Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður Kolbrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Krefjast samnings­fundar fyrir kosningar

Félag talmeinafræðinga á Íslandi hefur krafist þess að Sjúkratryggingar Íslands gangi að samningsborðinu við félagið fyrir Alþingiskosningar 25. september næstkomandi. Félagið lýsir yfir miklum vonbrigðum með framgöngu Sjúkratrygginga við félagið.

Ekkert ferða­veður í kvöld

Gul viðvörun tekur gildi víðast hvar á landinu síðdegis í dag. Búast má við hvössum vindum og mikilli úrkomu í þessari fyrstu haustlægð og fólk er hvatt til að huga vel að lausamunum utanhúss áður en veðrið skellur á af fullum krafti. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Óttast er að riða hafi náð að breiðast út í Skagafirði. Riðuveiki greindist á bænum Syðra-Skörðugili í gær og þarf að skera allt féð niður. 

Megi vænta þess að gosið komist í sama gír eftir viku hlé

Eldfjallafræðingur segir líklegt að eldgosið í Geldingadölum fari að ná sér á fyrra strik eftir að hafa verið í dvala í rúma viku. Í morgun sást til glóandi kviku í gosgígnum eftir að nokkur órói mældist við eldstöðina. 

Hraun­kvika rennur á ný í Geldinga­dölum

Óróinn í Fagradalsfjalli fór að aukast skyndilega í morgun eftir lengstu lægð eldgossins frá upphafi þess. Flugmaður sem flaug yfir Geldingadali í morgun segist hafa verið gríðarlega spenntur þegar hann sá að farið sé að flæða úr gígnum að nýju.

Hlaup hafið í Vestari-Jökuls­á í Skaga­firði

Hlaup er hafið í Vestari-Jökulsá í Skagafirði en upptakakvíslar hennar koma undan norðanverðum Hofsjökli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra. Íbúi á Úlfsstöðum nærri Varmahlíð segist ekki muna eftir haustflóðum í sinni tíð.

Sjá meira