Lögreglan í Noregi rannsakar brottnám íslenskra bræðra Lögreglan í Noregi hefur til rannsóknar brottnám þriggja íslenskra drengja á grunnskólaaldri frá Noregi í gær. Móðir drengjanna flutti drengina þrjá frá Noregi til Íslands í gær í óþökk föðurins. 29.3.2022 17:44
Segir skoðun Steinunnar Ólínu um flóttafólk byggða á forréttindum Jasmina Vajzovic Crnac, yfirmaður alþjóðateymis velferðasviðs Reykjavíkurborgar, segir yfirlýsingar Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur leikkonu um dvöl úkraínskra flóttamanna á Bifröst byggðar á forréttindablindu. Jasmina kom sjálf til Íslands sem flóttamaður þegar hún var barn og segir flóttamenn ekki hugsa um að komast á kaffihús þegar þeir flýja stríð. 29.3.2022 16:48
Sigurður Hannesson nýr stjórnarformaður Sinfóníunnar Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins hefur tekið við sem stjórnarformaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands af Sigurbirni Þorkelssyni, sem hefur sinnt stöðunni síðan 2014. 29.3.2022 10:54
Tvö ný sveitarfélög urðu til í gær Íbúar í Langanesbyggð og í Svalbarðshreppi annars vegar og íbúar í Stykkishólmi og Helgafellssveit samþykktu í gær sameiningu með afgerandi hætti. Sveitarstjórar segja þetta rökrétt skref í áttina að nánara samstarfi sveitarfélaga. 27.3.2022 14:30
Missir heimaþjónustu á þriðjudag og hræðist að enda aftur á bráðamóttöku Fjölfatlaður 45 ára karlmaður hræðist að lenda varanlega inni á bráðamóttöku um miðja viku þar sem þjónustusamningur borgarinnar við hann er við það að renna út. Hann segist hafa sent borginni ítrekaðar fyrirspurnir en fái ekki svör um hvort samningurinn verði framlengdur svo hann geti verið áfram heima. 27.3.2022 14:01
Segja Rússa beita efnavopnum í Austur-Úkraínu Bandaríkjaforseti var harðorður í garð forseta Rússlands í ávarpi sem hann flutti í Varsjá í Póllandi í gærkvöldi. Hann kallaði Vladimír Pútín slátrara og lýsti því yfir að hann gæti ekki setið lengur á valdastóli. 27.3.2022 12:32
Vaktin: Þjóðverjar skoði loftvarnakerfi vegna mögulegra árása Rússa Þjóðverjar íhuga nú að fjárfesta í loftvarnakerfi, til að verjast mögulegum árásum Rússa á landið. Þetta segir Olaf Scholz, kanslari Þýskalands. 27.3.2022 09:23
Mældu átján stiga hita á Kvískerjum á miðnætti Það hlýtur að teljast vorboði að átján stiga hiti hafi mælst á miðnætti á Kvískerjum undir Vatnajökli. Nú mun hins vegar taka að kólna og það frystir víða á landinu í dag. 27.3.2022 08:40
Rússar sprengdu upp eldsneytisgeymslu í Lviv Rússar sprengdu upp vöruhús úkraínska hersins í borginni Lviv í nótt, sem er í vesturhluta landsins. Rússneska varnarmálaráðuneytið gaf það út í morgun að hárnákvæmar stýriflaugar hafi verið notaðar til verksins. 27.3.2022 07:56
Ók á gangandi vegfaranda og stakk af Bifreið var ekið á gangandi vegfaranda á níunda tímanum í gærkvöldi og ökumaður stakk af. Málið er í rannsókn og ekki vitað um alvarleika meiðsla þess sem var ekið á. Samkvæmt heimildum fréttastofu var ekið á vegfarandann á Suðurlandsbraut. 27.3.2022 07:31
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent