„Það skiptir máli hvaða manneskjur setjast á þing“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. október 2021 13:01 Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins, hefur lagt fram kæru vegna Alþingiskosninganna. Vísir Formaður Stjórnarskrárfélagsins hefur lagt fram kæru vegna Alþingiskosninganna og kallar eftir að þjóðin öll gangi að kjörstöðum að nýju. Vistaskipti Birgis Þórarinssonar, þingmanns í Suðurkjördæmi, sýni svart á hvítu hve miklu máli skipti hvaða fólk hafi komist inn á þing. „Nú hafa sumir haldið því fram að það skipti engu máli hvað gerðist þarna í Norðvesturkjördæmi af því að flokkarnir haldi sínum hlutföllum en það er kolröng túlkun. Það skiptir máli hvaða manneskjur setjast á þing því manneskjur geta gert þetta eins og Birgir gerir í dag, sagt sig úr flokki og farið eitthvert annað,“ segir Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins. Katrín lagði í gær fram kæru vegna Alþingiskosninganna til dómsmálaráðuneytisins. Hún segir kosningamálið í Norðvesturkjördæmi ekki bara formsatriði, það hafi haft mikil áhrif á niðurstöður kosninganna, þó að flokkarnir hafi haldið sínum hlutföllum. „Það að fimm manneskjur hafi dottið út og aðrar fimm manneskjur komið inn hefur afgerandi áhrif á úrslit kosninganna að mínu mati.“ Hún sé þeirrar skoðunar að kalla þurfi aftur til kosninga á landinu öllu til að leysa úr flækjunni sem hafi myndast. „Það er augljóslega ekki hægt að láta hvorki talningu eitt né talningu tvö í Norðvesturkjördæmi gilda því báðar eru gallaðar. Ef við færum í uppkosningu í því kjördæmi einu þá erum við með ákveðinn lýðræðishalla sem þýðir að kjósendur í því kjördæmi hafa betri upplýsingar um niðurstöðu kosninganna en allir hinir,“ segir Katrín. Hún segir bagalegt að stjórnarmyndunarviðræður séu hafnar þegar þessi staða er uppi. „Ég held að það sé óheppilegt að það séu stjórnarmyndunarviðræður í gangi og að fólkið sem sitji við það borð tjái sig eins og það sé ákveðið formsatriði að það sé skorið úr um það hvort kosningarnar séu lögmætar.“ „Það verður að huga miklu, miklu betur að þessu máli og alvarleika þess og ég held að annars endum við í þeirri stöðu að eftir tvö, þrjú ár verði komin niðurstaða Mannréttindadómstólsins um að Alþingi Íslendinga sitji í skjóli ólögmætra kosninga,“ sagði Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins. Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Stjórnarskrá Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Tengdar fréttir Birgir Þórarinsson gengur til liðs við Sjálfstæðisflokkinn vegna Klaustursmálsins Birgir Þórarinsson, þingmaður Suðurkjördæmis, hefur gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn eftir að hafa verið þingmaður fyrir Miðflokkinn í fjögur ár. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú því sautján þingmenn en Miðflokkurinn aðeins tvo. 9. október 2021 08:10 Átta hafa kært framkvæmd talningar Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna. 8. október 2021 20:19 Búið að uppfæra þingmannalistann á alþingi.is til samræmis við úrslitin eftir endurtalningu Búið er að uppfæra þingmannalistann á Alþingisvefnum til samræmis við úrslit kosninganna. Athygli vekur að það hefur verið gert í samræmi við niðurstöður seinni talningarinnar í Norðvesturkjördæmi, þrátt fyrir að hún hafi verið kærð. 8. október 2021 10:11 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
„Nú hafa sumir haldið því fram að það skipti engu máli hvað gerðist þarna í Norðvesturkjördæmi af því að flokkarnir haldi sínum hlutföllum en það er kolröng túlkun. Það skiptir máli hvaða manneskjur setjast á þing því manneskjur geta gert þetta eins og Birgir gerir í dag, sagt sig úr flokki og farið eitthvert annað,“ segir Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins. Katrín lagði í gær fram kæru vegna Alþingiskosninganna til dómsmálaráðuneytisins. Hún segir kosningamálið í Norðvesturkjördæmi ekki bara formsatriði, það hafi haft mikil áhrif á niðurstöður kosninganna, þó að flokkarnir hafi haldið sínum hlutföllum. „Það að fimm manneskjur hafi dottið út og aðrar fimm manneskjur komið inn hefur afgerandi áhrif á úrslit kosninganna að mínu mati.“ Hún sé þeirrar skoðunar að kalla þurfi aftur til kosninga á landinu öllu til að leysa úr flækjunni sem hafi myndast. „Það er augljóslega ekki hægt að láta hvorki talningu eitt né talningu tvö í Norðvesturkjördæmi gilda því báðar eru gallaðar. Ef við færum í uppkosningu í því kjördæmi einu þá erum við með ákveðinn lýðræðishalla sem þýðir að kjósendur í því kjördæmi hafa betri upplýsingar um niðurstöðu kosninganna en allir hinir,“ segir Katrín. Hún segir bagalegt að stjórnarmyndunarviðræður séu hafnar þegar þessi staða er uppi. „Ég held að það sé óheppilegt að það séu stjórnarmyndunarviðræður í gangi og að fólkið sem sitji við það borð tjái sig eins og það sé ákveðið formsatriði að það sé skorið úr um það hvort kosningarnar séu lögmætar.“ „Það verður að huga miklu, miklu betur að þessu máli og alvarleika þess og ég held að annars endum við í þeirri stöðu að eftir tvö, þrjú ár verði komin niðurstaða Mannréttindadómstólsins um að Alþingi Íslendinga sitji í skjóli ólögmætra kosninga,“ sagði Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins.
Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Stjórnarskrá Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Tengdar fréttir Birgir Þórarinsson gengur til liðs við Sjálfstæðisflokkinn vegna Klaustursmálsins Birgir Þórarinsson, þingmaður Suðurkjördæmis, hefur gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn eftir að hafa verið þingmaður fyrir Miðflokkinn í fjögur ár. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú því sautján þingmenn en Miðflokkurinn aðeins tvo. 9. október 2021 08:10 Átta hafa kært framkvæmd talningar Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna. 8. október 2021 20:19 Búið að uppfæra þingmannalistann á alþingi.is til samræmis við úrslitin eftir endurtalningu Búið er að uppfæra þingmannalistann á Alþingisvefnum til samræmis við úrslit kosninganna. Athygli vekur að það hefur verið gert í samræmi við niðurstöður seinni talningarinnar í Norðvesturkjördæmi, þrátt fyrir að hún hafi verið kærð. 8. október 2021 10:11 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Birgir Þórarinsson gengur til liðs við Sjálfstæðisflokkinn vegna Klaustursmálsins Birgir Þórarinsson, þingmaður Suðurkjördæmis, hefur gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn eftir að hafa verið þingmaður fyrir Miðflokkinn í fjögur ár. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú því sautján þingmenn en Miðflokkurinn aðeins tvo. 9. október 2021 08:10
Átta hafa kært framkvæmd talningar Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna. 8. október 2021 20:19
Búið að uppfæra þingmannalistann á alþingi.is til samræmis við úrslitin eftir endurtalningu Búið er að uppfæra þingmannalistann á Alþingisvefnum til samræmis við úrslit kosninganna. Athygli vekur að það hefur verið gert í samræmi við niðurstöður seinni talningarinnar í Norðvesturkjördæmi, þrátt fyrir að hún hafi verið kærð. 8. október 2021 10:11