Uppgangur mislinga og mænusóttar vegna skertrar heilbrigðisþjónustu áhyggjuefni Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir stöðu bólusetninga alþjóðlega mikið áhyggjumál. Nauðsynlegt sé að framlínufólk í heiminum öllum sé bólusett gegn Covid sem fyrst því hætta steðji ekki aðeins af kórónuveirunni heldur fjölda annarra sótta sem herji nú á í fátækari ríkjum. 19.8.2021 22:02
Hætta á að ungt fólk hætti að taka þátt í lýðræðislegri umræðu á netinu Ungt fólk er mun líklegra en eldri kynslóðir til að verða fyrir neteinelti, hatursorðræðu og háðung í athugasemdakerfum. Áhyggjur eru uppi um að raddir ungs fólks hverfi úr lýðræðislegri umræðu á netinu. 19.8.2021 12:26
Maðurinn er fundinn Maður sem lögregla lýsti eftir á fimmtudag er kominn í leitirnar. 19.8.2021 11:02
Safnaði 1,5 milljón áður en hún lét raka hárið af fyrir Kraft Hin tólf ára gamla Agla Björk Kristjánsdóttir rakaði í dag af sér hárið til styrktar stuðningsfélaginu Krafti en hún hefur safnað einni og hálfri milljón. Kraftur stendur Öglu mjög nærri en hún missti föður sinn úr krabbameini fyrir fjórum árum. 18.8.2021 20:01
Vonsvikinn og leitar svara um móttöku afgansks flóttafólks Afgani sem er búsettur hér á landi tekur lítið mark á yfirlýsingum Talibana um betrun. Hann kallar eftir að íslensk stjórnvöld marki skýra stefnu í móttöku flóttafólks og segist alls staðar hafa komið að lokuðum dyrum hjá íslenskum stjórnvöldum. 18.8.2021 18:31
Vill skoða að hætt verði að setja fullbólusetta í sóttkví Samgöngu og sveitarstjórnarráðherra telur að skoða þurfi að hætt verði alveg að setja fullbólusetta í sóttkví. Heilbrigðisráðherra vill skoða málin betur. 18.8.2021 13:00
Flóttamannanefnd vonast til að skila tillögum til ráðherra fyrir helgi Flóttamannanefnd mun skila inn tillögum til ráðherra um hvernig taka megi á móti flóttamönnum frá Afganistan fyrir ríkisstjórnarfund næsta þriðjudag. Verið sé að vinna tillögurnar mun hraðar en almennt væri gert vegna alvarleika stöðunnar. 18.8.2021 11:57
Heilagir nemendur í þrjátíu ár Mikil ringulreið hefur ríkt í Afganistan undanfarna daga eftir að hersveitir Talibana náðu yfirráðum á höfuðborginni Kabúl og í raun landinu öllu. Þetta er fyrsta sinn í tuttugu ár sem Talibanar hafa haft raunveruleg völd í Afganistan eftir að þeir voru hraktir á brott af her Bandaríkjanna og bandamanna þeirra árið 2001. 18.8.2021 06:00
103 greindust smitaðir innanlands í gær Í gær greindust minnst 103 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 48 í sóttkví og 55 utan sóttkvíar. Enn er ekki komið fram hve margir þeirra voru bólusettir. 17.8.2021 10:48
Orðinn 98 ára en leggur enn stund á fræðin Páll Bergþórsson veðurfræðingur varð 98 ára gamall í dag. Þrátt fyrir háan aldur dundar hann sér enn við fræðin og segir tíma til kominn að gripið verði til loftslagsaðgerða. 13.8.2021 20:01