Yfirgrafíker

Hjalti Freyr Ragnarsson

Hjalti er yfirgrafíker á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Svona hljómuðu skjálftar næturinnar og morgunsins

Tveir stórir jarðskjálftar fundust vel á suðvesturhorninu í nótt og í morgun. Sá fyrri reið yfir klukkan 03:14 í nótt og var 5,1 að stærð. Bárust Veðurstofunni tilkynningar að hann hefði fundist allt austur í Fljótshlíð og vestur í Búðardal.

Söngvari En­tom­bed er látinn

Sænski söngvarinn Lars-Göran Petrov, betur þekktur sem L-G Petrov, er látinn, 49 ára að aldri. Hann var söngvari þungarokkssveitarinnar Entombed og síðar Entombed A.D.

Dans og báns úr MH á toppi PartyZone listans

Nýr PartyZone hlaðvarpsþáttur er kominn á „öldur netvakans“. Fyrsti PartyZone listi ársins, topp 30 fyrir febrúarmánuð, er kynntur og spilaður í þættinum. Árið fer af stað með látum samkvæmt þáttastjórnendum og má finna frábæra nýja tónlist úr heimi danstónlistarinnar í þættinum. Sem fyrr byggir listinn á vali plötusnúðanna og á „nokkuð ígrunduðu grúski þáttarstjórnenda.“

Föstudagsplaylisti DJ Kötlu

Katla Ásgeirsdóttir þekkir einna best vísindin á bak við það að glæða dansgólf Reykjavíkur lífi. Beiðnin um að setja saman föstudagslagalista varð til þess að hún keypti Spotify áskrift, sem sonur hennar hafði suðað um í tvö ár. Eftir viku af ósætti við leitarvélina og lagaúrvalið féll dómurinn; „Spotify er alveg mestu vonbrigði ársins 2021 hingað til.“

Föstudagsplaylisti Sigtryggs Bergs

Listamaðurinn Sigtryggur Berg Sigmarsson, sem hefur ekki lagt í að kaupa sér Spotify áskrift af ótta við að gefa þá efnislega miðla upp á bátinn, safnaði í lagalista úr fjarlægum afkimum veitunnar sænsku.

Föstudagsplaylisti DJ Sley

Plötusnúðurinn og listakonan Sóley Williams Guðrúnardóttir setti saman föstudagslagalistann þessa vikuna.

„Stjarna okkar kynslóðar“ fallin frá 34 ára að aldri

Skoska tónlistarkonan og pródúsentinn SOPHIE lést aðfaranótt laugardags, 34 ára að aldri. Samkvæmt yfirlýsingu frá útgefanda hennar Transgressive rann hún og féll eftir að hafa klifrað upp til að virða fyrir sér fulla tunglið. 

Seyðis­fjarðar­pla­ylisti Sexy Lazer

Verkefninu Saman fyrir Seyðisfjörð var nýverið hrundið af stað til að vekja athygli á harmleiknum sem þar ríkir í kjölfar aurskriðna sem féllu á bæinn á síðustu vikum. Tónlistarmaðurinn Jón Atli Helgason, eða Sexy Lazer, gerði sérstakan lagalista fyrir verkefnið, sem kemur í stað föstudagsplaylista þessa vikuna.

Sjá meira