Sest í helgan stein eftir áttundu Ólympíuleikana Fimleikakonan Oksana Chusovitina er sest í helgan stein eftir nær fjögurra áratuga feril. Chusovitina keppti á sínum áttundu og síðustu Ólympíuleikum, í Tókýó í Japan, en hún hefur keppt á hverjum einustu leikum frá árinu 1992 þegar leikarnir fóru fram í Barcelona. 28.7.2021 20:58
Halda tónlistarhátíð þrátt fyrir allt Það styttist í Verslunarmannahelgi og vegna faraldurs kórónuveirunnar er ýmist búið að aflýsa eða fresta bæjarhátíðum um land allt. Þrátt fyrir það ætla veitingamenn á Skuggabaldri við Pósthússtræti að halda uppi fjöri í miðbæ Reykjavíkur. 28.7.2021 20:36
Eldur logaði glatt í bíl við Rauðavatn Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út laust eftir klukkan sex vegna elds sem kom upp í bíl sem var á ferð við Rauðavatn. 28.7.2021 19:08
Lýsir dvöl á skemmtiferðaskipi eftir að smit kom upp: „Eftir hávaðarifrildi á íslensku snerum við aftur í skipið“ „Við vorum búin að keyra í nær klukkustund í fyrstu ferðinni þennan dag – gönguferð þar sem við áttum að læra um íslenskar þjóðsögur um álfa, huldufólk og tröll – þegar leiðsögumaðurinn tilkynnti að við þyrftum að snúa aftur í höfn. Covid-19 hafði greinst um borð í skipinu.“ 28.7.2021 17:46
Landspítali hættir við að krefja starfsfólk um neikvætt PCR-próf Landspítalinn hefur fallið frá þeirri kröfu að starfsfólk sem snýr til baka eftir orlof innanlands skuli skila inn PCR-prófi fyrir Covid-19 áður en það snýr aftur til starfa. Það er þó hvatt til þess að fara í sýnatöku finni það fyrir minnstu einkennum eða hafi verið á stöðum þar sem smit hefur komið upp. 28.7.2021 17:10
Jarðskjálfti að stærð 3,7 í Bárðarbungu Jarðskjálfti að stærðinni 3,7 varð um 8,5 kílómetra austur af Bárðarbungu rétt eftir klukkan tíu í kvöld. 27.7.2021 23:01
„Það eru allar líkur að við verðum orðin appelsínugul á fimmtudaginn“ Ísland verður appelsínugult á litakóðunarkorti sóttvarnastofnunar Evrópu næsta fimmtudag, sem þýðir að strangari reglur gilda fyrir marga ferðamenn hér þegar þeir snúa aftur heim. Hertar reglur á landamærunum tóku gildi á miðnætti og nú þurfa allir ferðamenn að framvísa neikvæðu covid-prófi við komu til landsins. 27.7.2021 22:00
Reyndi að ganga til New York en rak á land í Flórída Heppnin var ekki með manni á fimmtugsaldri sem ætlaði að ganga til New York frá Flórída, yfir sjóinn, í heimagerðu hamstrahjóli sem útbúið var flothylkjum. 27.7.2021 21:56
Karl Gauti leiðir Miðflokkinn í Kraganum og Gunnar Bragi í heiðurssæti Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, mun leiða framboðslista Miðflokksins í komandi Alþingiskosningum. Í öðru sæti er Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, viðskiptafræðingur, varaþingmaður og systir Sigumundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins. 27.7.2021 21:20
Sóttvarnalæknir ræður fólki frá öllum ferðalögum nema til Grænlands Íslendingum er ráðlagt að ferðast ekki að nauðsynjalausu til áhættusvæða í ljósi aukinna smita í löndum heims, sem í dag eru öll lönd og svæði heims nema Grænland. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni á vef landlæknisembættisins. 27.7.2021 20:55