Fagnar með nokkrum bjórum eftir að hafa hlaupahjólað í kring um landið Tuttugu og sex ára Breti kláraði hringferð um landið á hlaupahjóli í dag. Hann segist alsæll með ferðina og stefnir á að fá sér nokkra íslenska bjóra til að fagna árangrinum. 3.9.2021 14:00
Ofbeldismaður á skilorði grunaður um kynferðisbrot í Eyjum Karlmaður sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á konu í Vestmannaeyjum aðfaranótt fimmtudags hefur verið fluttur í fangelsið á Hólmsheiði, þar sem hann afplánar nú fyrri dóm. Hann var í fyrra dæmdur fyrir fólskulega líkamsárás gegn þáverandi kærustu sinni. 3.9.2021 12:01
„Ekki vírusinn sem er vandamálið heldur stefnuleysi yfirvalda“ Tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves hefur verið frestað til ársins 2022 vegna áframhaldandi samkomutakmarkana í ljósi kórónuveirufaraldursins. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir það mikil vonbrigði fyrir íslenska tónlistariðnaðinn að samkomutakmarkanir séu enn svo strangar. 2.9.2021 11:23
Iceland Airwaves frestað til ársins 2022 Tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves hefur verið frestað til ársins 2022 vegna áframhaldandi samkomutakmarkana í ljósi kórónuveirufaraldursins. Hátíðin mun því fara fram dagana 2. til 5. nóvember 2022. 2.9.2021 10:00
Harmar það að Kolbeinn saki hana um lygar Þórhildur Gyða Arnarsdóttir segist harma það að Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrnumaður, saki hana um lygar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér fyrir stuttu. 1.9.2021 16:55
Kannast hvorki við að hafa beitt konurnar ofbeldi né áreitt Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrnumaður, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana sem Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur borið á hann. Hann segist ekki kannast við að hafa áreitt hana eða vinkonu hennar og neitar sök. Hegðun hans hafi hins vegar ekki verið til fyrirmyndar og hann beðið konurnar afsökunar. 1.9.2021 16:15
Norður-Kórea afþakkar kínverskt bóluefni Norður-Kórea hefur afþakkað þrjár milljónir bóluefnaskammta gegn Covid-19 frá kínverska lyfjarisanum Sinovac. Norðurkóresk stjórnvöld segja að frekar eigi að senda bóluefnaskammtanna til landa þar sem staðan vegna veirunnar er alvarleg.N 1.9.2021 15:45
Sackler fjölskyldan gæti misst Purdue Pharma í dag Alríkisdómari mun í dag dæma hvort sáttasamningar milli lyfjaframleiðandans Purdue Pharma, nokkurra fylkja Bandaríkjanna og fjölda sveitarfélaga verði samþykktir af ríkinu. Fylkja- og sveitarstjórnirnar stefndu lyfjarisanum vegna ópíóðafaraldursins, sem hefur dregið hálfa milljón Bandaríkjamanna til dauða undanfarna tvo áratugi. 1.9.2021 14:51
Ragnhildur Helgadóttir nýr rektor HR Stjórn Háskólans í Reykjavík hefur skipað Ragnhildi Helgadóttur, sviðsforseta samfélagssviðs og prófessor við lagadeild, nýjan rektor Háskólans í Reykjavík. Ragnhildur tekur við stöðunni af Ara Kristni Jónssyni, sem hefur gengt stöðunni undanfarin ellefu ár. 1.9.2021 13:45
Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna Skaftárhlaups Vísbendingar eru um að hlaup sé hafið í Skaftá. Rafleiðni í Skaftá hefur hækkað jafnt og þétt síðustu tvo sólarhringa og vatnshæð árinnar við Sveinstind aukist síðustu klukkustundir. Einnig hafa borist tilkynningar um brennisteinslykt í nágrenni Skaftár og Hverfisfljóts. 1.9.2021 12:47