Tveir handteknir vegna þjófnaðar á „Stúlka með blöðru“ Tveir menn hafa verið handteknir í tengslum við ránið á „Stúlka með blöðru“, einu þekktasta verki listamannsins Banksy. Verkinu var stolið úr gallerýi í Lundúnum um helgina. 13.9.2024 10:29
Pútín segir NATÓ á leið í stríð við Rússa Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir heimild til handa Úkraínumönnum til að nota langdræg vopn frá Vesturlöndum til að gera árásir á Rússland myndu jafngilda þátttöku og stríðsyfirlýsingu af hálfu Atlantshafsbandalagsins. 13.9.2024 08:46
Þriðjungur íbúa á Spáni kominn með nóg af ferðamönnum Um 32 prósent íbúa á Spáni segja of marga ferðamenn á sínum heimaslóðum og hlutfallið er enn hærra í Katalóníu, þar sem 48 prósent íbúa segja þetta orðið of mikið af hinu góða. 13.9.2024 08:03
Þúsundir starfsmanna Boeing hafna 25 prósent launahækkun Þúsundir starfsmanna Boeing hefja verkfallsaðgerðir í dag eftir að hafa hafnað tilboði fyrirtækisins í yfirstandandi kjaradeilum, þrátt fyrir að það hafi hljóðað upp á 25 prósenta launahækkun á fjórum árum. 13.9.2024 06:54
Lögregla kölluð til vegna manns með eggvopn í strætó Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær tilkynningar í gærkvöldi vegna manns sem var sagður með eggvopn í strætó. Mögulega er um að ræða eina og sama manninn. 13.9.2024 06:18
Bon Jovi lofaður fyrir að bjarga konu í sjálfsvígshugleiðingum Lögregluyfirvöld í Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum hafa lofað tónlistarmanninn Jon Bon Jovi fyrir að koma konu til bjargar sem virðist hafa ætlað að kasta sér fram af göngubrú. 12.9.2024 09:30
„Lærisveinn“ Pélicot sagður hafa beitt sömu aðferðum á eigin konu Dómarar í Avignon í Frakklandi hlýddu í gær á frásögn af því hvernig „lærisveinn“ Dominique Pélicot notaði sömu aðferðir og Pélicot til að byrla eiginkonu sinni og nauðga. 12.9.2024 07:53
171 handtekinn og 402 börnum bjargað í aðgerðum í Malasíu Lögregluyfirvöld í Malasíu hafa handtekið 171 og bjargað 402 börnum og ungmennum í tengslum við misnotkun á um 20 barnaheimilum í Selangor og Negeri Sembilan. 12.9.2024 07:27
Sex starfsmenn UNRWA sagðir hafa verið drepnir í árás Ísraelshers Átján eru sagðir hafa látist í árás Ísraelshers á skóla í Gasa, þar af sex starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). 12.9.2024 06:55
Heildartjón á mannvirkjum áætlað allt að 16 til 17 milljarðar Heildartjón á mannvirkjum í Grindavík gæti numið allt að 16 til 17 milljörðum króna. Tjón á heimilum í bænum hefur verið metið á 6,5 milljarða króna en enn á eftir að ná utan um tjón á öðrum innviðum, til að mynda atvinnuhúsnæði, hafnarmannvirkjum og veitum. 12.9.2024 06:28