Aðgerðir viðbragðsaðila vegna sprengjuhótunar hafi gengið afbragðsvel Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júlí 2022 20:46 Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Baldur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir aðgerðir viðbragðsaðila á Keflavíkurflugvelli, vegna sprengjuhótunar um borð í flugvél á leið frá Frankfurt til Seattle, hafa gengið afbragðsvel. Enn sé ekki vitað hver hafi borið ábyrgð á hótuninni. Flugvél á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Seattle í Bandaríkjunum var snúið við yfir Grænlandi á fjórða tímanum síðdegis í gær þegar tilkynning vegna sprengjuhótunar barst íslenskum flugmálayfirvöldum. Flugvélinni var lent á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:22 í gær, þar sem við tók mikil aðgerð. Samkvæmt heimildum hafði farþegi í vélinni skrifað „BOMB“ eða „SPRENGJA“ á spegilinn á salerni vélarinnar. „Það sem gerist í tilviki sem þessu þá virkjum við neyðaráætlun vegna flugverndar á Keflavíkurflugvelli. Þetta er áætlun sem í raun og veru er trúnaðarmál og ég get ekki farið efnislega í það hvað hún í smáatriðum snýst um, en það fer allt á hæsta viðbúnaðarstig. Þegar um sprengjuhótun er að ræða í loftfari er það lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem stýrir aðgerðum í samstarfi við fjölda aðila,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Þegar við erum að tala um sprengjuhótun þá annast sprengjuleitina sérsveit ríkislögreglustjóra og sprengjusveit Landhelgisgæslunnar.“ Við tók ítarleg leit að sprengju, bæði um borð í vélinni og á farþegum og í farangri þeirra. „Vélin er auðvitað mjög vel skoðuð. Síðan er það farangur farþeganna og farþegarnir sjálfir. Þeir sæta skoðun eða rannsókn þegar búið er að tryggja að engin sprengja er í farangri eða á viðkomandi farþega. Eða á flugvélinni,“ segir Úlfar. „Ég held að ég geti fullyrt það að allt viðbragð og samstarf viðbragðsaðila í gær, aðgerðir stóðu fram á nótt, hafi gengið afbragðsvel. Það sem skiptir náttúrulega mestu máli er að í vélinni var engin sprengja.“ Flugvélinni, sem kom með farþegana frá Frankfurt, var snúið aftur til Þýskaland og önnur flugvél kom seint í gærkvöldi til að ferja farþegana yfir til Bandaríkjanna. Farþegarnir höfðu þá fengið áfallahjálp hjá áfallateymi Rauða krossins en 266 farþegar voru um borð í vélinni. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ekkert hafi fundist en rannsóknarvinna haldi áfram Lögregla hefur nú lokið rannsóknarvinnu á vettvangi vegna flugvélarinnar sem lenti á Keflavíkurflugvelli í dag vegna sprengjuhótunar. 25. júlí 2022 22:07 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Flugferðum aflýst Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Jólagjöfina í ár má víst meta vel til fjár Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Sjá meira
Flugvél á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Seattle í Bandaríkjunum var snúið við yfir Grænlandi á fjórða tímanum síðdegis í gær þegar tilkynning vegna sprengjuhótunar barst íslenskum flugmálayfirvöldum. Flugvélinni var lent á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:22 í gær, þar sem við tók mikil aðgerð. Samkvæmt heimildum hafði farþegi í vélinni skrifað „BOMB“ eða „SPRENGJA“ á spegilinn á salerni vélarinnar. „Það sem gerist í tilviki sem þessu þá virkjum við neyðaráætlun vegna flugverndar á Keflavíkurflugvelli. Þetta er áætlun sem í raun og veru er trúnaðarmál og ég get ekki farið efnislega í það hvað hún í smáatriðum snýst um, en það fer allt á hæsta viðbúnaðarstig. Þegar um sprengjuhótun er að ræða í loftfari er það lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem stýrir aðgerðum í samstarfi við fjölda aðila,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Þegar við erum að tala um sprengjuhótun þá annast sprengjuleitina sérsveit ríkislögreglustjóra og sprengjusveit Landhelgisgæslunnar.“ Við tók ítarleg leit að sprengju, bæði um borð í vélinni og á farþegum og í farangri þeirra. „Vélin er auðvitað mjög vel skoðuð. Síðan er það farangur farþeganna og farþegarnir sjálfir. Þeir sæta skoðun eða rannsókn þegar búið er að tryggja að engin sprengja er í farangri eða á viðkomandi farþega. Eða á flugvélinni,“ segir Úlfar. „Ég held að ég geti fullyrt það að allt viðbragð og samstarf viðbragðsaðila í gær, aðgerðir stóðu fram á nótt, hafi gengið afbragðsvel. Það sem skiptir náttúrulega mestu máli er að í vélinni var engin sprengja.“ Flugvélinni, sem kom með farþegana frá Frankfurt, var snúið aftur til Þýskaland og önnur flugvél kom seint í gærkvöldi til að ferja farþegana yfir til Bandaríkjanna. Farþegarnir höfðu þá fengið áfallahjálp hjá áfallateymi Rauða krossins en 266 farþegar voru um borð í vélinni.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ekkert hafi fundist en rannsóknarvinna haldi áfram Lögregla hefur nú lokið rannsóknarvinnu á vettvangi vegna flugvélarinnar sem lenti á Keflavíkurflugvelli í dag vegna sprengjuhótunar. 25. júlí 2022 22:07 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Flugferðum aflýst Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Jólagjöfina í ár má víst meta vel til fjár Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Sjá meira
Ekkert hafi fundist en rannsóknarvinna haldi áfram Lögregla hefur nú lokið rannsóknarvinnu á vettvangi vegna flugvélarinnar sem lenti á Keflavíkurflugvelli í dag vegna sprengjuhótunar. 25. júlí 2022 22:07