Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Landspítalann í Fossvogi Þrír voru fluttir á slysadeild Landspítalans í Fossvogi á níunda tímanum í kvöld eftir að tveggja bíla árekstur varð við gatnamót Bústaðavegar og Háaleitisbrautar. 5.6.2022 20:47
Neituðu að borga og réðust á starfsfólk veitingastaðar Lögreglu barst tilkynning um tvo einstaklinga sem voru að ráðast á starfsfólk veitingastaðar í Kópavogi en fólkið neitaði að borga fyrir veitingarnar. Fólkið var flúið á brott í bíl sínum þegar lögreglu bar að garði, sem lögregla fann svo stuttu síðar yfirgefinn. 5.6.2022 20:39
Hljóp 168 kílómetra á 31 klukkustund: „Ég veit að ég get farið miklu lengra“ Davíð Rúnar Bjarnason var eini keppandinn sem lauk 163 kílómetra hlaupi í Hengill Ultra hlaupinu sem fram fór í Hveragerði um helgina. Davíð hljóp í þrjátíu og eina klukkustund og sautján mínútur. Þrátt fyrir átök helgarinnar líður honum vel í líkamanum í dag og segir að það hafi verið draumi líkast að hlaupa í mark. 5.6.2022 20:04
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum fjöllum við um morðrannsókn. Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald, grunaður um að hafa orðið nágranna sínum að bana í gær. Lögregla hafði fyrr um daginn verið kölluð til vegna hegðunar mannsins en ekki fjarlægt hann. Við ræðum við lögreglu í fréttatímanum. 5.6.2022 18:07
Apabólutilfelli utan Afríku hafa þrefaldast á einni viku Alls hafa 780 greinst smitaðir af sjúkdómnum apabólu utan Afríku. Fjöldi þeirra hefur tæplega þrefaldast á aðeins einn viku en fyrir einni viku síðan höfðu 257 greinst smitaðir af sjúkdómnum. 5.6.2022 18:02
Öskugos hafið á Filippseyjum Öskugos hófst á Filippseyjum í morgun í fjalli suðaustur af Maníla, höfuðborg landsins. Öskuskýið frá fjallinu nær um kílómeter upp í himininn og ösku hefur rignt yfir nærliggjandi bæi. 5.6.2022 17:15
Tiger King stjarnan Doc Antle handtekin fyrir peningaþvætti Tiger King stjarnan Bhagavan „Doc“ Antle hefur verið handtekinn af bandarísku alríkislögreglunni, FBI, og verður færður fyrir dómara á mánudag þar sem hann verður ákærður fyrir peningaþvætti. 4.6.2022 23:12
Karlmaður á þrítugsaldri handtekinn vegna gruns um morð í austurborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hugsanlegt morð í austurbæ Reykjavíkur í kvöld. Mikill viðbúnaður var á vettvangi í kvöld. 4.6.2022 21:23
Shakira og Piqué skilja eftir ellefu ára samband Kólumbíska tónlistarkonan Shakira og knattspyrnumaðurinn Gerard Piqué hafa ákveðið að skilja að borði og sæng eftir ellefu ára samband. 4.6.2022 21:08
Íbúum Hong Kong bannað að minnast blóðbaðsins 1989 þriðja árið í röð Íbúum Hong Kong var í dag bannað að minnast blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar, sem gerðist á þessum degi árið 1989. Þetta er þriðja árið í röð sem þeim er bannað að minnast ódæðisverkanna en öryggissveitir mátti sjá á hverju götuhorni í borginni í dag í tilefni dagsins. 4.6.2022 20:57