„Öll alveg ógeðslega fúl og pirruð yfir þessu“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir ekkert annað í stöðunni en að þjóðin taki höndum saman og takist á við nýjar sóttvarnaaðgerðir. 22.7.2021 13:36
Minnast hryðjuverkaárásanna í Útey og Osló í Vatnsmýri Tíu ár eru í dag liðin frá hryðjuverkaárásunum í Útey og Osló þar sem 77 féllu. Í tilefni þess hafa Ungir jafnaðarmenn í samstarfi við Norræna húsið skipulagt minningarathöfn sem fer fram í minningarlundinum í Vatnsmýri klukkan 16:30 í dag. 22.7.2021 13:09
Boðað verður til ríkisstjórnarfundar þegar minnisblaðið berst Boðað verður til sérstaks ríkisstjórnarfundar þar sem ríkisstjórn landsins mun ræða minnisblað sóttvarnalæknis með tillögum að sóttvarnaaðgerðum innanlands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst skila minnisblaði með tillögum sínum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag og verður boðað til ríkisstjórnarfundar þegar minnisblaðið berst. 22.7.2021 13:07
Vonar að gripið verði til aðgerða „eins fljótt og hægt er“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að gripið verði til aðgerða innanlands eins fljótt og hægt er. Þórólfur ætlar að skila minnisblaði með tillögum að takmörkunum innanlands til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag. 22.7.2021 12:37
Leggur til takmarkanir innanlands Þórólfur Guðnason sóttvarnalækir mun senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum að auknum takmörkunum hér innanlands í dag. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna. 22.7.2021 11:14
Mjanmarski herinn handtekur lækna þrátt fyrir metfjölda smitaðra Mjanmarski herinn hefur handtekið fjölda lækna sem hafa starfað í framlínunni í baráttunni gegn Covid-19. Læknarnir hafa starfað sjálfstætt með kórónuveirusjúklingur en heilbrigðiskerfið er að þolmörkum komið í landinu þar sem fjöldi smitaðra hækkar með verjum deginum sem líður. 22.7.2021 10:48
Hryðjuverkaárásirnar í Útey og Osló: „Orð þeirra og gerðir eru enn hluti af samfélaginu“ „Í dag velti ég fyrir mér hvar þau væru núna, þessi 77 ljós sem slökknuðu fyrir 10 árum, yfirgnæfandi meirihluti táningar. Hvert allir þessir lífsþræðir sem skyndilega og sorglega voru rofnir hefðu legið og hvað þeir hefðu lagt til umhverfis síns, fjölskyldu, samfélags, heimsins.“ 22.7.2021 09:40
Tíu ár frá hryðjuverkaárásunum í Útey og Osló: „Við höfum ekki gert nóg“ „Hryðjuverkaárásin þann 22. júlí var árás á lýðræðið okkar. Þetta var pólitísk hryðjuverkaárás sem var beint að Verkamannafloknum, ungliðahreyfingu flokksins og hugmyndafræði þeirra.“ 22.7.2021 09:00
Birgir og Erna leiða lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi Framboðslisti Miðflokksins í Suðurkjördæmi var samþykktur á félagsfundi í gærkvöldi með 93 prósentum greiddra atkvæða. Birgir Þórarinsson, þingmaður mun leiða listann í kjördæminu en Erna Bjarnadóttir, sem farið hefur fyrir Facebook-hópnum Aðför að heilsu kvenna, situr í öðru sæti á listanum. 22.7.2021 08:09
Kína vill ekki áframhaldandi rannsókn WHO á uppruna kórónuveirunnar Kína hefur hafnað tillögu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um áframhaldandi rannsókn á uppruna kórónuveirunnar. Ein af tilgátum stofnunarinnar er sú að veiran hafi sloppið út af kínverskri tilraunarstofu en sú kenning hefur ekki fallið í kramið meðal kínverskra stjórnvalda. 22.7.2021 07:44