Blaðamönnum almennt frjálst að vinna úr illa fengnum gögnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 15. febrúar 2022 12:00 Halldóra Þorsteinsdóttir héraðsdómari og sérfræðingur í fjölmiðlarétti. Vísir/Vilhelm Héraðsdómari og sérfræðingur í fjölmiðlarétti segir ýmsar ástæður fyrir því að lögregla geti viljað fá blaðamenn í skýrslutökur og segir fordæmi fyrir því. Formanni Blaðamannafélagsins finnst rannsókn lögregu á fréttaflutningi af skæruliðadeild samherja tilraun til að beita blaðamenn þrýstingi. Eins og greint var frá í gær bera fjórir blaðamenn réttarstöðu sakbornings í rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á fréttaflutningnum og hafa þeir verið boðaðir í skýrslutöku. Þeir eru meðal annars grunaðir um að hafa brotið gegn friðhelgi einkalífsins með umfjöllun sinni um einkasamtöl þeirra sem skipuðu svokallaða skæruliðadeild Samherja. Blaðamönnum alla jafna frjálst að fjalla um mál þó gögn séu illa fengin Halldóra Þorsteinsdóttir héraðsdómari og sérfræðingur í fjölmiðlarétti segist ekki þekkja umrætt mál sérstaklega en segir þó fordæmi fyrir því að blaðamenn séu kallaðir í skýrslutöku. „Að jafnaði er blaðamönnum frjálst að fjalla um fréttir sem hafa þessa þjóðfélagslegu skírskotun jafnvel þó gögnin kunni að einhverju leyti að vera illa fengin,“ segir Halldóra. Á þessi séu þó alltaf einhverjar takmarkanir og hún geti ekkert sagt til um hvernig umræddu máli sé háttað. „Síðan eru dæmin auðvitað ólík eftir því hvort það er grunur um bein brot blaðamanns, sem kann auðvitað að koma til, eða hvort aðkoma blaðamanns lítur þá bara að því að hann fjalli um fréttir sem eru byggðar á gögnum sem einhver vafi liggur fyrir á að séu tilkomin með eðlilegum hætti,“ segir Halldóra. Gögnin hafi efalaust átt erindi við almenning Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir að þegar blaðamenn standi með gögn sem þessi verði þeir að spyrja sig hvort vegi meira: friðhelgi einkalífs þess gögnin varða eða hagsmunir almennings að fá þær upplýsingar sem þar koma fram. Og í þessu tilfelli telur Sigríður Dögg að gögnin hafi tvímælalaust átt erindi við almenning. „Við þurfum ekki einu sinni að ræða það. Samherji hefur komið fram og beðist afsökunar á því framferði sem þarna var lýst. Enginn hefur véfengt þær upplýsingar og þær fréttir og þær atburðarás og lýsingar sem þarna hafa komið fram,“ sagði Sigríður Dögg. Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Tengdar fréttir Megi túlka rannsókn lögreglu sem „tilraun til að beita blaðamenn þrýstingi“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir að túlka megi rannsókn lögreglu á fréttaflutningi um „skæruliðadeild“ Samherja sem tilraun til að beita fjölmiðla og blaðamenn þrýstingi að fjalla ekki um ákveðin mál. 15. febrúar 2022 10:02 Lögreglan á að vita að frumskylda blaðamanna er að vernda heimildarmenn Varðandi ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að kalla minnst fjóra blaðamenn til yfirheyrslu vegna gruns um brot gegn friðhelgi einkalífsins í tengslum við fréttaflutning um skæruliðadeild Samherja, hef ég þetta að segja sem formaður Blaðamannafélags Íslands: 14. febrúar 2022 20:07 Boðaður í yfirheyrslu vegna umfjöllunar um Samherja Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, hefur verið boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í næstu viku vegna umfjöllunar sinnar um aðferðir hinnar svokölluðu „skæruliðadeildar Samherja.“ 14. febrúar 2022 18:19 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Eins og greint var frá í gær bera fjórir blaðamenn réttarstöðu sakbornings í rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á fréttaflutningnum og hafa þeir verið boðaðir í skýrslutöku. Þeir eru meðal annars grunaðir um að hafa brotið gegn friðhelgi einkalífsins með umfjöllun sinni um einkasamtöl þeirra sem skipuðu svokallaða skæruliðadeild Samherja. Blaðamönnum alla jafna frjálst að fjalla um mál þó gögn séu illa fengin Halldóra Þorsteinsdóttir héraðsdómari og sérfræðingur í fjölmiðlarétti segist ekki þekkja umrætt mál sérstaklega en segir þó fordæmi fyrir því að blaðamenn séu kallaðir í skýrslutöku. „Að jafnaði er blaðamönnum frjálst að fjalla um fréttir sem hafa þessa þjóðfélagslegu skírskotun jafnvel þó gögnin kunni að einhverju leyti að vera illa fengin,“ segir Halldóra. Á þessi séu þó alltaf einhverjar takmarkanir og hún geti ekkert sagt til um hvernig umræddu máli sé háttað. „Síðan eru dæmin auðvitað ólík eftir því hvort það er grunur um bein brot blaðamanns, sem kann auðvitað að koma til, eða hvort aðkoma blaðamanns lítur þá bara að því að hann fjalli um fréttir sem eru byggðar á gögnum sem einhver vafi liggur fyrir á að séu tilkomin með eðlilegum hætti,“ segir Halldóra. Gögnin hafi efalaust átt erindi við almenning Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir að þegar blaðamenn standi með gögn sem þessi verði þeir að spyrja sig hvort vegi meira: friðhelgi einkalífs þess gögnin varða eða hagsmunir almennings að fá þær upplýsingar sem þar koma fram. Og í þessu tilfelli telur Sigríður Dögg að gögnin hafi tvímælalaust átt erindi við almenning. „Við þurfum ekki einu sinni að ræða það. Samherji hefur komið fram og beðist afsökunar á því framferði sem þarna var lýst. Enginn hefur véfengt þær upplýsingar og þær fréttir og þær atburðarás og lýsingar sem þarna hafa komið fram,“ sagði Sigríður Dögg.
Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Tengdar fréttir Megi túlka rannsókn lögreglu sem „tilraun til að beita blaðamenn þrýstingi“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir að túlka megi rannsókn lögreglu á fréttaflutningi um „skæruliðadeild“ Samherja sem tilraun til að beita fjölmiðla og blaðamenn þrýstingi að fjalla ekki um ákveðin mál. 15. febrúar 2022 10:02 Lögreglan á að vita að frumskylda blaðamanna er að vernda heimildarmenn Varðandi ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að kalla minnst fjóra blaðamenn til yfirheyrslu vegna gruns um brot gegn friðhelgi einkalífsins í tengslum við fréttaflutning um skæruliðadeild Samherja, hef ég þetta að segja sem formaður Blaðamannafélags Íslands: 14. febrúar 2022 20:07 Boðaður í yfirheyrslu vegna umfjöllunar um Samherja Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, hefur verið boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í næstu viku vegna umfjöllunar sinnar um aðferðir hinnar svokölluðu „skæruliðadeildar Samherja.“ 14. febrúar 2022 18:19 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Megi túlka rannsókn lögreglu sem „tilraun til að beita blaðamenn þrýstingi“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir að túlka megi rannsókn lögreglu á fréttaflutningi um „skæruliðadeild“ Samherja sem tilraun til að beita fjölmiðla og blaðamenn þrýstingi að fjalla ekki um ákveðin mál. 15. febrúar 2022 10:02
Lögreglan á að vita að frumskylda blaðamanna er að vernda heimildarmenn Varðandi ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að kalla minnst fjóra blaðamenn til yfirheyrslu vegna gruns um brot gegn friðhelgi einkalífsins í tengslum við fréttaflutning um skæruliðadeild Samherja, hef ég þetta að segja sem formaður Blaðamannafélags Íslands: 14. febrúar 2022 20:07
Boðaður í yfirheyrslu vegna umfjöllunar um Samherja Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, hefur verið boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í næstu viku vegna umfjöllunar sinnar um aðferðir hinnar svokölluðu „skæruliðadeildar Samherja.“ 14. febrúar 2022 18:19