„Kominn tími til að hann sé opinberaður“ Kona, sem hefur sakað Megas um að hafa brotið á sér kynferðislega ásamt öðrum manni, segir lagið Litlu ljót eftir Megas fjalla um ofbeldið. Hún var tvítug þegar hún kynntist Megasi en hann sextugur. 26.11.2021 14:54
„Fyllsta ástæða til að tapa sér ekki í umræðunni núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að fara að skipuleggja hertar aðgerðir vegna fregna af nýju skæðu afbrigði kórónuveirunnar. Evrópusambandið hefur boðað flugbann frá svæðum þar sem afbrigðið hefur skotið upp kollinum. 26.11.2021 11:36
Galli í tillögu Svandísar hefði getað leitt til uppkosninga alls staðar nema í NV Hefði Alþingi hafnað tillögu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um uppkosningu í Norðvesturkjördæmi í heild sinni í gær hefði þurft að boða til uppkosninga í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi. Þetta herma heimildir fréttastofu. 26.11.2021 11:08
Gerðist ekki sekur um stórkostlegt gáleysi þegar hann fjarlægði eggjastokk án leyfis Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að kvensjúkdómalæknir, sem fjarlægði eggjastokk úr skjólstæðingi án leyfis, hafi ekki gerst brotlegur um stórkostlegt gáleysi. Vegna þessa er Sjúkratryggingum Íslands ekki skylt að greiða sjúklingnum tvær milljónir í miskabætur. 25.11.2021 16:38
Hafþór sakfelldur með minnsta mun í Hæstarétti Hæstiréttur hefur sakfellt Hafþór Loga Hlynsson fyrir peningaþvætti og staðfesti tuttugu mánaða fangelsisdóm yfir Hafþóri sem Landsréttur hafði dæmt í janúar. Áður hafði hann verið dæmdur í eins árs fangelsi í héraðsdómi. 25.11.2021 15:46
Kona lést í umferðarslysi í Reykjavík í morgun Kona lést í umferðarslysi á gatnamótum Gnoðavogs og Skeiðarvogs á níunda tímanum í morgun. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa. 25.11.2021 14:33
Lyfjastofnun Evrópu mælir með bólusetningu fimm til ellefu ára Lyfjastofnun Evrópu hefur gefið grænt ljós á að börn á aldrinum fimm til ellefu ára verði bólusett gegn Covid-19. Á leyfið þó einungis við um bóluefni Pfizer en þegar hefur notkun þess verið heimiluð öllum tólf ára og eldri. 25.11.2021 12:02
Tilkynnt um svartan reyk frá Eldsmiðjunni Talsverður viðbúnaður var við Suðurlandsbraut 12 nú fyrir stuttu og voru bæði slökkvilið og lögregla á staðnum. Að sögn slökkviliðs tilkynnti vegfarandi um svartan reyk stíga upp frá húsinu. 25.11.2021 11:11
Squid Game smyglari dæmdur til dauða Karlmaður, sem smyglaði afritum af vinsælu Netflix-þáttunum Squid Game til Norður-Kóreu, hefur verið dæmdur til dauða. Upp komst um manninn eftir að stjórnvöld gómuðu gagnfræðiskólanema við að horfa á þættina. 25.11.2021 10:13
Forsætis- og dómsmálaráðuneyti vinna greinargerð um Hjalteyrarmálið Forsætisráðherra og dómsmálaráðherra hafa tekið ákvörðun um að greinargerð verði unnin um það hvort og þá hvernig hægt verði að rannsaka mál þeirra barna sem vistuð voru á Hjalteyri á áttunda áratugi síðustu aldar. 24.11.2021 16:19