Íslendingar erlendis hafi samband við sendiráð áður en gengið er til atkvæðagreiðslu Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga hefst hjá sýslumönnum í dag og í sendiráðum Íslands erlendis. Boðað var formlega til Alþingiskosninga í gær sem fara fram þann 25. september. 13.8.2021 12:01
Eldri borgarar bjartsýnir fyrir örvunarbólusetningu Stefnt er að því að hefja endurbólusetningar eldri borgara og fólks með undirliggjandi sjúkdóma samhliða örvunarbólusetningu þeirra sem fengu Janssen. Framkvæmdastjóri hjúkrunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir fólk jákvætt fyrir endurbólusetningunni. 12.8.2021 19:00
Hægt verður að kjósa til Alþingis frá og með morgundeginum Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga hefst hjá sýslumönnum á morgun, föstudaginn 13. ágúst. Þing var rofið í dag og boðað til kosninga þann 25. september. 12.8.2021 17:07
Á von á mikilli uppsveiflu í komu skemmtiferðaskipa á næstu árum Meira en fimmtíu skemmtiferðaskip hafa lagst að bryggju á Ísafirði í sumar. Hafnarstjóri segir að koma skemmtiferðaskipa í Skutulsfjörð í sumar hafi verið kærkomin breyting frá því í fyrra. Von er á að tæplega sextíu skip komi til Ísafjarðar á þessu ári. 12.8.2021 13:00
Sjúkratryggingar greiða fyrir heilbrigðisþjónustu Íslendinga sem smitast erlendis Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í heilbrigðiskostnaði Íslendinga sem smitast af kórónuveirunni erlendis. Greiðsluþátttakan fer þó eftir þeim reglum sem gilda í hverju landi fyrir sig. 11.8.2021 20:00
„Maður skynjar ósamstöðu milli ráðuneytis og almannavarna“ Fjöldi ferðamanna hefur leitað til flugfélagsins Play undanfarið með fyrirspurnir um reglur á landamærum. Forstjóri Play segir að mikil óvissa ríki um aðgerðirnar og gagnrýnir hann ósamræmi á landamærum. 11.8.2021 12:00
Ríkisstjórnin kynnti aðgerðir á blaðamannafundi Ríkisstjórnin mun kynna næstu skref í innanlandsaðgerðum á blaðamannafundi klukkan 16. Fundurinn er sendur út frá Grindavík þar sem ríkisstjórnin hefur fundað í dag. 10.8.2021 15:00
Haraldur Ingi efstur á lista Sósíalista í Norðausturkjördæmi Haraldur Ingi Haraldsson, verkefnastjóri hjá Akureyrarbæ, mun leiða lista Sósíalista í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Framboðslisti flokksins í kjördæminu var birtur nú á tólfta tímanum en Margrét Pétursdóttir, verkakona, mun taka annað sæti á listanum. 10.8.2021 12:07
Að minnsta kosti 97 greindust smitaðir af veirunni Að minnsta kosti 97 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum. 10.8.2021 10:51
Týnda prinsessan skoðaði eldgosið Latifa prinsessa af Dubai var stödd hér á landi nýlega og skoðaði eldgosið í Geldingadölum. Hún var stödd á landinu með vinkonu sinni Sioned Taylor en þær stöllur virðast hafa verið á ferðalagi um heiminn undanfarið. 10.8.2021 09:54