Uppgangur mislinga og mænusóttar vegna skertrar heilbrigðisþjónustu áhyggjuefni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. ágúst 2021 22:02 Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir stöðu bólusetninga alþjóðlega mikið áhyggjumál. Nauðsynlegt sé að framlínufólk í heiminum öllum sé bólusett gegn Covid sem fyrst því hætta steðji ekki aðeins af kórónuveirunni heldur fjölda annarra sótta sem herji nú á í fátækari ríkjum. Embættismenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar gagnrýndu í gær harðlega þær þjóðir sem byrjað hafa að útdeila örvunarskömmtum á bóluefninu gegn kórónuveirunni á meðan milljónir eru enn óbólusettar víða um heim. Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi tekur undir þetta en segir þó að samtökin virði ákvarðanir sóttvarnayfirvalda í hverju landi fyrir sig. Nauðsynlegt sé þó að framlínustarfsfólk sé bólusett sem fyrst. „Ákallið er að við verðum að byrja á að tryggja bólusetningar fyrir framlínustarfsfólk,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF. „Klárum þetta og förum svo í víðtækari bólusetningar.“ Nú hafa alls 83 prósent Íslendinga yfir 12 ára aldri verið fullbólusett en aðeins 24 prósent allra jarðarbúa. Til samanburðar hafa 1,3 prósent íbúa tekjulægri ríkja fengið minnst einn skammt bóluefnisins gegn kórónuveirunni. Bóluefnaþurrðin hefur þó ekki aðeins áhrif á fjölda covid-smitaðra heldur hefur hún skert heilbrigðisþjónustu verulega í tekjulægri ríkjum. „Það sem við hjá UNICEF höfum sérstakar áhyggjur af er mæðraeftirlit og ungbarnaeftirlit. og við sjáum það því miður að í tölum frá í fyrra þá eru margar milljónir barna sem fengu ekki reglubundnar bólusetningar Ýmsir banvænir sjúkdómar hafi farið að herja á heimsbyggðina vegna takmarkaðrar heilbrigðisþjónustu.. Hvaða sjúkdómar eru það til dæmis? „Þetta er til dæmis mænusótt, sem við vorum komin mjög langt með að uppræta,“ segir Birna. „En svo erum við líka að sjá vaxandi fjölda mislingatilfella.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Embættismenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar gagnrýndu í gær harðlega þær þjóðir sem byrjað hafa að útdeila örvunarskömmtum á bóluefninu gegn kórónuveirunni á meðan milljónir eru enn óbólusettar víða um heim. Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi tekur undir þetta en segir þó að samtökin virði ákvarðanir sóttvarnayfirvalda í hverju landi fyrir sig. Nauðsynlegt sé þó að framlínustarfsfólk sé bólusett sem fyrst. „Ákallið er að við verðum að byrja á að tryggja bólusetningar fyrir framlínustarfsfólk,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF. „Klárum þetta og förum svo í víðtækari bólusetningar.“ Nú hafa alls 83 prósent Íslendinga yfir 12 ára aldri verið fullbólusett en aðeins 24 prósent allra jarðarbúa. Til samanburðar hafa 1,3 prósent íbúa tekjulægri ríkja fengið minnst einn skammt bóluefnisins gegn kórónuveirunni. Bóluefnaþurrðin hefur þó ekki aðeins áhrif á fjölda covid-smitaðra heldur hefur hún skert heilbrigðisþjónustu verulega í tekjulægri ríkjum. „Það sem við hjá UNICEF höfum sérstakar áhyggjur af er mæðraeftirlit og ungbarnaeftirlit. og við sjáum það því miður að í tölum frá í fyrra þá eru margar milljónir barna sem fengu ekki reglubundnar bólusetningar Ýmsir banvænir sjúkdómar hafi farið að herja á heimsbyggðina vegna takmarkaðrar heilbrigðisþjónustu.. Hvaða sjúkdómar eru það til dæmis? „Þetta er til dæmis mænusótt, sem við vorum komin mjög langt með að uppræta,“ segir Birna. „En svo erum við líka að sjá vaxandi fjölda mislingatilfella.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira