Verðbólga loksins á undanhaldi og gæti hjaðnað hratt Verðbólga virðist vera í rénun og hefur ekki verið minni frá því í júní í fyrra og er nú 8,9 prósent. Hagfræðingur greiningardeildar Íslandsbanka segir þetta góðar fréttir og ef allt gangi að óskum gæti verðbólga verið komin niður í 8 prósent um áramótin. 28.6.2023 13:31
Bjarni segir erfitt að spá fyrir um framtíð stjórnarsamstarfsins Nú ásama tíma og fylgi stjórnarflokkanna hefur aldrei mælst minna ríkir mikil óvissa um framtíð stjórnarsamstarfsins vegna deilna um tímabundið hvalveiðibann ofan á mjög ólíkar áherslur í málefnum útlendinga. 27.6.2023 20:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ríkisstjórnin er kolfallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Í kvöldfréttum heyrum við í formönnum stjórnarflokkanna takast á um ólík sjónarmið í hvalveiðimálum en framvinda þeirra gæti ráðið miklu um líf ríkisstjórnarinnar. Formennirnir eru þó samróma í fordæmingu sinni á vinnubrögðum Íslandsbanka við sölu á 22,5 prósenta hlut í bankanum og segja bankastjóra og stjórn bankans verða að axla ábyrgð á bæði lögbrotum og brotum á innri reglum bankans sjálfs. 27.6.2023 18:00
Framtíð stjórnarsamstarfsins gæti ráðist af hvalveiðimálum Framtíð stjórnarsamstarfsins gæti ráðist af því hvernig hvalveiðimálum framvindur innan ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra bakkar upp ákvörðun matvælaráðherra um tímabundið veiðibann. Fjármálaráðherra og innviðaráðherra segja að málið hins vegar snúast um framtíð hvalveiða almennt og það hefði því átt að koma fyrir Alþingi. 27.6.2023 12:20
Samstaða meðal forsætisráðherra Norðurlandanna og Kanada í Eyjum Forsætisráðherrar Norðurlandanna ítrekuðu stuðning þjóðanna við Úkraínu á árlegum sumarfundi þeirra í Vestmannaeyjum í dag þar sem Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada var sérstakur gestur. 26.6.2023 19:45
Formenn stjórnarflokkanna í Pallborðinu í fyrramálið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ræða ýmis ágreinings- og átakamál á boðri ríkisstjórnarinnar í Pallborðinu hjá Heimi Már Péturssyni fréttamanni á Vísi og Stöð 2/Vísi í fyrramálið klukkan hálf níu. 26.6.2023 19:15
Farþegar kafbátsins látnir OceanGate, fyrirtækið sem stóð fyrir leiðangri kafbátsins Titan, hefur greint frá því að farþegar kafbátsins séu látnir. Talið er að kafbáturinn hafi sprungið eða fallið saman undan þrýstingi vegna galla. 22.6.2023 18:58
Vaktin: Baulað og klappað á fundi um hvalveiðibann á Akranesi Andrúmsloftið var þrúgandi á fundi Verkalýðsfélags Akraness um tímabundið hvalveiðibann. Baulað var á ræðuhaldara og klappað fyrir öðrum. Matvælaráðherra, þingmenn og formaður Verkalýðsfélags Akraness héldu ræður og sátu fyrir svörum á fundinum. 22.6.2023 16:28
Neysla og verðlag á yfirsnúningi á Íslandi Verð á mat og drykk var 42 prósentum hærra á Íslandi en að jafnaði hjá ríkjum Evrópusambandsins og töluvert hærra en á hinum Norðurlöndunum að Noregi undanskyldum. 22.6.2023 11:58
Æðarkolla ver hreiður sitt með goggi og klóm Æðarkolla í Fremri-Langey á Breiðafirði var ekki alvel á því að fara af hreiðri sínu þegar Snorri Pétur Eggertsson æðarbóndi vildi taka hjá henni dúninn í vikunni. Hann segir kollurnar hvektar á tófu og örnum sem hafi af þeim eggin og þessi hafi reynst einstaklega baráttuglöð. 21.6.2023 20:00