71 greindist smitaður af veirunni í gær Að minnsta kosti 71 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 37 af þeim sem greindust eru fullbólusettir, tveir hálfbólusettir og 31 óbólusettir. 36 þeirra voru í sóttkví og 35 utan sóttkvíar. 21.8.2021 10:47
Þrettán ríki hafa samþykkt að taka við afgönsku flóttafólki Þrettán ríki hafa, að sögn utanríkisráðherra Bandaríkjanna, samþykkt að taka við afgönsku flóttafólki. Ísland er ekki meðal þeirra ríkja enn, en ríkisstjórninni hafa borist tillögur flóttamannanefndar um móttöku flóttafólks frá Afganistan hér á landi. 21.8.2021 09:52
Hjálpar fólki að flýja Afganistan: „Ég veit ekkert hvort ég næ fólki út“ Mikið öngþveiti hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl undanfarna daga þar sem Talibanar standa vörð til að koma í veg fyrir að Afgönum takist að smygla sér inn á flugvöllinn. Íslendingur sem starfar í Kabúl vinnur nú að því að hjálpa Afgönum að flýja landið. 20.8.2021 20:40
„Við vonum að þessir fundir gefi tóninn“ Fyrsti upplýsingafundur ungra umhverfissinna um stöðu loftslagsmála var haldin í Norræna húsinu í dag. Kallað er eftir því að gripið verði til víðtækra aðgerða strax og að yfirvöld lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. 20.8.2021 19:46
Ísland gefur 60 milljónir til mannúðaraðstoðar í Afganistan Utanríkisráðuneyti Íslands hefur tilkynnt um sextíu milljóna króna framlag til mannúðaraðstoðar íAfganistan. Framlaginu verður skipt jafnt má milli Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaráðs Rauða Krossins. 20.8.2021 18:05
Eldur kviknaði í bíl á Kringlumýrarbraut Eldur kviknaði í bíl á Kringlumýrarbraut fyrir utan Suðurver rétt um klukkan hálf sex. Slökkvilið er á staðnum og hefur tekist að slökkva í bílnum. 20.8.2021 17:49
Flóttamannanefnd skilar tillögum um móttöku Afgana til ráðherra í dag Flóttamannanefnd mun skila tillögum sínum, um hvernig taka skuli á móti afgönsku flóttafólki, til ráðherra í dag. Þetta staðfestir Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, í samtali við fréttastofu. 20.8.2021 16:34
Telur ólíklegt að bólusetningum barna verði mótmælt í Laugardalshöll Á Íslandi hafa nú 262.291 verið fullbólusettir gegn veirunni en örvunarbólusetningar hafa staðið yfir í vikunni hjá fólki sem fékk bóluefni Janssen fyrr í sumar. Aðeins um helmingur þeirra sem fékk boð í örvunarbólusetningu þáði það boð. 20.8.2021 12:24
Meðal hugmynda að skipa sérstakan ráðherra fyrir eldri borgara Nauðsynlegt er að skipuleggja og samþætta þjónustu við eldra fólk að mati höfundar tillagna um breytingar til heilbrigðisráðherra. Meðal hugmynda er að skipaður verði sérstakur ráðherra fyrir málefni aldraðra. 20.8.2021 11:47
„Ég held að þetta sé eitt fallegasta land í heimi“ Hin nítján ára gamla Zara Rutherford, sem ætlar sér að verða yngsta kona sögunnar til þess að fljúga einsömul hringinn í kringum jörðina, lenti á Reykjavíkurflugvelli nú síðdegis. 19.8.2021 23:31