Sváfu úti í 27 stiga frosti: „Það sem var erfitt áður er núna ekkert mál“ Tuttugu manna hópur á vegum Ferðafélags Íslands var staddur á Þingvöllum um helgina á vetrarmennskunámskeiði og fólst það meðal annars í því að gista yfir nótt í tjaldi. Frost fór niður í 27 gráður um nóttina og segist einn útilegumanna aldrei hafa upplifað annað eins. 15.2.2022 07:01
Kanye herjar á Pete Davidson: „Sjáið þennan fávita“ Tónlistarmaðurinn Kanye West hefur farið stórum á Instagram um helgina en hann hefur greinilega haft Pete Davidson, kærasta Kim Kardashian fyrrverandi konu Kanye og grínista, á heilanum. 14.2.2022 14:00
Snjóvaktin: Allt á kafi í snjó og gular viðvarnir Íbúar á Suðvesturhorni landsins vöknuðu upp við mikið fannfergi í morgun og lentu margir hverjir í mesta basli með að komast út úr hverfum sínum í morgun. Snjó hefur kyngt niður í tæpan sólarhring og áfram spáð snjókomu í bland við töluvert hvassvirði. 14.2.2022 13:38
Hátt í 40.000 rósir fluttar inn í febrúar Febrúar er stærsti blómasölumánuður ársins hér á Íslandi en íslenskir blómabændur ná ekki að anna eftirspurn og þarf því að flytja inn á milli 30 til 35 þúsund rósir í febrúarmánuði ár hvert. 14.2.2022 08:48
Birgitta Rún vill fimmta sætið hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjanesbæ Birgitta Rún Birgisdóttir býður sig fram í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Reykjanesbæ í vor. 14.2.2022 08:28
Segja slæðubann neyða konur til að velja milli trúarinnar og menntunar Ungar konur sem stunda háskólanám í Karnataka héraði á Indlandi mótmæla slæðubanni, sem nokkrir háskólar í héraðinu hafa kynnt, og segja skólayfirvöld neyða sig til að velja milli trúarinnar og menntunar. Þær segja bannið stangast á við stjórnarskrá landsins. 13.2.2022 14:05
Jórunn Pála vill fjórða sæti hjá Sjálfstæðiflokknum í borginni Jórunn Pála Jónasdóttir sækist eftir fjórða sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem mun fara fram í mars. 13.2.2022 13:26
„Árið 1986 voru Einar og Freydís mjög dugleg að dansa TikTok“ „Ef þið vissuð ekki! ÁRið 1986 voru Einar og Freydís mjög dugleg að dansa TikTok með börnunum sínum og Hörpu.“ 13.2.2022 12:31
Hádegisfréttir Bylgjunnar Íslenskur karlmaður skaut á fólk með vélbyssu í miðbænum í nótt. Um er að ræða aðra skotárásina í Reykjavík í vikunni. Við ræðum við Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjón hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu og sjónarvott að árásinni í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. 13.2.2022 11:56
Kona slapp ósködduð úr brunanum í bústaðnum á Hólmsheiði Altjón varð á sumarhúsi sem brann við Lynghólsveg á Hólmsheiði síðdegis í gær. Engan sakaði í brunanum en um tíma var óttast að einhver kynni að vera innandyra en ógerningur reyndist að komast inn í bústaðinn. 13.2.2022 09:45
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent