Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður Kolbrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Faldi synina fyrir Björk undir frétta­borðinu

Elín Stefánsdóttir Hirst, fyrrverandi fréttamaður á Stöð 2, rifjaði það upp í 35 ára afmælisþætti Stöðvar 2, sem sýndur var á laugardaginn að hún hafi eitt sinn þurft að daga syni sína tvo með í vinnuna þegar hún var að lesa kvöldfréttir. Drengirnir hafi verið eins og englar og beðið undir fréttaborðinu en skotið upp kollinum þegar tónlistarkonan Björk mætti í stúdíóið.

Sjálf­stæðis­flokkurinn bauð Ernu vel­komna í flokkinn á laugar­dag

Sjálfstæðisflokkurinn tilkynnti á laugardag að Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður Birgis Þórarinssonar og Miðflokkskona, hafi ákveðið að fylgja Birgi yfir í Sjálfstæðisflokkinn og starfa innan þingflokks hans. Erna tilkynnti hins vegar í morgun að hún muni ekki fylgja Birgi eftir, heldur halda til í Miðflokknum.

Festust á inni­skónum á Vaðla­heiði: „Neyðar­línan sagði að við þyrftum að redda okkur sjálf“

Fjórir krakkar sem voru á leið frá Akureyri að Menntaskólanum á Laugum á föstudag lentu í miklum hrakförum þegar þau festu jeppann sinn úti í vegkanti á Vaðlaheiði. Þau hringdu strax í neyðarlínuna, enda illa búin og óreynd, en fengu þau skilaboð að þau þyrftu að leysa úr flækjunni sjálf. Björgunarsveitir myndu ekki koma þeim til aðstoðar. 

Tólf ára stúlkan fundin

Tólf ára gömul stúlka sem Lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir á Facebook fyrir stuttu er fundin og komin heim til sín. 

Líkir Birgi við Júdas

Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, er harðorður í garð Birgis Þórarinssonar fyrrverandi samflokksmanns hans, sem tilkynnti óvænt í gær að hann væri genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn aðeins tveimur vikum eftir kosningar, í skoðanagrein sem birtist á Vísi í dag.

Sjá meira