Forsætis- og dómsmálaráðuneyti vinna greinargerð um Hjalteyrarmálið Forsætisráðherra og dómsmálaráðherra hafa tekið ákvörðun um að greinargerð verði unnin um það hvort og þá hvernig hægt verði að rannsaka mál þeirra barna sem vistuð voru á Hjalteyri á áttunda áratugi síðustu aldar. 24.11.2021 16:19
Baguette með skinku og osti komið aftur á matseðilinn hjá Icelandair Eftir þriggja ára hlé er baguette með skinku og osti loks komið aftur á matseðilinn hjá Icelandair. Þreyttir ferðalangar geta því glaðst að nýju og notið þessa sívinsæla réttar þegar þeir eru á ferðalagi með flugfélaginu. 24.11.2021 15:15
Afkoma ríkissjóðs 51 milljarði betri en áætlað var Afkoma ríkissjóðs á fyrstu níu mánuðum ársins er neikvæð um 138 milljarða króna. Afkoman er þó talsvert betri en áætlanir, sem gerðar voru í upphafi árs, gerðu ráð fyrir eða 51 milljarði betri. 24.11.2021 14:42
Íshellan í Grímsvötnum farin að síga Íshellan í Grímsvötnum er farin að síga. Þetta benda nýjar mælingar Veðurstofu Íslands í Grímsvötnum til. Gæti þetta verið vísbending um að Grímsvatnahlaup sé í vændum. 24.11.2021 13:45
Úkraínumenn og Rússar halda heræfingar á landamærum Spennan í Austur-Evrópu magnast enn en bæði Rússar og Úkraínumenn hafa verið að halda heræfingar á landamærum sínum. Staðan á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlans fer þá versnandi. 24.11.2021 11:59
Leggja til að lausagöngugarður fyrir hunda verði á Klambratúni Meðal tillaga sem lagðar hafa verið fram af Reykjavíkurborg um hverfisskipulag Norðurmýrar, Holta og Hlíða er að breyta hluta af útivistarsvæðinu á Klambratúni í lausagöngugarð fyrir hunda. Enginn slíkur garður er í Reykjavík vestan Elliðaáa. 24.11.2021 10:35
Sýknaður af kynferðislegri áreitni í Hrunalaug Karlmaður hefur verið sýknaður af kynferðislegri áreitni í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í apríl í fyrra strokið um bert bak og læri konu, reynt að toga hana til sín og strokið og haldið um rass hennar utanklæða í Hrunalaug í nágrenni við Flúðir. 24.11.2021 08:00
Töldu sig verða gerð afturreka með áminningu Sú rannsókn sem fór fram á ásökunum læknanema á Landspítalanum á hendur Björns Loga Þórarinssonar sérfræðilæknis um kynferðislega áreitni er sú ítarlegasta sem ráðist hefur verið í innan spítalans vegna áþekkra ásakana. 24.11.2021 07:01
Mánaðarlangt skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa rassskellt dyravörð Karlmaður hefur verið dæmdur í mánaðarlangt skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa slegið á rass dyravarðar fyrir utan skemmtistaðinn Lebowski í Reykjavík og reynt að kyssa hana á kinnina. Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudaginn í málinu. 23.11.2021 16:26
Bein útsending: Alþingi sett eftir langt hlé Nýtt löggjafarþing verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfn klukkan 13:30 með guðþjónustu í Dómkirkjunni. 23.11.2021 13:02