Nokkrir liggja undir grun vegna þjófnaðar úr verslun í gær Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gær þar sem tilkynnt var um vinnuslys í Hafnarfirði en þar hafi frosin jarðvegur hrunið ofan í holu, ofan á fót starfsmanns verktakafyrirtækis. 26.1.2023 06:23
Tamoxifen Mylan ófáanlegt að minnsta kosti fram á mitt ár Krabbameinslyfið Tamoxifen Mylan 20 mg. hefur verið ófáanlegt á landinu síðan 25. apríl í fyrra. Lyfið er meðal annars notað við brjóstakrabbameini og til draga úr líkum á endurkomu þess en það er ekki væntanlegt aftur til landsins fyrr en mögulega um mitt ár. 25.1.2023 12:22
66 umsækjendur af 178 sem sögðust börn metnir fullorðnir Frá árinu 2014 hafa 178 einstaklingar sótt um alþjóðlega vernd hér á landi sem fylgdarlaus börn. Eftir gagnaöflun og aldursgreiningu voru 78 metnir sem börn en 66 sem fullorðnir. 25.1.2023 11:57
Hyggjast draga úr losun metangass úr maga jórturdýra Milljarðamæringarnir Bill Gates, Jeff Bezos og Jack Ma, stofnandi Alibaba, hafa fjárfest í nýsköpunarfyrirtæki í Ástralíu, sem hefur það að markmiði að stórdraga úr losun metans sem rekja má til kúaropa. 25.1.2023 08:35
Útgöngubann vegna ótilgreindra öndunarfæraveikinda í Pyongyang Yfirvöld í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, hafa fyrirskipað fimm daga útgöngubann vegna útbreiðslu ótilgreinds öndunarfærasjúkdóms. Frá þessu greina fjölmiðlar í Suður-Kóreu og vitna í tilkynningu frá borgaryfirvöldum. 25.1.2023 08:13
Greiðslur til einkarekinna fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu stóraukist síðustu ár Greiðslur ríkisins til einkarekinna fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu jukust úr 2,2 milljörðum króna árið 2014 í 10,8 milljarða króna árið 2021. Sóltún, Læknisfræðileg myndgreining, Heilsugæslan Höfða, Læknavaktin og Heimilislæknastöðin fengu hæstu upphæðirnar. 25.1.2023 07:19
Verðtryggð lán 86 prósent af hreinum nýjum lánum hjá bönkunum Þrátt fyrir útlit sé fyrir að fasteignamarkaðurinn sé að kólna hratt þá er enn tiltölulega hátt hlutfall íbúða að seljast á yfirverði. Þannig seldust 17,4 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu á yfirverði í desember, samanborið við 19,3 prósent í nóvember. 25.1.2023 06:38
Kannabiskökur og þreyttur námsmaður meðal verkefna lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í húsleit á heimili einstaklings í miðbæ Reykjavíkur um kvöldmatarleytið í gær en í tilkynningu frá lögreglu um verkefni gærkvöldsins og næturinnar segir að viðkomandi verði kærður fyrir vörslu á „kökum“ sem grunur leikur á að innihaldi kannabis. 25.1.2023 06:18
Hádegisfréttir Bylgjunnar Kjarasamningsviðræður og yfirvofandi verkfallsaðgerðir, útlendingafrumvarp og biskup Íslands verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. 24.1.2023 11:43
Vopnaframleiðandinn Rheinmetall vill senda skriðdreka til Úkraínu Þýska vopnaframleiðslufyrirtækið Rheinmetall getur séð Úkraínumönnum fyrir 139 Leopard skriðdrekum ef þörf krefur. Frá þessu greindi talsmaður Rheinmetall í samtali við fjölmiðlasamsteypuna RND. 24.1.2023 07:30