Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður Kolbrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hækkandi húsnæðisverð vegi þyngst

Hækkun verðbólgu er ekki séríslenskt fyrirbæri heldur færist hún einnig í aukana erlendis, segir aðalhagfræðingur Landsbankans. Frá aldamótum hafi dregið verulega úr sveiflum hér á landi þó að verðbólga hafi verið óstöðugari á Íslandi en í okkar helstu viðskiptalöndum. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Íbúar á norðurhveli jarðar hafa búið við mikinn veðurofsa um helgina. Búast má við samtöngutruflunum á landinu í dag vegna veðurs. Við skoðum veðrið, bæði hérna heima og erlendis í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.

Rask á innanlandsflugi vegna hvass­viðris og élja­gangs

Veturinn hefur látið rækilega til sín taka á norðurhveli jarðar um helgina, með tilheyrandi óþægindum. Búast má við talsverðum samgöngutruflunum vegna veðurofsa á landinu í dag en gular veðurviðvaranir eru í gildi á öllu vestanverðu landinu. Veðurfræðingur varar fólk við því að stunda útivist vegna hvassviðris og éljagangs.

Mattarella endurkjörinn sem forseti Ítalíu

Sergio Mattarella var endurkjörinn forseti Ítalíu af ítalska þinginu í gær. Forsetakosningar á þinginu hafa staðið yfir svo vikum skiptir og þingflokkarnir ekki komist að samkomulagi um næsta forseta fyrr en nú.

Sprengi­sandur: Orku­málin, Rúss­land og Úkraína og verð­bólgu­horfur

Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson byrjar á því að ræða við Eddu Sif Pind Aradóttur sem fer fyrir Carbfix verkefninu þar sem koltvísýringur er fangaður úr andrúmsloftinu og dælt niður í jörðina. Verkefnið hefur vakið mikla athygli á heimsvísu.

Níu ára drengur fórst í Eng­landi vegna veður­ofsa

Níu ára gamall drengur og sextug kona létust þegar tré féll á þau vegna stormsins Malik, sem ríður yfir Bretlandseyjar. Þúsundir heimila hafa verið rafmagnslaus í Skotlandi og Englandi vegna stormsins.

Fór úr axlarlið í líkamsárás

Lögreglu barst tilkynning um líkamsárás á fyrsta tímanum í nótt í miðbæ Reykjavíkur. Tilkynnt var um mann sem hrinti stúlku þannig að hún féll aftur fyrir sig og mann sem kýldur var í andlitið.

Ók á brott eftir að hafa ekið á konu

Lögregla var kölluð út á sjötta tímanum í gærkvöldi eftir að ekið hafði verið á konu við verslanir í Garðabæ. Ökumaðurinn sem ók á konunna sagðist eftir slysið ætla að leggja bílnum í stæði og kanna skemmdir en ók þess í stað á brott og yfirgaf vettvang. 

Sjá meira