Aðgerðir viðbragðsaðila vegna sprengjuhótunar hafi gengið afbragðsvel Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júlí 2022 20:46 Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Baldur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir aðgerðir viðbragðsaðila á Keflavíkurflugvelli, vegna sprengjuhótunar um borð í flugvél á leið frá Frankfurt til Seattle, hafa gengið afbragðsvel. Enn sé ekki vitað hver hafi borið ábyrgð á hótuninni. Flugvél á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Seattle í Bandaríkjunum var snúið við yfir Grænlandi á fjórða tímanum síðdegis í gær þegar tilkynning vegna sprengjuhótunar barst íslenskum flugmálayfirvöldum. Flugvélinni var lent á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:22 í gær, þar sem við tók mikil aðgerð. Samkvæmt heimildum hafði farþegi í vélinni skrifað „BOMB“ eða „SPRENGJA“ á spegilinn á salerni vélarinnar. „Það sem gerist í tilviki sem þessu þá virkjum við neyðaráætlun vegna flugverndar á Keflavíkurflugvelli. Þetta er áætlun sem í raun og veru er trúnaðarmál og ég get ekki farið efnislega í það hvað hún í smáatriðum snýst um, en það fer allt á hæsta viðbúnaðarstig. Þegar um sprengjuhótun er að ræða í loftfari er það lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem stýrir aðgerðum í samstarfi við fjölda aðila,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Þegar við erum að tala um sprengjuhótun þá annast sprengjuleitina sérsveit ríkislögreglustjóra og sprengjusveit Landhelgisgæslunnar.“ Við tók ítarleg leit að sprengju, bæði um borð í vélinni og á farþegum og í farangri þeirra. „Vélin er auðvitað mjög vel skoðuð. Síðan er það farangur farþeganna og farþegarnir sjálfir. Þeir sæta skoðun eða rannsókn þegar búið er að tryggja að engin sprengja er í farangri eða á viðkomandi farþega. Eða á flugvélinni,“ segir Úlfar. „Ég held að ég geti fullyrt það að allt viðbragð og samstarf viðbragðsaðila í gær, aðgerðir stóðu fram á nótt, hafi gengið afbragðsvel. Það sem skiptir náttúrulega mestu máli er að í vélinni var engin sprengja.“ Flugvélinni, sem kom með farþegana frá Frankfurt, var snúið aftur til Þýskaland og önnur flugvél kom seint í gærkvöldi til að ferja farþegana yfir til Bandaríkjanna. Farþegarnir höfðu þá fengið áfallahjálp hjá áfallateymi Rauða krossins en 266 farþegar voru um borð í vélinni. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ekkert hafi fundist en rannsóknarvinna haldi áfram Lögregla hefur nú lokið rannsóknarvinnu á vettvangi vegna flugvélarinnar sem lenti á Keflavíkurflugvelli í dag vegna sprengjuhótunar. 25. júlí 2022 22:07 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Flugvél á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Seattle í Bandaríkjunum var snúið við yfir Grænlandi á fjórða tímanum síðdegis í gær þegar tilkynning vegna sprengjuhótunar barst íslenskum flugmálayfirvöldum. Flugvélinni var lent á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:22 í gær, þar sem við tók mikil aðgerð. Samkvæmt heimildum hafði farþegi í vélinni skrifað „BOMB“ eða „SPRENGJA“ á spegilinn á salerni vélarinnar. „Það sem gerist í tilviki sem þessu þá virkjum við neyðaráætlun vegna flugverndar á Keflavíkurflugvelli. Þetta er áætlun sem í raun og veru er trúnaðarmál og ég get ekki farið efnislega í það hvað hún í smáatriðum snýst um, en það fer allt á hæsta viðbúnaðarstig. Þegar um sprengjuhótun er að ræða í loftfari er það lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem stýrir aðgerðum í samstarfi við fjölda aðila,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Þegar við erum að tala um sprengjuhótun þá annast sprengjuleitina sérsveit ríkislögreglustjóra og sprengjusveit Landhelgisgæslunnar.“ Við tók ítarleg leit að sprengju, bæði um borð í vélinni og á farþegum og í farangri þeirra. „Vélin er auðvitað mjög vel skoðuð. Síðan er það farangur farþeganna og farþegarnir sjálfir. Þeir sæta skoðun eða rannsókn þegar búið er að tryggja að engin sprengja er í farangri eða á viðkomandi farþega. Eða á flugvélinni,“ segir Úlfar. „Ég held að ég geti fullyrt það að allt viðbragð og samstarf viðbragðsaðila í gær, aðgerðir stóðu fram á nótt, hafi gengið afbragðsvel. Það sem skiptir náttúrulega mestu máli er að í vélinni var engin sprengja.“ Flugvélinni, sem kom með farþegana frá Frankfurt, var snúið aftur til Þýskaland og önnur flugvél kom seint í gærkvöldi til að ferja farþegana yfir til Bandaríkjanna. Farþegarnir höfðu þá fengið áfallahjálp hjá áfallateymi Rauða krossins en 266 farþegar voru um borð í vélinni.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ekkert hafi fundist en rannsóknarvinna haldi áfram Lögregla hefur nú lokið rannsóknarvinnu á vettvangi vegna flugvélarinnar sem lenti á Keflavíkurflugvelli í dag vegna sprengjuhótunar. 25. júlí 2022 22:07 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Ekkert hafi fundist en rannsóknarvinna haldi áfram Lögregla hefur nú lokið rannsóknarvinnu á vettvangi vegna flugvélarinnar sem lenti á Keflavíkurflugvelli í dag vegna sprengjuhótunar. 25. júlí 2022 22:07