Óvelkomnir í annarlegu ástandi neita að fara Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur útköllum í gærkvöldi þar sem menn í annarlegu ástandi neituðu að yfirgefa staði þar sem þeir voru óvelkomnir. Þá barst henni einnig tilkynning um líkamsárás á veitingastað. 21.11.2022 06:25
Unnið að viðbragðsáætlun til að tryggja fjarskiptaöryggi Íslendinga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra staðfestir að unnið sé að því að tryggja fjarskiptaöryggi Íslendinga og segir málið hafa verið í forgangi hjá Þjóðaröryggisráði. 19.11.2022 14:00
„Þessi nýja ógn er mjög sértæk og setur okkur í alveg nýja stöðu“ Fjarskiptastofa getur ekki afhent fjölmiðlum gögn er varða áhættumat vegna sæstrengjanna sem liggja til Íslands, þar sem gögnin eru bundin trúnaði vegna þjóðaröryggishagsmuna. 18.11.2022 11:46
Rússar vongóðir um að fá „sölumann dauðans“ frá Bandaríkjunum Rússar hafa viðurkennt í fyrsta sinn að viðræður séu í gangi milli þeirra og Bandaríkjamanna um fangaskipti sem myndu fela í sér að Bandaríkjamenn slepptu alræmda vopnasalanum Viktor Bout, sem gengur undir viðurnefninu „sölumaður dauðans“. 18.11.2022 11:35
Bandaríkjamenn segja krónprinsinn njóta friðhelgis sem forsætisráðherra Bandarísk stjórnvöld segja ótækt að kæra Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, í tengslum við morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi, þar sem hann var nýlega gerður forsætisráðherra landsins og nýtur þar með friðhelgi sem æðsti ráðamaður ríkisstjórnar. 18.11.2022 10:49
Svíar staðfesta að skemmdarverk voru unnin á Nord Stream leiðslunum Saksóknarinn sem fer fyrir rannsókn Svía á skemmdunum á Nord Stream 1 og 2 gasleiðslunum í Eystrasalti hefur staðfest að um skemmdarverk sé að ræða og segir leifar sprengjuefna hafa fundist á vettvangi. 18.11.2022 09:58
Starfsmenn flýja Twitter vegna afarkosta Musk Það er óhætt að setja að framtíð samfélagsmiðilsins Twitter sé í uppnámi eftir að hundruðir starfsmanna virtust velja að kveðja fyrirtækið í stað þess að gangast undir afarkost Elon Musk um að starfsmenn skuldbittu sig til að vinna langa og stranga vinnudaga ellegar hættu. 18.11.2022 07:44
Segir mörg fjölbýlishús ekki reiðubúin fyrir nýtt sorpflokkunarkerfi „Það er vitað mál að aðstæður í sumum húsum bjóða ekkert upp á þetta, fjölmörg hús þurfa að fara í að bæta sína aðstöðu og hefðu í raun þurft að vera búin að því,“ segir Daníel Árnason, framkvæmdastjóri Eignaumsjónar, um nýtt sorphirðukerfi sem tekur gildi um áramót. 18.11.2022 07:07
Hnuplað úr verslunum og kveikt í ruslatunnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölmörgum minniháttar málum í gærkvöldi og í nótt ef marka má yfirlit yfir verkefni vaktarinnar en þar er hvergi minnst á hnífsstungurnar á Bankastræti Club sem fréttastofa greindi frá í nótt. 18.11.2022 06:28
Segir Ísteka starfa í skugganum með græðgina að leiðarljósi „Það eru þarna jákvæð atriði, eins og að blóðtökuhryssum hefur fækkað og það eru færri bændur og dýralæknar sem vilja taka þátt í þessu. Og það er auðvitað merki um að barátta okkar hefur skilað sér til fólksins og að fólk sé almennt upplýstara um þetta.“ 17.11.2022 12:54