljist því til hatursorðræðu Samtökin '78 hafa kært Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara til lögreglu vegna ummæla sem hann lét falla um hinsegin hælisleitendur á Facebook-síðu sinni í síðustu viku. Samtökin segja ummælin rógburð eða smánun og falli þau því undir lög um hatursorðræðu. 26.7.2022 10:58
Meira en 70 ferkílómetrar orðið eldunum við Yosemite að bráð Slökkviliðsmönnum í Kaliforníu hefur tekist að hægja verulega á útbreiðslu skógarelda í nágrenni við Yosemite þjóðgarðinn. Nú hafa 55 mannvirki orðið eldunum að bráð og þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín. 26.7.2022 10:43
Skógareldarnir brenni í offorsi svæði sem hefðu átt að brenna á mörgum árum Íslendingur búsettur í Kaliforníu segir ekki boða gott að fyrstu gróðureldar sumarsins brenni með svo miklu offorsi. Eldarnir séu afleiðing áratugalangra mistaka hjá stjórnvöldum sem skilji ekki náttúruna á svæðinu. 25.7.2022 18:01
Þokkaleg veðurspá fyrir Verslunarmannahelgi Eftir því sem nær dregur fara línur að skýrast í veðri fyrir verslunarmannahelgina, en margir eru eflaust með augun daglega á veðurkortinu. Eins og spáin lítur út nú á mánudegi má gera ráð fyrir rigningu um allt land á föstudag, en þá gengur lægð yfir landið sem kemur frá suðri og færist til norðausturs. 25.7.2022 16:34
Sjálfstæðisflokkurinn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn bæta við sig fylgi Sjálfstæðisflokkurinn hefur bætt við sig rúmum fimm prósentustigum í fylgi frá því í júní og mælist nú með á milli 24 og 25 prósenta fylgi. Auk Sjálfstæðisflokksins bæta Flokkur fólksins og Miðflokkurinn við sig fylgi. 25.7.2022 15:35
Telja tæknilega bilun vera ástæðu nauðlendingarinnar Rannsakendur hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa telja að ástæða nauðlendingar á Nýjabæjarfjalli, stuttu frá Akureyri, á laugardag hafi verið tæknileg bilun í flugvélinni. 25.7.2022 14:44
Lavrov ferðast um Afríku til að styrkja tengslin Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands flaug til Kongó-Brazzaville í morgun en hann er á ferðalagi um álfuna í von um að styrkja tengslin við önnur ríki en í Evrópu. Afríkuríki hafa ekki tekið þátt í viðskiptaþvingunum gegn Rússum vegna Úkraínustríðsins og vonast Rússar til að góðvilji sé til staðar til að styrkja tengslin enn frekar. 25.7.2022 13:58
Lést í Brúará við að bjarga syni sínum Karlmaður sem lést eftir að hafa fallið í Brúará í Biskupstungum um miðjan dag í gær var kanadískur ríkisborgari búsettur í Bandaríkjunum. Straumurinn í ánni bar manninn burt eftir að hann hafði komið syni sínum, sem fallið hafði í ána, til bjargar. 25.7.2022 12:51
Framkvæmdastjórn ESB gefur notkun bólusóttarbóluefni gegn apabólu grænt ljós Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur samþykkt að bóluefni fyrir bólusótt verði notað gegn apabólunni. Von er á 1.400 slíkum skömmtum til Íslands í haust. 25.7.2022 11:48
Fiskur fluttur út fyrir 29 milljarða í júní Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam rúmum 29 milljörðum króna í júnímánuði. Það er um 8 prósenta aukning í krónum talið frá sama mánuði í fyrra en tæp 12 prósent í erlendri mynt vegna hækkunar á gengi krónunnar. 25.7.2022 10:53