Ísland lokar fyrir flugumferð Rússa og vegabréfaáritun ekki í boði fyrir diplómata Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2022 10:19 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Egill Ísland hefur lokað fyrir flugumferð Rússa í loftrými Íslands. Þá fá rússneskir diplómatar og viðskiptamenn ekki að koma til landsins en búið er að loka fyrir vegabréfsáritanir þeirra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tilkynnti lokun loftrýmisins á Twitter nú í morgun og bætist Ísland þar með í hóp Finnlands, Búlgaríu, Tékklands, Eistlands, Þýskalands, Litháen og Póllands sem öll hafa lokað á rússneskar flugvélar. Iceland has decided to close its airspace to Russian air traffic, in solidarity with #Ukraine — Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) February 27, 2022 Þá munu rússneskir diplómatar, viðskiptafólk, þingmenn og fulltrúar stjórnvalda ekki fá að koma hingað til lands en það tilkynnti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Sprengisandi á Bylgjunni nú rétt eftir tíu. „Við vorum að upplýsa fulltrúa rússneskra stjórnvalda um lokun lofthelginnar núna í morgun, hér á Íslandi. Öll loftför skráð í Rússlandi geta ekki flogið um íslenska lofthelgi. Síðar í dag verður tilkynnt um vegabréfsáritanir, að það verður sett stopp á þær,“ sagði Katrín. Hægt er að hlusta á Sprengisand í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan. Uppfært klukkan 11:30 Árétting hefur borist frá utanríkisráðuneyti Íslands þess efnis að aðgerðum stjórnvalda er miða að vegabréfsáritunum sé ekki beint að almennum rússneskum ferðamönnum, námsmönnum og öðrum sem fá áfram venjubundna afgreiðslu umsókna sinna um áritun. Þeim sé beint að rússneskum diplómötum, viðskiptafólki, þingmönnum og fulltrúum stjórnvalda, sem fái ekki að koma hingað til lands. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Utanríkismál Tengdar fréttir Boða til mótmæla um allt land í dag Boðað hefur verið til mótmæla- og samstöðufunda í Reykjavík, á Akureyri og Reyðarfirði í dag vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu. 27. febrúar 2022 10:17 Sprengisandur: Úkraína, blaðamanna-og símamálið og KSÍ Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um afstöðu íslenskra stjórnvalda til ástandsins í Úkraínu. 27. febrúar 2022 09:30 Götubardagar og sprengingar í Kænugarði í alla nótt en nú dauðaþögn Enn ein erfið nótt er liðin í Úkraínu og var hart barist í öllum stærstu borgum landsins. Útgöngubann er í gildi í Kænugarði og verður í gildi þar til klukkan átta í fyrramálið. Íbúi í Kænugarði segir hörðustu bardagana háða í skjóli nætur. 27. febrúar 2022 08:37 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tilkynnti lokun loftrýmisins á Twitter nú í morgun og bætist Ísland þar með í hóp Finnlands, Búlgaríu, Tékklands, Eistlands, Þýskalands, Litháen og Póllands sem öll hafa lokað á rússneskar flugvélar. Iceland has decided to close its airspace to Russian air traffic, in solidarity with #Ukraine — Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) February 27, 2022 Þá munu rússneskir diplómatar, viðskiptafólk, þingmenn og fulltrúar stjórnvalda ekki fá að koma hingað til lands en það tilkynnti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Sprengisandi á Bylgjunni nú rétt eftir tíu. „Við vorum að upplýsa fulltrúa rússneskra stjórnvalda um lokun lofthelginnar núna í morgun, hér á Íslandi. Öll loftför skráð í Rússlandi geta ekki flogið um íslenska lofthelgi. Síðar í dag verður tilkynnt um vegabréfsáritanir, að það verður sett stopp á þær,“ sagði Katrín. Hægt er að hlusta á Sprengisand í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan. Uppfært klukkan 11:30 Árétting hefur borist frá utanríkisráðuneyti Íslands þess efnis að aðgerðum stjórnvalda er miða að vegabréfsáritunum sé ekki beint að almennum rússneskum ferðamönnum, námsmönnum og öðrum sem fá áfram venjubundna afgreiðslu umsókna sinna um áritun. Þeim sé beint að rússneskum diplómötum, viðskiptafólki, þingmönnum og fulltrúum stjórnvalda, sem fái ekki að koma hingað til lands.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Utanríkismál Tengdar fréttir Boða til mótmæla um allt land í dag Boðað hefur verið til mótmæla- og samstöðufunda í Reykjavík, á Akureyri og Reyðarfirði í dag vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu. 27. febrúar 2022 10:17 Sprengisandur: Úkraína, blaðamanna-og símamálið og KSÍ Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um afstöðu íslenskra stjórnvalda til ástandsins í Úkraínu. 27. febrúar 2022 09:30 Götubardagar og sprengingar í Kænugarði í alla nótt en nú dauðaþögn Enn ein erfið nótt er liðin í Úkraínu og var hart barist í öllum stærstu borgum landsins. Útgöngubann er í gildi í Kænugarði og verður í gildi þar til klukkan átta í fyrramálið. Íbúi í Kænugarði segir hörðustu bardagana háða í skjóli nætur. 27. febrúar 2022 08:37 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Boða til mótmæla um allt land í dag Boðað hefur verið til mótmæla- og samstöðufunda í Reykjavík, á Akureyri og Reyðarfirði í dag vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu. 27. febrúar 2022 10:17
Sprengisandur: Úkraína, blaðamanna-og símamálið og KSÍ Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um afstöðu íslenskra stjórnvalda til ástandsins í Úkraínu. 27. febrúar 2022 09:30
Götubardagar og sprengingar í Kænugarði í alla nótt en nú dauðaþögn Enn ein erfið nótt er liðin í Úkraínu og var hart barist í öllum stærstu borgum landsins. Útgöngubann er í gildi í Kænugarði og verður í gildi þar til klukkan átta í fyrramálið. Íbúi í Kænugarði segir hörðustu bardagana háða í skjóli nætur. 27. febrúar 2022 08:37